Mánudagur 31.10.2016 - 15:11 - 5 ummæli

Framsókn klofin í herðar niður (eða flísast úr Framsókn?)

Klofningurinn í Framsóknarflokknum er algjör. Það er að koma í ljós eftir kosningar þar sem Sigmundur Davíð hervæðist í fjölmiðlum. Stuðningsmenn hans margir hafa verið afar harðorðir á samfélagsmiðlunum. Þoldu algerlega ekki að tapa á flokksþingi. Vigdís Hauksdóttir gerir nú opinberlega atlögu beint að kjörnum formanni Sigurði Inga.

Sigurður Ingi mun standa þessa atlögu að sér ef hann vill. Og hann er með þétt lið að baki sér. En þingflokksfundir Framsóknar verða ekki mikils virði eftir það.

Annað hvort mun Framsóknarflokkurinn klofna endanlega eða þá að þessir tveir herramenn verða að yfirgefa sviðið.

Ef það verður niðurstaðan þá liggur lausnin fyrir. Lilja Dögg Alfreðsdóttir tekur við sem formaður og Silja Dögg Gunnarsdóttir tekur við sem varaformaður. Ritari verður áfram Jón Björn Hákonarson.

Þessi klofningur þarf hins vegar ekki að koma í veg fyrir að Framsóknarflokkurinn taki þátt í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð og Viðreisn. Þvert á móti. Fyrir hina flokkana er pólitískt auðveldara gagnvart kjósendum að fá með klofinn Framsóknarflokk án Sigmundar Davíðs en „heilan“ Framsóknarflokk með  SDG innanborðs.

… og meirihlutinn er nægur til að gefa svigrúm fyrir þingmenn til að sitja hjá í málum sem þeir eru ekki alveg sáttir við!

Viðbót:

Hef strax fengið nokkur viðbrögð við þessum pistli þar sem menn staðhæfa að „Klofningur í Framsókn“ sé ofmælt. Sigmundur Davíð standi nú nánast einn. Ég ofmeti styrk hans. Ef það er rétt ætti fyrirsögnin að vera „Flísast úr Framsókn“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Jæja Hallur, þú hefur mikla innsýn í flokk sem þú sagðir, að eigin sögn, þig úr ca 2010.
    En hvað sem því líður, þá verð ég að segja að mér gæti ekki verið meira sama hvað verður um þennan hagsmunaflokk sumra.

    En hreint með ólíkindum að sjá taktleysi fyrrverandi formanns Fjárlaganefndar. Villkettir eru stórefliðs miðað við maurabandalögin sem eru að myndast nú víða á mörlandinu hjá Framsókn.

    Ekki stjórntækur flokkur að mínu mati.

  • Ef rétt er að verulegar útstrikanir hafi verið á SDG í NA-kjördæmi, þá er nú farið að fjúka í flest skjól fyrir hann. Ég held að flestir hugsandi Framsóknarmenn muni sjá, að hann lét einkamál sín skyggja á flokkinn og skaðaði hann verulega. Menn verða að muna, að enginn er stærri en liðið, sama hvert liðið er.

  • Mér sýnist að fyrrverandi formaður Fjárlaganefndar sé lítið að spá i liðinu sem hún áður tilheyrði, nú skuli hampa einum á kostnað liðsins, sem er frábært fyrir okkur sem viljum sem minnst af Framsókn vita.

    automatic self destruction will start in ….three….two….one…

  • Ég taldi fyrir sl. kosningar mikla hættu á klofningi eftir kosningar, þ.s. ég taldi nær víst að SDG mundi hefna sín – eftir kosningar, á hinn bóginn virðist mér útspils Gunnars Braga og síðan þær upplýsingar að 18% kjósenda Framsóknarfl. á NA-landi hafi strikað yfir nafn SDG — hafa mjög verulega dregið úr þessari hætti, eða m.ö.o. met ég það svo að allra síðustu dagana fjari hratt undan möguleikum SDG til að kljúfa flokkinn; eins og það sannarlega gat farið og ég skrifaði um fyrir sl. kosningar: http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/2181482/.

  • Link exchange is nothing else however it is just placing the other person’s web site link
    on your page at proper place and other person will also do similar in favor of you. http://fenix-optima.ru/?option=com_k2&view=itemlist&task=user&id=1083

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur