Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 24.02 2016 - 21:00

Spor Pírata ekki bara í sandinn…

Spor Pírata í íslenskum stjórnmálum eru ekki einungis spor í sandinn sem munu mást út í næsta flóði.  Þeir hafa þegar sett spor í stefnu og hugsun annarra flokka. Spor sem munu standa næstu árin. Þá skiptir engu hvernig óhjákvæmileg núverandi átök innan Píratapartýsins munu enda. Það sem er svo spennandi við stöðu Pírata nú er […]

Föstudagur 12.02 2016 - 08:15

Leiðtoginn Árni Páll Árnason

Á augabragði er Árni Páll Árnason orðinn sterkur leiðtogi Samfylkingarinnar.  Vopn andstæðinga hans innan Samfylkingarinnar hafa snúist í höndum þeirra.  Þeir hafa áður lyft kutann á loft nánast úr launsátri en Árni Páll stóð þá árás af sér af naumindum. Í þetta skiptið tók leiðtoginn Árni Páll Árnason af skarið með því að draga fram […]

Miðvikudagur 02.12 2015 - 17:32

Styrkir Sóley stöðu mannréttindaráðs?

Sjaldan eða aldrei hefur mikilvægi mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar verið meira en nú þegar Íslendingar standa með Evrópu allri gagnvart mesta flóttamannavanda undanfarinna áratuga.  Hins vegar hefur staða mannréttindaráðs verið frekar veik. Því miður hefur ráðið verið frekar ráð upp á punkt þar sem fulltrúar neðarlega á listum stjórnmálaflokkanna hafa setið. Stórlaxarnir sem leiða listana hafa leitast […]

Mánudagur 30.11 2015 - 13:38

Íslensk jól, Yom Kippur og Ramadan!

Þið verðið að afsaka.Það er mikilvægt í því fjölmenningarsamfélagi sem er í þróun á Íslandi að viðhalda heimsóknum skólabarna í kirkjur kring um jól. Það er skylda okkar að kynna börnum þá menningu sem við höfum lifað við gegnum tíðina. Kristin jól er óaðskiljanlegur hluti okkar sögu og menningar. Á sama tíma á að kynna […]

Laugardagur 21.11 2015 - 16:17

Umdeildur dómur vegna hópkynlífs

Sýknun fimm drengja af ákæru um nauðgun þar sem þeir stunduðu hópkynlíf með ungri stúlku hefur eðlilega vakið ahygli. Ég ætla ekki að ræða lagatæknileg atriði og ekki einu sinni drengina. Heldur samfélagið! Hvar erum við stödd sem samfélag ef tiltölulega venjulegir strákar á þessum aldri telja það fullomlega eðilegt að stunda kynlíf á þennan […]

Þriðjudagur 20.10 2015 - 20:23

Á lýðræði erindi í atvinnurekstri?

Lýðræði á ekki einungis að vera stjórnmálalegt. Atvinnulýðræði er óaðskiljanlegur huti eiginlegs lýðræðisþjóðfélags. Ný skilgreining á eðli fyrirtækja, sem byggist á lýðræðislegum stjórnarháttum, gæti orðið til þess að ryðja braut réttmætumkröfum sífellt betur menntaðra starfsmanna um aukið lýðrði á vinnustað. Lýðræði á brýnt erindi í atvinnurekstur framtíðarinnar. Það er mjög vænlegur kostur, bæði fyrir starfsmenn […]

Fimmtudagur 20.08 2015 - 20:30

Már kyndari andskotans efnahagslega

Seðlabankastjóri er efnahagslegur kyndari andskotans.  Er á leið með Ísland í nýja hringekju hávaxta sem mun kalla á helstu gjaldeyrisgamblara heimsins í ródeó með krónuna sem mun tímabundið styrkja gjaldmiðilinn áður en hann hrynur eins og örmagna kúreki af spræku ungnauti. Mig grunar að Már vilji leggja íslenskt efnahagslíf í rúst svo Ísland komi á […]

Miðvikudagur 01.07 2015 - 18:47

Smá skilmisingur hjá Simma

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er dálítið að misskilja fyrrum kollega sína í blaðamannastétt. Blaðamenn – eins og allir aðrir EIGA og HAFA eigin persónulegu skoðanir. En til að vera faglegir í sínum störfum þurfa þeir að vera hlutlægir í fréttaflutningi og umfjöllun. Því miður eru mörg dæmi um að einstaka blaðamenn gera ekki greinarmun á eigin […]

Föstudagur 26.06 2015 - 10:08

Rafbílavæðum Reykjavík

Ríkið og Reykjavíkurborg eiga að setja sér það markmið að rafbílavæða Reykjavík. Slíkt er unnt að gera með efnahagslegum hvata og ívilnandi reglum fyrir rafbíla. Slík rafbílavæðing er að líkindum þjóðhagslega hagkvæm, mun snarlega bæta loftgæði í höfuðborginni á köldum vetrardögum og hjálpar til að ná markmiðum Íslands um minnkun á losun gróðurhússlofttegunda. Hinn ágæti umhverfisráðherra […]

Fimmtudagur 18.06 2015 - 13:29

„Vér mótmælum allir“

„Vér mótmælum allir“ er táknmynd breiðrar samstöðu íslensku þjóðarinnar. Það sem er svo dásamlegt og merkilegt við það að þingheimur allur stóð upp í kjölfar ræðu Jóns Sigurðssonar, þar sem Jón mótmælti því sem hann taldi lögleysu konungsfulltrúa á þjóðfundinum sumarið 1851 þegar Trampe greifi fulltrúi konungs sleit þjóðfundinum þegar útséð var að þjóðfundurinn myndi fella […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur