Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 08.02 2018 - 23:35

Fyrirmyndar akstur Ásmundar

Það vita það flestir sem fylgjast með færslum mínum að Ásmundur Friðriksson þingmaður er ekki hátt skrifaður hjá mér. Eðlilega ekki. Maðurinn er stundum með galnar hugmyndir. En ég sé mig knúinn til að taka upp hanskann fyrir hann núna. Ásmundur má eiga það að að hann sinnir kjördæmi sínu afar vel. Hann gerir mikið […]

Þriðjudagur 30.01 2018 - 10:50

Neyð í boði Samfó, Framsóknar, VG og Sjalla

Núverandi neyðarástand í húsnæðismálum er í boði ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.  Aðgerðarleysi þessara tveggja ríkisstjórna hafa skapað þetta ástand þar sem vantar 17 þúsund nýjar íbúðir. Það versta er að ástandið var fyrirsjáanlegt og að fyrir lágu tillögur til að koma í veg fyrir það í húsnæðismálaráðuneyti Árna Páls Árnasonar á […]

Laugardagur 20.01 2018 - 16:41

Veggjaldagöng á höfuðborgarsvæðið!

Þótt hin ágæta Borgarlína geti gert sumum lífið léttara þá fer því fjarri að hún leysi samgönguvanda höfuðborgarsvæðisins. Óskhyggja sumra um endalok einkabílsins gengur ekki upp og mögulegar sjálfakandi bifreiðar framtíðarinnar þurfa að komast milli staða. Heimskulegar hugmyndir um lækkun umferðahraða á Hringbraut bæta ekki stöðuna þótt þær færu í gegn. Enda umferðateppurnar næg hraðahindrun […]

Miðvikudagur 06.12 2017 - 20:48

Jerúsalem höfuðborg Palestínu og Ísraels!

Jerúsalem á að sjálfsögðu að vera höfuðborg Palestínu og Ísraels! Tveggja sjálfstæðra ríkja. Nú hefur forseti Bandaríkjanna ákveðið að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Sem væri í lagi ef hann hefði jafnframt viðurkennt Jerúsalem höfuðborg sjálfstæðs ríkis Palestínu. Í þessari stöðu getur Ísland haft mikilvægt hlutverk. Viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Palestínu og Ísraels.

Þriðjudagur 17.10 2017 - 08:43

Ögurstund tjáningarfrelsisins

Það er enn ein ögurstund tjáningarfrelsisins á Íslandi sem ítrekað er reynt að traðka á. Það er háalvarlegt þegar framkvæmdavaldið beitir valdheimildum sínum gegn ákvæðum stjórnarskrá eins og nú hefur enn einu sinni gerst. Það versta er að nú dugir ekki að dómsvaldið taki fram fyrir valdníðslu framkvæmdavaldsins.  Tímaþátturinn gerir það að verkum. Það þarf […]

Miðvikudagur 11.10 2017 - 08:03

Sr. Þórir og kirkjugarðurinn

Sr. Þórir Stephensen fyrrum dómkirkjuprestur berst nú fyrir því að hinn gamli Víkurkirkjugarður og nú kuml við Landsímareit verði vernduð í stað þess að byggja þar hótel. Ég er styð Sr. Þóri heils hugar í þessari baráttu.

Miðvikudagur 27.09 2017 - 17:37

Sendu mér „bliku“

Orðskrípið „selfí“ fer dulítið í taugarnar á mér. Ef vilji væri fyrir hendi ætti að vera unnt að finna gott íslenskt orð yfir fyrirbærið líkt og við fundum „sími“, „þyrla“, „þota“ og svo framvegis. „Selfí“ er augnabliks sjálfsmynd af einstaklingi yfirleitt tekinn á myndavél í snjallsíma sem viðkomandi ákveður yfirleitt að dreifa á einhverjum samfélagsmiðlanna.  […]

Fimmtudagur 01.06 2017 - 14:26

Mistök að hafna ESB

Við værum betur sett innan ESB og með evruna sem gjaldmiðil. Í dag og næstu árin. Værum að móta nýja, líklega betri Evrópu. En þess í stað erum við jaðarsett smáþjóð sem mögulega þarf að biðla til einangrunarsinna í Bandaríkjunum sem við vitum ekkert hvort unnt er að treysta á, hnignandi Breta sem eru að […]

Föstudagur 24.02 2017 - 18:51

Alþingismenn vinna vinnuna sína

Alþingismenn vinna vinnuna sína samviskusamlega og sómasamlega. Leggja oft nótt við dag til að standa sig og eiga það allt of oft til að vanrækja fjölskyldu sína vegna þess að „mikilvægi alþingismaðurinn“ kemur fyrst. Svo fjölskyldan og lífið. Þannig hefur það verið þá áratugi sem ég hef fylgst með Alþingi og alþingismönnum. Núverandi Alþingi er […]

Miðvikudagur 11.01 2017 - 16:08

Rosmhvalanes, Garðar og Kjalarnes

Það sem vantar í nýjum stjórnarsáttmála er meðal annars stefna um framtíðarskipan sveitarfélaga.  Þar ætti fyrsta skrefið að vera sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.  Því þegar nýskipan og nauðsynleg sameining sveitarfélaga á suðvesturhorni Íslands hefur gengið í gegn er einfaldara að ganga í alvöru sameiningar sveitarfélaga annars staðar á landinu. Og auðvitað á samhliða að bæta við […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur