Stóru fréttirnar í viðhorfskönnun 365 miðla er tvær. Sú augljósa er ótrúlegt fylgi við Framsóknarflokkinn sem að mínu viti sýnir annars vegar klárlega að flokkurinn er að feta í fótspor Venstre systurflokks síns í Danmörku og hins vegar að það er líklega smá úrtaksskekkja í gangi sem mögulega ýkir fylgi við Framsókn. Hin stóra fréttin er […]
Þorvaldur Gylfason er frambjóðandi með eldspýtur. Eins og svo oft þegar fiktað er með eldpýtur þá brenna menn sig í fingurna. Það gerði Þorvaldur Gylfason með ummælum sínum um brennuvarga. Staðreynd málsins er nefnilega sú að Þorvaldur sagði ekki satt! Svokölluð 90% lán Íbúðalánasjóðs höfðu nefnilega ekkert með fasteignabóluna og efnahagshrunið að gera. Það á […]
Nú eru margir þingmenn að hætta á Alþingi eftir áralangt illa metið starf. Flestir hafa staðið sig vel – þótt ég sé þeim ekki endilega sammála um allt! Ég vil sérstaklega nefna Siv Friðleifsdóttur sem er í hópi farsælustu þingmanna sem við höfum átt. Einnig Þuríði Backmann sem er með heiðarlegri þingmönnum þótt ég hafi […]
Dósentinn Vilhjálmur Bjarnason frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Stór-Hafnarfjarðarkjördæminu rembist eins og rjúpa við staur að feta í fótspor hins ættstóra dýralæknis úr Hafnarfirði Árna Matthiesen sem fékk ótrúlegan frama innan Sjálfstæðisflokks Vilhjálms. Dýralæknirinn var ekki einungis þingmaður um langt árabil. Hann var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra – enda kominn af farsælum útgerðarmönnum í Hafnarfirði – og hann varð fjármálaráðherra Íslands. […]
Annað hvort er Vilhjálmur Bjarnason frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins illilega viðutan eða hann er ekki eins vel gefinn og ég hélt. Hvor ástæðan sem er þá á hann ekki erindi á þing andstætt því sem ég taldi lengi vel. Því grófar rangfærslur í greinum og viðtölum geta einungis átt sér tvær skýringar. Að viðkomandi svo viðutan að […]
Það verður spennandi að sjá hvernig Lýðræðisvaktinni mun ganga í komandi kosningum. Það sem einkennir framboð hennar eru margir öflugir en frekar gamlir stjórnmálamenn. Þegar ég tala um stjórnmálamenn þá er ég bæði að tala um gamla fyrrum þingmenn eins og Þórhildi Þorleifsdóttir, harðpólitískan hagfræðiprófessor og ráðherrason eins og Þorvald Gylfason og verulega sjóaðan stjórnmálafræðiprófessur […]
Þróunarsamvinna er einn mikilvægur þáttur samvinnustefnunnar. Þrátt fyrir efnahagslega áföll þá hafa Íslendingar þar harla gott miðað við stóran hluta mannkyns. Þá höfum við yfir þekkingu að ráða sem getur nýst við uppbyggingu fátækra samfélaga víðst vegar um heiminn. Við höfum á undanförnum áratugum miðlað þeirri reynslu með góðum árangri. Þróunarsamvinna á að vera einn af hornsteinum […]
Vélrænn dynur frá umferðinni á Miklubraut dró ekki úr ánægjunni á götuhátíð Rauðgerðinga sem haldin var á rólónum í Rauðagerði í gær. En dynurinn – sem reyndar var með mildasta móti þar sem umferð um Miklubraut er frekar í lágmarki á laugardagseftirmiðdögum – var þó nægur til þess að nær allir götuhátíðargestirnir skrifuðu undir áskorun […]
Það er grundvöllur fyrir öflugri miðjustjórn eftir kosningar. Viðhorfsbreyting almennings gagnvart aðildarviðræðum að Evrópusambandinu þar sem rúm 60% vilja klára aðildarviðræður og tæp 40% slíta þeim gefur Framsóknarflokknum leið til þess að mynda ríkisstjórn með Samfylkingu og Bjartri framtíð undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Framsóknarflokkurinn getur beitt þeim rökum að rétt hefði verið að kjósa […]
Bjórdósir og gosdósir sem Bandaríkjamenn hentu í ruslið á síðasta áratug í stað þess að endurvinna þær hefðu dugað í 400 þúsund Boeing 737 farþegaþotur. Í eina fullkomna farþegaþotu undir hvern og einn lifandi Íslending og Færeying. Það sem meira er. Þessi gegndarlausa sóun kostaði 94% meiri orku við að bræða sambærilegt ál frá grunni en ef […]