Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Föstudagur 06.03 2015 - 17:55

Túlkunarsvigrúm ESB/EES og Sigrúnar Magnúsdóttur

Flest öll ríki innan EES – Evrópska efnahagssvæðisins – nýta sér það svigrúm sem túlkun á reglum og tilskipunum ESB/EES gefur – ríkjum sínum í hag. Eðlilega. Það hefur ekkert með málfræðilega túlkun að gera. Enda þarf ekki að leita út fyrir íslenskuna og Ísland til að sjá mismunandi túlkun á lögum og reglugerðum. Það […]

Föstudagur 20.02 2015 - 19:26

Sprengir fjalldrottning sig fyrir ISIS?

Er raunveruleg hætta á því að íslensk „fjalldrottning“ sprengi sig í loft upp í sjálfsmorðsárás fyrir ISIS? Veit að þetta er viðkvæmt umfjöllunarefni. En það er staðreynd að ungar konur – þess vegna vel menntaðar og uppaldar í Evrópu – eru reiðubúnar að fórna lífi sínu í sjálfsmorðsárás. Þeim er „launað“ með því að vera […]

Laugardagur 24.01 2015 - 18:50

Samvinnuháskóli Borgarfjarðar

Hugmyndir um sameiningu háskóla á landsbyggðinni geta styrkt bæði háskólamenntun og einstök byggðasvæði. En þá þarf að vanda sig! Menntamálaráðherra hefur nú sett fram hugmyndir að sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskólans á Hólum. Þessar tillögur ber að skoða með opnum huga. Sameining Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Háskólans á Bifröst er borðliggjandi. […]

Fimmtudagur 15.01 2015 - 20:09

Samvinnurekstur er framtíðin!

Samvinnurekstur er framtíðin. Ef stjórnmálamenn hafa vit á því að gera nauðsynlegar breytingar á lögum um samvinnufélög svo samvinnurekstur sé jafn hagstætt rekstrarform og rekstur hlutafélaga sem í dag er lagalega – en ekki siðferðislega – betra rekstrarform. Núverandi lagaumhverfi útilokar til dæmis að tiltölulega lítill hópur sérfræðinga geti stofna heilbrigt samvinnufélag um sameiginlegan rekstur sinn […]

Fimmtudagur 11.09 2014 - 13:07

Hvar eru Símapeningarnir?

Nú á að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Gott og vel. Treysti þvi að söluverðmætinu verði vel varið. En þá vaknar gömul spurning. Hvar eru Símapeningarnir?

Mánudagur 07.07 2014 - 20:58

Hjarðhugsun og danska leiðin!

Flest stærstu mannlegu slys mannkynssögunnar hafa verið vegna hjarðhugsunar (groupthink) .  Við Íslendingar höfum fengið okkar skerf af slíkum mistökum. Nú virðist enn eitt hjarðhugsunarslysið í uppsiglingu. Það er hin „frábæra“ leið í fjármögnun húsnæðiskerfisins – hin guðdómlega „danska leið“ sem forseti ASÍ lagði til fyrir einhverjum misserum síðan og margir hafa mært síðan. En enginn […]

Sunnudagur 29.06 2014 - 13:30

Höfuðstöðvar ÍLS á Krókinn!

Það er rétt ákvörðun hjá ríkisstjórninni að færa höfuðstöðvar Fiskistofu út á land. Hún hefur ekkert að gera á höfuðborgarsvæðinu. Reyndar hefði ég viljað sjá höfuðstöðvarnar fluttar á Ísafjörð, Seyðisfjörð eða Hornafjörð frekar en Akureyri, en það er annað mál. 101 Reykjavík skelfur dálítið við þessa ákvörðun. En það  mun fljótt jafna sig. Auðvitað er […]

Föstudagur 30.05 2014 - 18:38

Hættur á Útvarpi Sögu vegna íslam

Undanfarna þrjá mánuði hef ég unnið að uppbyggingu fréttavefjar Útvarps Sögu. Það hefur verið skemmtilegt, en erfitt, tímafrekt og krefjandi starf. Ég hef skrifað fréttir upp úr ævintýralega fjölbreyttum viðtölum við fólk hvaðanæva úr samfélaginu sem hafa verið gestir hins frábæra útvarpsmanns Markúsar Þórhallssonar í morgunútvarpinu, Péturs Gunnlaugssonar og Erlings Más Karlssonar í síðdegisútvarpinu og […]

Fimmtudagur 29.05 2014 - 13:09

Moskumálið styrkir Samfó og Framsókn

Sú ofurháhersla sem stóra moskumálið hefur fengið í fjölmiðlum hefur haft tvennt í för með sér. Það kom Framsóknarflokknum og oddvita hans í umræðuna og gegndarlausar árásir á oddvitan hafa orðið til þess að fylgi hennar hefur aukist mjög. Réttmæt gagnrýni á orð hennar hefur í mörgum tilfellum breyst í hreina og klára hatursumræðu – […]

Föstudagur 23.05 2014 - 21:40

Guðfinna Jóhanna á að taka við sem oddviti xB strax!

Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur forsmáð það sem Framsóknarflokkurinn hefur staðið fyrir um áratugaskeið. Umburðalyndi og samvinnu. Vissulega hafa einstaka sinnum flokksbrot misst sig aðeins í átt til óheilbrigðrar þjóðernishyggju en hjarta flokksins hefur hins vegar verið heilbrigð þjóðhyggja sem tekur öðrum opnum örmum og fagnað fjölbreytileika. Núverandi oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík sem hafði mörg […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur