Framsóknarflokkurinn varð 95 ára 16. desember. Hvað sem mönnum finnst um þennan gamla flokk sem ég starfaði með í aldarfjórðung þar til ég sagði mig úr honum 1. desemer 2010 – þá er saga flokksins merk. Í tilefni af afmælinu langar mig að birta kvæði Sigurðar Einarssonar á Hoffelli sem birtist í Skinfaxa árið 1916 […]
Metnaðarfullar áætlanir Reykjavíkurborgar um byggingu lítilla leiguíbúða í 101 og nágrenni hafa verið kynntar. Metnaðarfullt markmið. En er skortur á leiguíbúðum stóra vandamálið í húsnæðismálum þjóðarinnar? Og reykvískra einstaklinga og para í 101? Er stóra vandamálið ekki of hár kostnaður við húsnæði hvort sem um er að ræða eigið húsnæði, búseturéttarhúsnæði eða leiguhúsnæði? Hvernig ætlar Reykjavíkurborg […]
Það voru fullkomlega réttlætanleg rök fyrir því að Alþingi leiddi fyrir Landsdóm þá fjóra ráðherra sem Alþingi var gefin kostur á að leiða fyrir Landsdóm. Það voru einnig fullkomlega réttlætanleg rök fyrir því að Alþingi leiddi ekki fyrir Landsdóm þá fjóra ráðherra sem Alþingi var gefin kostur á að leiða fyrir Landsdóm. En það voru engin rök fyrir […]
„Við megum ekki gleyma því, að í landinu hefir myndast hópur fjárglæframanna, sem aðalega gera sér að atvinnu, að stofna til felaga, sprengja þau og hirða molana. Þeir menn eru lausir við flestar siðlegar hömlur. Fjárgræðgin knýr þá áfram; hegningarhúsið er hið eina, sem þeir forðast. Þessvegna beita þeir kænsku sinni til að svíkja lögum […]
Íbúðalánasjóður er ekki banki. Íbúðalánasjóður er þjóðareign með afa skýrt samfélagslegt hlutverk: „Stofna skal sérstakan lánasjóð er nefnist Íbúðalánasjóður og lánar til íbúðakaupa, nýbygginga eða endurbóta íbúðarhúsnæðis á Íslandi. Íbúðalánasjóður skal annast stjórn og framkvæmd húsnæðismála samkvæmt lögum þessum.“ Svo segir í 4.gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998. Og hverju á Íbúðalánasjóður að framfylgja? Það […]
Stjórnmálaflokkarnir flestir eru skuldum vafnir eins og skrattinn skömmunum. Það er gömul saga og ný að skuldunautar eru háðir þeim sem þeir skulda. Völd lánveitenda yfir skuldunautum eru mikil. Þeir geta sett skuldunautum sínum skilyrði meðan skuldir eru ekki greiddar. Hvar er staða stjórnmálaflokkanna gagnvart þeim aðiljum sem flokkarnir skulda fé? Er staða þeirra sem […]
Allar líkur eru á að eftirmæli David Camerons núverandi forsætisráðherra Bretlands verði „maðurinn sem breytti Stóra Bretlandi í Litla Bretland„!!!
„Björt framtíð“ hefur boðað stofnun nýs stjórnmálaafls á landsvísu. Vefsíða áhugafólks um bjarta framtíð verður opnuð í dag. Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu en ég veit að mikil vinna hefur verið unnin við undirbúning stjórnmálavettvangsins. En merkilegur andskoti er það hvernig fjölmiðlar vilja gera nýja stjórnmálaaflið að „Bezta flokknum“. Stjórnmálaaflið er nefnilega ekki […]
Það er rétt hjá Steingrími J. að yfirstjórn efnahagsmála eigi að vera í einu ráðuneyti en ekki mörgum. En alls ekki í fjármálaráðuneytinu eins og Steingrím langar heldur í efnahagsráðuneytinu. Fjármálaráðuneytið á síðan að fylgja efnahagsstefnunni í sínum aðgerðum. Efnahagsstefnu sem er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar í heild en í forsjá ráðherra efnahagsmála. Sá heitir Árni Páll […]