„Traust milli almennings og kjörinna fulltrúa er grunnforsenda farsællar stjórnunar. Þegar traustið hverfur eða laskast, eykst tortryggnin, aukin tortryggni leiðir til aukins óróa,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson í færslu á samfélagsmiðli þar sem hann leitast við að skýra hvers vegna hann tók þá erfiðu ákvörðun að bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins. Lengst af sterkum, farsælum og óumdeildum formanni sem á undanförnum mánuðum hefur setið undir harðri gagnrýni og ásökunum vegna mistaka sinna, ásökunum sem að oft á tíðum hafa verið ósanngjarnar og gengið allt of langt.
Því miður skiptir ekki öllu máli af hverju traust laskast. Þegar það hverfur þá hverfur það. Það getur þess vegna verið vegna misskilnings eða rangfærslna. Það er bara svo helvíti erfitt að fá það til baka.
Það er vandinn sem Sigmundur Davíð stendur frammi fyrir. Hver raunverulegur sannleikur er skiptir bara ekki lengur máli hjá almenningi. Traustið er farið hjá þeim kjósendum sem ekki eru því harðari Framsóknarmenn. Sem standa yfirleitt með sinni forystu fram í rauðan dauðann og ekki síst þegar þeim finnst ósanngjarnt að þeim vegið. Og ég veit að það hefur að sumu leiti verið ósanngjarnlega að Önnu Stellu og Sigmundi Davíð vegið.
Hef reyndar setið undir ámælum fyrir að taka upp hanskann fyrir þau þegar árásirnar hafa gengið yfir allan þjófabálk.
Sigmundur Davíð getur fengið óskorað traust meirihuta flokksþings Framsóknarmanna. En því miður fyrir hann er hætt við að hann nái ekki aftur töpuðu trausti almennings. Frekar en aðrir sterkir leiðtogar sem gegnum aldirnar víða um heim hafa upplifað. Hversu ósanngjarnt sem það kann að vera í hugum margra.
Og með töpuðu traustu almennings er Sigmundur Davíð ekki fýsilegur kostur fyrir aðra flokka í stjórnarsamstarf. Hversu góðan stuðning hann hefur innan eigin flokks.
Sem betur fer sagði ég mig úr Framsóknarflokknum 1.desember 2010. Ég hefði ekki viljað þurfa að standa frammi fyrir því vali sem flokksþingsfulltrúar Framsóknarflokksins standa frammi fyrir um helgina.
Annars vegar að fylkja sér á bak við Sigmund Davíð, formanninn sem náð hefur góðum árangri en missteig sig. Gerði vissulega afar afdrifarík mistök með því að segja ekki frá eignarhaldi konu sinnar á aflandsfélagi erlendis og væntanlega mistökum í skráningu á eignarhaldi félagsins þar sem hann var mögulega fyrir mistök skráður eigandi helmingshluts þess félags. Þá skipir engu að sú skráning hafi verið leiðrétt síðar. Þau mistök í skráningu skipta því miður fyrir Sigmund Davíð engu í hugum almennings sem tapað hefur traustinu.
Hins vegar góðum og gegnum Framsóknarmanni af gamla skólanum sem hefur staðið sig með ótrúlegum sóma við afar erfiðar aðstæður og hefur náð að byggja upp traust í sinn garð hjá samstarfsflokknum, stjórnarandstöðunni og almenningi. Það hefur örugglega ekki verið auðvelt fyrir Sigurð Inga að standa upp og bjóða sig gegn sitjandi formanni. Og hann gerir það ekki af eigin frumkvæði heldur vegna mikils þrýstings fjölmargra Framsóknarmanna sem óttast einangrun flokksins.
Hið erfiða val sem flokksþing Framsóknarflokksins stendur frammi fyrir er það hvort standa skuli að baki formanns sem mögulega er fórnarlamb ósanngjarnra aðstæðna og árása og sýna almenningi að flokkurinn stendur að baki formanni sínum þegar að honum er vegið að þeirra mati.
Eða að velja rótgróinn Framsóknarmann sem tók við stýrinu í ríkisstjórn þegar ágjöfin hafði laskað formanninn um of, varaformanninn sem stýrði skútunni í vör og ávann sér með því traust stórs hluta samflokksmanna sinna, samstarfsmanna úr öðrum flokkum og almennings.
Ef kalt er litið á málið þá stendur val flokksþings Framsóknarflokksins milli klárrar stjórnarandstöðu og mögulegrar einangrunar – sem vissulega getur gefið sóknarfæri til lengri tíma – annars vegar og mögulegrar ríkisstjórnarþátttöku og að minnsta kosti þokkalegum samstarfsgrunni flokksins við aðra flokka á Alþingi á komandi kjörtímabili hins vegar.
Valið er ekki mitt. Sem betur fer. Valið er flokkþings Framsóknarflokksins.
Hvaða mikla árangur SDG eru framsóknarmenn alltaf að tala um?
Er það „skuldaleiðréttingin“ sem kostaði ríkissjóð á annað hundrað milljarða sem fellur að meiri hluta til á þrem árum en síðan í lækkuðum skattekjum langt fram í tímann?
Skuldaleiðréttingin var galin aðgerð eins og hún var framkvæmd. Meirihluti upphæðarinnar fór til skuldara sem höfðu hagnast a sínum lánum eða höfðu enga þörf fyrir lækkun. 62% upphæðarinnar fór til þess helmings skattgreiðenda sem hæstar höfðu tekjur.
Með lækkun vaxtabóta stendur almenningur eftir með þyngri greiðslubyrði en fyrir „leiðréttinguna“ svo að aðeins hinir betur settu (sem fengur ekki vaxtabætur) hagnast þegar upp er staðið. Hækkun vaxtabóta ein og sér hefði skilað miklu betri árangri en „leiðréttingin“ og sparað tugi milljarða.
Vilja framsóknarmenn þakka sér samningana um stöðugeikaframlag kröfuhafa, þeir sem samþykktu ekki lagabreytingu fyrri ríkisstjórnar um undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að sú leið sem var farin yrði fær?
Samningarnir drógust á langinn með miklum kosnaði vegna þess að SDG vildi fara aðra leið. Hann vildi setja gömlu bankana í gjaldþrot. Hann vildi ráða tvo seðlabankastjóra við hliðina á Má til að fá stuðing við sinn málstað.
Sem betur fór varð SDG undir í þessum slag. Indefence var ekki skemmt.
Hallur skrifar:
„Hver raunverulegur sannleikur er skiptir bara ekki lengur máli hjá almenningi.“
Ég held að þetta sé bara ekki rétt. Ég held að almenningur hafi bara nokkuð glögga mynd af helstu staðreyndum í Wintrismálinu, nema þeim staðreyndum sem Sigmundur Davíð hefur kosið að halda leyndum (s.s. meðal annars hvernig og hvenær þau hjón eignuðust kröfurnar á íslensku bankana). Það hefur samt nóg verið upplýst til að fólk geti myndað sér skoðun á málinu.
Það sem setningin þín gefur í skyn er að almenningur hafi enn ekki fengið að heyra **raunverulegan** sannleika. Þetta segja þeir sem vilja kenna fjölmiðlum um ófarir SDG, en þú ert nú vonandi ekki einn þeirra sem vilja kenna einhverju stórkostlegu RÚV-samsæri um þrönga stöðu Sigmundar Davíðs?
Hér er slegið föstu að foringinn hafi „misstigið sig“ en síðan að hann hafi „mögulega“ verið fórnarlamb vegna „mistaka í skráningu“. Það er slegið úr og í og úr þessu verður óttalega ótrúverðug steypa manns sem veit augljóslega ekki í hvorn fótinn hann á að stíga og valhoppar því aftur á bak og út á hlið.
Sigmundur og frú hafa til þessa neitað að skila inn ársreikningum Wintris eins og þeim ber lagaleg skylda að gera.
Þau vilja ekki heldur birta skattaskýrslur sínar.
Þau hafa engin gögn birt önnur en excel og word skjöl sem þau búa sjálf til við eldhúsborðið heima hjá sér.
Á meðan svo er, þá eru allar skýringar fullkomlega marklausar.
Síðan er nú bara ekki boðlegt að bjóða almenningi upp á að hlusta á fleiri lofræður mannsins um krónuna, þegar hans eigið heimili vill ekki sjá hana fyrir sjálfa sig.
Or possibly hе likes bowling.? Leee continued. ?I heard somebody say
that once you hear thunder, that іmρlies that God is bowling in heaven. I guess he is actually good at
it.