Vigdís Hauksdóttir er með eindæmum kröftugur og duglegur þingmaður.
Mér þykir vænt um Tímann. Þótt ég hafi byrjað blaðamannaferil minn á Morgunblaðinu þá var ég lungan úr mínum fjölmiðlaferli á Tímanum. Hjá snillingunum Indriða G., Ingvari Gíslasyni og fleirum. Ég hafði hugmyndir um að endurreisa Tímann sem annars vegar mánaðarrit og hins vegar sem vefrit. Vildi taka heitið „Tíminn“ á leigu af Framsóknarflokknum. Ég […]
Þvert á það sem andstæðingar Árna Páls Árnasonar innan Samfylkingarinnar töldu þá hefur spuni þeirra gegn efnahagsráðherranum styrkt stöðu Árna Páls. Þá styrkti Árni Páll sjálfur stöðu sína með yfirvegaðri og málefnalegri framkomu sinni í Silfri Egils. Árni Páll er að stimpla sig inn sem raunverulegur valkostur fyrir Samfylkingarfólk þegar Jóhanna hættir. Sem gerist væntanlega […]
Það var spilling í gangi á Íslandi fyrir hrun. Það er klárt. En spillingin er síst minni eftir hrun. Á mörgum sviðum er hún enn meiri en fyrir hrun. Við virðumst lítið hafa lært. Þetta er staðfest í árlegum lista Transparency International, samtaka sem berjast gegn spillingu.
Miðlungs íslenskur bloggari í Svíþjóð sem þekktur er fyrir sorakjaft og oft á tíðum tilhæfulausar og meiðandi áskanir í garð nafngreinds fólks vælir nú eins og stunginn grís yfir því að hann sæti málsókn vegna meiðyrða. Ofan í kaupið gerir hann málsóknina sér að féþúfu sem er reyndar í takt við fyrri tilraunir hans til að […]
Það eru ákveðin lágmörk sem unnt er að lifa við í heilbrigðisþjónustu í einstökum byggðalögum svo fjölskyldufólk treysti sèr til að búa þar. Nú stefnir í að þessu lágmarki hafi víða verið náð. Mögulega stefnir í það í Vestmannaeyjum. Er það ásættanlegt?
Árni Páll Árnason verður með pólitíska pálmann í höndunum ef Jóhanna og Steingrímur J. henda honum út út ríkisstjórn eins og kjaftasögur segja að sé á döfinni! Áframhaldandi „efnahagsstefna“ Steingríms og Jóhönnu mun nánast gefa íslensku efnahagslífi náðahöggið. Sök Árna Páls mun vera sú að segja sannleikann. Gagnrýna Steingrím fyrir skort á aðhaldi í ríkisfjármálum […]
Er forstjóri Fjármálaeftirlitsins – sem margir telja gersamlega óhæfan sem slíkur vegna vafasamrar fortíðar á fjármálamarkaði – að gefa Hæstarétti línuna í máli Lýsingar? Sérkennilegt að forstjórinn leggi sig fram um að draga fram afleiðingar dóms héraðsdóms fyrir fyrirtækið nú þegar ljóst er að Hæstiréttur mun fjalla um málið. Hefði ekki verið rétt að „halda […]
Stjórnmálaflokkarnir flestir eru skuldum vafnir eins og skrattinn skömmunum. Það er gömul saga og ný að skuldunautar eru háðir þeim sem þeir skulda. Völd lánveitenda yfir skuldunautum eru mikil. Þeir geta sett skuldunautum sínum skilyrði meðan skuldir eru ekki greiddar. Hvar er staða stjórnmálaflokkanna gagnvart þeim aðiljum sem flokkarnir skulda fé? Er staða þeirra sem […]
Þær væringar sem nú eru innan ríkisstjórnarinnar og VG skyldu þó ekki leiða til þess að Framsókn stækki en VG minnki? Ég heyrði Vigdísi Hauksdóttur bjóða Jóni Bjarnasyni og fylgismönnum hans velkomna í Framsóknarflokkinn og halda því fram að stór hluti VG fólks væri „framsóknarmenn“. Það væri kannske heppilegast fyrir íslensk stjórnmál að hinn nýji […]