Eftirlitsstofnun EFTA hefur gert athugasemdir við fyrirkomulag leiguíbúðalána Íbúðalánasjóðs. Stjórnvöld hafa 6 vikur að bregðast við athugasemdunum. Stjórnvöld hafa lausnin í höndum og hafa haft hana í höndum rúmt ár – en lausnin kemur fram í skýrslu vinnuhóps „Húsnæði fyrir alla“. Þar er ekki lögð til leið sértæks félagslegs húsnæðis eins og því miður virðist vera […]
Stjórnlagaráð hefur nú birt frumvarpsdrög að nýrri stjórnarskrá. Drögin er afrakstur vinnu stjórnlagaráðs hingað til en ráðið mun fjalla um frumvarpsdrögin á næstu dögum þar sem teknar verða fyrir breytingartillögur. Stjórnlagaráð hefur því ekki skilað af sér frumvarpi til stjórnarskrá í endanlegri mynd. Stjórnlagaráð hefur staðið sig með ólíkindum vel í vinnu sinni og hin […]
Það eru unnin þrekvirki í íþróttastarfi barna víðs vegar um land á hverju sumri þegar frábærlega tekst til með framkvæmd knattspyrnumóta yngri flokka þar sem fjölmargir sjálfboðaliðar og foreldrar vinna ómetanlegt starf í þágu æskunnar. Þessa helgina var það Breiðablik sem hélt eitt stærsta íþróttamót sumarsins þar sem stelpur á aldrinum 5 – 12 ára […]
Það er merkilegt hvað íþróttahreyfingin er reiðubúin að forsmá árangur barna með misskilinni jafnaðarmennsku og innleiða lögmál og aðferðir fjárhættuspilara gagnvart 6 ára börnum. Upplifði enn og einu sinni slíka forsmán á Símamóti Breiðabliks í dag. Það er í sjálfu sér ekki sök Breiðabliks sem fer eftir reglum KSÍ. Misskilningur íþróttaforystunnar felst í því að […]
Evrópusambandið hefur tekið fyrsta skrefið í aðlögunarferlinu að Íslandi – svo ég noti þekktan frasa stækra andstæðinga aðildarviðræðna Íslands að ESB. Evrópusambandið undirbýr nú að taka upp sjávarútvegsstefni í anda þeirrar stefnu sem ríkt hefur á Íslandi um nokkurt skeið. Um þetta segir á vef RÚV: „Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnir í dag tillögur sínar til úrbóta […]
Nú er tækifærið fyrir alla þá sem ekki hafa farið hinar eiginlegu Fjallabaksleiðir að nota tækifærið og skella sér austur í Skaftafellssýslur og njóta lífsins. Það er frábær upplifun að aka Fjallabaksleið nyrðri og á á Klaustri eða í Skaftafelli – halda áfram á Höfn eða inn í Lónsöræfi daginn eftir. Njóta náttúrunnar – og […]
Ef gengið er frá því í aðildarsamningi að regla Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika í sjávarútvegi muni gilda um Ísland þótt breytingar verði á þeirri meginreglu annars staðar í Evrópu þá er það rétt hjá Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að Ísland þurfi ekki sérstakar undanþágur í sjávarútvegi. En ef reglan um hlutfallslegan stöðugleika sem tryggir Íslendingum einum rétt til […]
Var á Akureyri. Er bæjarstjóri þar. Hef ekki heyrt um það. Hvað heitir hún? Hverra manna er hún? Er hún skyld einhverjum í meirihlutanum?
Á undanförnum misserum hefur ekki ríkt mikill friður og jafnrétti í VG. Þessu ætlar nýr formaður Ungra Vinstri Grænna greinileg að breyta. Í frétt visir.is segir um hinn nýja formann UVG: „Snærós leggur í sínu starfi mesta áherslu á friðarmál og jafnréttismál, og finnst blasa við að aukið jafnrétti leiði til aukins friðar og öfugt.“ […]
Ég heyri mikla ánægju meðal fjölmargra Samfylkingarmanna með málflutning Árna Páls Árnasonar efnahagsráðherra í sjávarútvegsmálum, en Árni Páll tekur ekki í mál að fórna arðsemi íslensks sjávarútvegs og tekur heildarhagsmuni íslensku þjóðarinnar fram fyrir pólitíska sérhagsmuni Jóns Bjarnasonar og Jóhönnu Sigurðardóttur. Hinir ánægðu Samfylkingarmenn vilja breytingar á fyrirkomnulagi sjávarútvegsins en eru – eðlilega – afar ósáttir við […]