Það er verið að reyna að mynda ríkisstjórn. Fyrir nær hálfri öld kom fram á hinum pólitíska vettvangi markmiðsyfirlýsing í fjórtán liðum um uppbyggingu íslensks þjóðfélags. Sú markmiðssetning hefur alla tíð sett mark sitt á mína sýn á þjóðfélagið. Ég gæti enn í dag skrifað undir meginefni allra fjórtán greinanna. Þessi stefnuyfirlýsing á ekki síður við […]
Á meðan sumir stjórnendur föllnu bankanna sitja á sakamannabekk og berjast gegn enn einni aðför saksóknara sem þegar hefur komið þeim í fangelsi, hrjúfrar einn lykilstjórnandi Kaupþings sig í nýjum hægindastól hjá verðbréfafyrirtæki og reynir að endurskrifa söguna sér í hag. Ásgeir Jónsson hagfræðingur sem var kostaður af Kaupþingi til að reka svokallaða greiningardeild, sem […]
Samfylkingin getur átt framtíð. Oddný Harðardóttir veitti flokknum þá framtíð með þvi að segja af sér. Við tekur nýr maður í landsmálapólitík sem hefur getið sér gott orð í bæjarpólitíkinni á Akureyri. Hann er ekki skaðaður af launsátursvígum, meintum svikum vegna hrunsins og öðrum fortíðarvandamálum Samfylkingarinnar. Ég vona að efnilegur, nýr leiðtogi Samfylkingarinnar nái að […]
Klofningurinn í Framsóknarflokknum er algjör. Það er að koma í ljós eftir kosningar þar sem Sigmundur Davíð hervæðist í fjölmiðlum. Stuðningsmenn hans margir hafa verið afar harðorðir á samfélagsmiðlunum. Þoldu algerlega ekki að tapa á flokksþingi. Vigdís Hauksdóttir gerir nú opinberlega atlögu beint að kjörnum formanni Sigurði Inga. Sigurður Ingi mun standa þessa atlögu að […]
„Traust milli almennings og kjörinna fulltrúa er grunnforsenda farsællar stjórnunar. Þegar traustið hverfur eða laskast, eykst tortryggnin, aukin tortryggni leiðir til aukins óróa,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson í færslu á samfélagsmiðli þar sem hann leitast við að skýra hvers vegna hann tók þá erfiðu ákvörðun að bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins. […]
Lýðræðið er ekki sjálfgefið. Grundvallarmannréttindi eru ekki sjálfgefin. Þvert á móti. Við vitum hvernig einræðisherrar og herforingjaræði var við stjórn fjölda ríkja í Evrópu lungann úr síðustu öld. Fasistar, nasistar og einræðisherrar sem stjórnuðu í nafni kommúnisma. Sovétríkin með Stalín, Þriðja ríki Þýskalands með Hitler, Ítalía með Mussolini, Spánn með Franco, Portúgal með Salazar, Grikkland […]
Sumir eru að fara af saumunum vegna einkarekinna heilsugæslustöðva í Reykjavík. En opinber rekstur í heilbrigðismálum er ekki endilega besta formið í öllum tilfellum. Samvinnurekstrarformið gæti hentað vel um rekstur heilsugæslustöðva. Vandinn er bara sá að löggjafinn hefir markvisst unnið gegn samvinnurekstrarforminu sem mjög oft gæti átt við. … og áður en þið sem sjáið […]
Oddný Harðardóttir hafði sigur í formannskjöri Samfylkingarinnar. Sá sigur er einnig sigur Viðreisnar og einnig sigur VG. En ósigur Samfylkingarinnar sem stjórnmálaafls en sigur fyrir hugmyndafræði vinstri hluta þeirra ágætu stjórnmálasamtaka! Ég held við stöndum frammi fyrir nýjum veruleika í íslenskum stjórnmálum með þessari niðurstöðu. Vinstrið styrkist. Og hægri miðjan styrkist. Og Oddný er Auðhumla […]
Hér á árum áður var Breiðholtið úthverfi. Og í hugum margra „vandræðaúthverfi“. En nú er Breiðholtið löngu hætt að vera úthverfi. Og fjarri því að vera til vandræða. Breiðholtið með Fossvoginum, Smáíbúðahverfinu og Háaleitishverfinu með Kringlumýrina er orðin virk miðja á höfuðborgarsvæðinu. En hvar liggja úthverfin? Jú, erfiðustu úthverfin í öllum skilningi eru í póstnúmerum […]
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hefur nú bent á hið augljósa. Uppbygging framtíðar Landspítala við innilokaða Hringbraut er bull. Það á að sjálfsögðu að byggja upp sjúkrahús allra landsmanna frá grunni á nýjum hentugum stað. Það er einfaldasta ig fljótlegasta leiðin. Það hefur verið ljóst um áratuga skeið. Hringbrautin og Borgarspítalinn – þar sem hefði […]