Fimmtudagur 01.06.2017 - 14:26 - 8 ummæli

Mistök að hafna ESB

Við værum betur sett innan ESB og með evruna sem gjaldmiðil. Í dag og næstu árin. Værum að móta nýja, líklega betri Evrópu. En þess í stað erum við jaðarsett smáþjóð sem mögulega þarf að biðla til einangrunarsinna í Bandaríkjunum sem við vitum ekkert hvort unnt er að treysta á, hnignandi Breta sem eru að missa elstu og öflugustu fjármálamiðstöð heimsins til Frankfurt, mögulega Norðmanna sem sviku okkur í hruninu og þurfum að nálgast Evrópusambandið á hnjánum.

Oflæti okkar vegna tímabundins uppgangs og velgengni hefur fyrir löngu stigið okkur til höfuðs.

Það hefði verið betur ef við hefðum klárað aðildarviðræðurnar á sínum tima og tekið ákvörðun um inngöngu eða inngöngu ekki í ESB á grunni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá værum við annað hvort með fína stöðu innan ESB eða í núverandi tímabundinni sæmilegri stöðu utan ESB – en á grunni vilja þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki á forsendum forsjárhyggjustjórnmálamanna.

Við erum nú í sæmilegri stöðu sem er bara tímabundin og mun breytast fyrr eða síðar.

… og mögulega merjumst við á milli Bandaríkjanna og Evrópu og Bretlands og ESB …

Innan fárra ára munu margir væntanlega naga sig í handarbökin …

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Ingi Gunnar Jóhannsson

    Auðvitað eru það „mistök“ að hafna ESB.

    En eins og þú segir réttilega eru það „forsjarhyggju“stjórnmálamenn sem hafa rænt af þjóðinni þeim rétti að ákveða sjálf af eða á með þetta.

    Og þá heldur bara unga fólkið okkar út í lífið með enga möguleika á eigin húsnæði, því okurvextir bjóðast bara hér.
    Þótt bent sé á að í Evrópu fáist núna svo til vaxtalaus lán í Evrum, þá loka allir augum og eyrum.

    Íslendingar eru því miður ennþá fávitar og aumingjar fastir í hlekkjum hugarfarsins að mínu áliti.

    Þetta er svo augljóst mál að það er beinlínis grátlegt hvað fólk er haldið mikill sjálfspíningarhvöt hér á þessu skeri.

  • Rétt að benda á að alþingi fór í aðildarferli án þess að spyrja þjóðina sem flokkast eftir öllum mælikvörðum sem forsjárhyggjustjórnmál. Aðildarferlið strandaði síðan á skeri þegar opna átti viðkvæmustu kaflana en ferlið hefði ekki þurft að stranda ef þjóðarvilji hefði legið fyrir fyrirfram um að klára aðildarferlið. Því er ekki hægt að horfa framhjá því að forsjárhyggjustjórnmál fyrstu tæru eyðilagði aðildarferlið og staðan er að í dag að enginn pólitískur meirihluti er á alþingi fyrir nýju aðildarferli og mun líklega ekki verða næstu áratugina.

    Því má heldur ekki gleyma að takmark ESB er að verða Bandaríki Evrópu sem verða sjálfum sér næg og flest og því skiptir utanríkisverslun litlu máli en sumir kalla það einangrunarstefna.

    Vaxtaleysi í Evrópu þessa dagana segir einfaldlega þá sögu að efnahagslíf Evrópu er frosið og reyndar svo botnfrosið að vændi og mörgum glæpum var bætt í útreikninga á þjóðarframleiðslu til að sýna smávegis hagvöxt til að þykjast.

    • Sigurður

      Alþingi fór í samningarferli. Aðildarferli var ekki möguleiki nema með samþykki þjóðarinnar

  • Leifur Björnsson

    Góður pistill hjá þér Hallur.

  • Sigfús Ómar

    Sælir, góð grein, margt til í þínum orðum. Er ekki endilega ESBsinni sjálfur en vil geta skoðað alla möguleika, bæði kosti og galla.
    Langar að deila pistlinum, ef það er í lagi.

    Kv
    Sigfús

  • Kristinn J

    Þetta er nú alveg rétt hjá þér Hallur.

    En landinn er jú að megninu afkvæmi Bjarts í Sumarhúsum, og því fór sem fór, og því fer sem fer,,,

  • Guðbjörn Guðbjörnsson

    Þú ert alveg með þetta Hallur!

  • Jens Jónsson

    Það er smávægilegur galli á þessu hjá þér.
    ESB opnaði ekki sjávarútvegskaflan þannig að aðildarferlið stöðvaðist á því

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur