Það er rangt hjá Þorsteini Pálssyni þeim vandaða manni og öfluga penna að Hanna Birna Kristjánsdóttir eigi sér „enga aðra erfiða fortíð í pólitík en að hafa skilið skuldavanda Orkuveitunnar eftir til úrlausnar fyrir Besta flokkinn“. Hanna Birna Kristjánsdóttir skildi ekki skuldavanda Orkuveitunnar eftir til úrlausnar fyrir Besta flokkinn. Þvert á móti þá vann Hanna Birna […]
Lygin um að Framsóknarflokkurinn hafi lofað vímulausu Íslandi árið 2000 er lífseig. Lygin er orðin sannleikur í hugum margra Íslendinga. Sá enn einu sinni þessari lygi haldið fram í athugasemdakerfi DV í dag í tilefni miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins. Sem reyndar var að fjalla um stuðning við landbúnað, sjávarútveg og iðnað – en var ekki að pæla […]
Seðlabankinn lék lykilhlutverk í hruninu. Seðlabankinn lækkaði bindiskyldu bankana á versta tíma og klikkaði á að snarhækka bindiskylduna þegar bankarnir fóru að dæla út niðurgreiddu lánsfé upp á hundruð milljarða króna haustið 2004. Seðlabankinn bjó til falskt sterkt gengi íslensku krónunnar með hávaxtastefnu sinni. Það falska sterka gengi varð til þess að ódýrt erlent lánfé […]
Það er dálítið hjákátlegt að sjá suma stjórnmálamenn sem segjast vilja afnám verðtryggingu íslensku krónunnar í lánum til almennings berjast fyrir framhaldslífi þess annars ágæta gjaldmiðils! Staðreyndin er nefnilega sú að ónýt íslensk króna er algerlega ónýt ef ekki verður unnt að verðtryggja hana á einn eða annan hátt. Leiðin er einföld. Hættum heimskulegri meðvirkni með krónunni. […]
Það er raunhæfur möguleiki á því að það verði ný forysta sem leiði Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og Samfylkingu fyrir næstu Alþingiskosningar. Bjarni Benediktsson fór afar illa út úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kraganum þótt hann hafi náð að halda 1. sæti listans. Það eru hins vegar allar líkur á því Hanna Birna Kristjánsdóttir fái góða kosningu í […]
Það er hætt við að það hefði hvinið í forystu Samfylkingarinnar ef Framsóknarflokkurinn hefði ákveðið að spandera milljörðum úr ríkissjóði til að styrkja stöðu fjármálaráðherra Framsóknar sem handgenginn væri fráfarandi flokksforystu korter fyrir prófkjör og hálftíma fyrir kosningarr „Spilling! Siðleysi! Óábyrg fjármálastjórn!“ Minnir að ég hafi heyrt slíkar upphrópanir frá Samfylkingarforystunni í garð Framsóknarflokksins af […]
Framsóknarflokkurinn hefur um áratugaskeið litið á bandaríska Demókrataflokkinn sem systurflokk sinn. Það er ekki að ófyrirsynju því flokkarnir hafa átt samstarf meðal annars gegnum Alliance of Democrats. Þessu sambandi heldur núverandi flokksforysta Framsóknarflokksins nú á lofti og hefur lýst stuðningi við demókratan Barack Obama í bandarísku forsetakosningunum sem nú standa yfir. Hins vegar virðist núverandi flokksforysta […]
Fréttin er Björt framtíð en ekki tímabundið stopp í fylgishruni ríkisstjórnarinnar. Fréttin er að fari fram sem horfir verður nýr þingflokkur á Alþingi eftir komandi kosningar. Miðað við núverandi fylgi yrði slíkur þingflokkur Bjartrar framtíðar með að minnsta kosti 4 þingmenn. Einhverntíma hefði það verið talin frétt.
Árni Páll Árnason er með 28% meira fylgi meðal þjóðarinnar til að verða formaður Samfylkingarinnar en keppinautar hans. Næstur honum er hinn geðþekki Guðbjartur Hannesson og fast á hæla honum hin knáa Katrín Júlíusdóttir. Allt flott fólk! Þetta er eitt af því merkilega við niðurstöðu skoðanakönnunar MMR og Viðskiptablaðsins um hvern þjóðin vill fá sem formann Samfylkingarinnnar þegar Jóhanna Sigurðardóttir […]
Talsmaður neytenda er eins manns skrifstofa. Reyndar hefur Talsmaðurinn verið í krafti embættis síns mun meira áberandi í hagsmunamálum neytenda en 14 manna Neytendastofa. Þá er ég ekki að gera lítið úr Neytendastofu. Hún vinnur eflaust mikið og þarft verk þótt neytendur taki ekki sérstaklega eftir því. Mér hefur þótt með ólíkindum hversu miklu þetta […]