Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 20.07 2011 - 13:22

Samvinnufélög lausn í húsnæðismálum

Eftirlitsstofnun EFTA hefur gert athugasemdir við fyrirkomulag leiguíbúðalána Íbúðalánasjóðs. Stjórnvöld hafa 6 vikur að bregðast við athugasemdunum. Stjórnvöld hafa lausnin í höndum og hafa haft hana í höndum rúmt ár – en lausnin kemur fram í skýrslu vinnuhóps „Húsnæði fyrir alla“. Þar er ekki lögð til leið sértæks félagslegs húsnæðis eins og því miður virðist vera […]

Þriðjudagur 19.07 2011 - 10:21

Óþroskað stjórnarskrárfrumvarp

Stjórnlagaráð hefur nú birt frumvarpsdrög að nýrri stjórnarskrá. Drögin er afrakstur vinnu stjórnlagaráðs hingað til en ráðið mun fjalla um frumvarpsdrögin á næstu dögum þar sem teknar verða fyrir breytingartillögur. Stjórnlagaráð hefur því ekki skilað af sér frumvarpi til stjórnarskrá í endanlegri mynd. Stjórnlagaráð hefur staðið sig með ólíkindum vel í vinnu sinni og hin […]

Sunnudagur 17.07 2011 - 16:46

Fótboltaþrekvirki unnið nær vikulega!

Það eru unnin þrekvirki í íþróttastarfi barna víðs vegar um land á hverju sumri þegar frábærlega tekst til með framkvæmd knattspyrnumóta yngri flokka þar sem fjölmargir sjálfboðaliðar og foreldrar vinna ómetanlegt starf í þágu æskunnar. Þessa helgina var það Breiðablik sem hélt eitt stærsta íþróttamót sumarsins þar sem stelpur á aldrinum 5 – 12 ára […]

Laugardagur 16.07 2011 - 21:39

Að forsmá árangur barna

Það er merkilegt hvað íþróttahreyfingin er reiðubúin að forsmá árangur barna með misskilinni jafnaðarmennsku og innleiða lögmál og aðferðir fjárhættuspilara gagnvart 6 ára börnum. Upplifði enn og einu sinni slíka forsmán á Símamóti Breiðabliks í dag. Það er í sjálfu sér ekki sök Breiðabliks sem fer eftir reglum KSÍ. Misskilningur íþróttaforystunnar felst í því að […]

Miðvikudagur 13.07 2011 - 10:47

ESB að ganga í Ísland

Evrópusambandið hefur tekið fyrsta skrefið í aðlögunarferlinu að Íslandi – svo ég noti þekktan frasa stækra andstæðinga aðildarviðræðna Íslands að ESB.  Evrópusambandið undirbýr nú að taka upp sjávarútvegsstefni í anda þeirrar stefnu sem ríkt hefur á Íslandi um nokkurt skeið. Um þetta segir á vef RÚV: „Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnir í dag tillögur sínar til úrbóta […]

Miðvikudagur 13.07 2011 - 00:12

Fjallabaksleið í dýrðina

Nú er tækifærið fyrir alla þá sem ekki hafa farið hinar eiginlegu Fjallabaksleiðir að nota tækifærið og skella sér austur í Skaftafellssýslur og njóta lífsins. Það er frábær upplifun að aka Fjallabaksleið nyrðri og á á Klaustri eða í Skaftafelli – halda áfram á Höfn eða inn í Lónsöræfi daginn eftir.  Njóta náttúrunnar – og […]

Mánudagur 04.07 2011 - 10:32

Sjávarútvegsstefnu ESB í aðildarsamning

Ef gengið er frá því í aðildarsamningi að regla Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika í sjávarútvegi muni gilda um Ísland þótt breytingar verði á þeirri meginreglu annars staðar í Evrópu þá er það rétt hjá Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að Ísland þurfi ekki sérstakar undanþágur í sjávarútvegi. En ef reglan um hlutfallslegan stöðugleika sem tryggir Íslendingum einum rétt til […]

Mánudagur 04.07 2011 - 10:09

Er bæjarstjóri á Akureyri?

Var á Akureyri. Er bæjarstjóri þar. Hef ekki heyrt um það. Hvað heitir hún? Hverra manna er hún? Er hún skyld einhverjum í meirihlutanum?

Fimmtudagur 30.06 2011 - 15:18

Loks friður og jafnrétti í VG?

Á undanförnum misserum hefur ekki ríkt mikill friður og jafnrétti í VG. Þessu ætlar nýr formaður Ungra Vinstri Grænna greinileg að breyta. Í frétt visir.is segir um hinn nýja formann UVG: „Snærós leggur í sínu starfi mesta áherslu á friðarmál og jafnréttismál, og finnst blasa við að aukið jafnrétti leiði til aukins friðar og öfugt.“ […]

Mánudagur 27.06 2011 - 12:02

Árni Páll leiðréttir kúrsinn

Ég heyri mikla ánægju meðal fjölmargra Samfylkingarmanna með málflutning Árna Páls Árnasonar efnahagsráðherra í sjávarútvegsmálum, en Árni Páll tekur ekki í mál að fórna arðsemi íslensks sjávarútvegs og tekur  heildarhagsmuni íslensku þjóðarinnar fram fyrir pólitíska sérhagsmuni Jóns Bjarnasonar og Jóhönnu Sigurðardóttur. Hinir ánægðu Samfylkingarmenn vilja breytingar á fyrirkomnulagi sjávarútvegsins en eru – eðlilega – afar ósáttir við […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur