Miðvikudagur 11.01.2017 - 16:08 - 2 ummæli

Rosmhvalanes, Garðar og Kjalarnes

Það sem vantar í nýjum stjórnarsáttmála er meðal annars stefna um framtíðarskipan sveitarfélaga.  Þar ætti fyrsta skrefið að vera sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.  Því þegar nýskipan og nauðsynleg sameining sveitarfélaga á suðvesturhorni Íslands hefur gengið í gegn er einfaldara að ganga í alvöru sameiningar sveitarfélaga annars staðar á landinu.

Og auðvitað á samhliða að bæta við verkefni sveitarfélaganna á sama tíma og tekjustofnar þeirra verði víkkaðir og styrktir. Skatttekjur eiga að renna til sveitarfélaganna sem fjármagna skylduverkefni sín en greiði „útsvar“ til ríkisins til að standa undir sameiginlegum rekstri Íslands. Ekki núverandi skipan sem Reykjavíkurvaldið deilir og drottnar.

Það eiga einungis að vera 3 sveitarfélög áhöfuðborgarsvæðinu.

  • „Kjalarnes“ sem standi saman af Akranesi, Hvalfjarðarhreppi, Mosfellsbæ, Reykjavík og Seltjarnarnesi.
  • „Garðar“ sem standi saman af Kópavogi, Garðarbær, Hafnarfirði, Vatnsleysuströnd og Grindavík.
  • „Rosmhvalanes“ sem standi saman af Vogum, Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði.

Meira um útfærslu stjórnsýslu slíkra sveitarfélaga þar sem tekið verði í auknum mæli upp beint lýðræði, aukinni sjálfstjórn í hverfum og öflugum sveitarstjórnum kemur síðar!

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Þór Saari

    Það er náttúrulega bar til að ala á áframhaldandi hrepparíg að hafa mörg svietarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Þeim á að fækka um allt land í átta og vera sem samsvara samtökum þeirra. Síðan má hafa innan þeirra hverfis- eða svæðisráð sem hafa ákveðið sjálfstæði um tiltekin smærri mál.
    Held að það sé eina vitið. Svo mætti skipa kjördæmum eftir sömu hugmynd.

  • Atvinnusvæði Reykjavíkur er frá Hvolsvelli í austur,Borgarnesi í norður og svo Reykjanesið með þéttbýlinu umhverfis Reykjavík. Þetta er stór Reykjavíkursvæðið og mun þróast í þessa veru. Það er alltaf að fækka á Landsbyggðinni sum þorpin að tæmast nú þegar,banki,póstur og fleira að eða farið og við verðum að lesa í lesa í þessa þróun.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur