Maður hefði ætlað að stjórnmálaafl sem náði flugi á öldu lýðræðisbyltingar þar sem almenningur í Reykjavík reis gegn hefðbundnum stjórnmálaflokkum í lýðræðislegum kosningum hefði lokið einnar einingar áfanganum „101 lýðræði“. Svo er ekki. Almenningur í Grafarvogi tók Gnarr og bakhjarl hans í borgarstjórn í núlláfanga í lýðræði í dag. Á sama hátt og gömlu flokkarnir áttu […]
Þegar ég var að velja mér stjórnmálaflokk að starfa með fyrir nærri þremur áratugum síðan – þá gekk ég kerfisbundið til verks. Kynnti mér stefnur og sótti fundi. Var svag fyrir Kvennaframboðinu – en hóf vegferðina með það að markmiði að koma hugmyndum mínum á framfæri og taka virkan þátt í pólitísku starfi. Þar sem ég var […]
Evrópusambandið virðist hafa tekið ómakið af íslensku samninganefndinni hvað varðar að tryggja hagsmuni íslensks sjávarútvegs með nýrri reglugerð sem kveður á um að aðildarríki Evrópusambandsins geti ákvarðað einhliða hámarksafla úr stofnum sem eru alfarið nýttir af viðkomandi ríki. Allir staðbundnir fiskistofnar við Ísland eru einungis nýttir af Íslendingum og munu ekki verða aðgengilegir öðrum þótt […]
Afstaða bændaforystunnar til Evrópusambandsins hefur yfir sér sterkan trúarlegan blæ. Trúarsetningin er „Ísland utan ESB“ og trúarbragðastríðið felst í því að berjast gegn aðildarviðræðum að Evrópusambandinu. Fyrir trúarleiðtogana skiptir engu hvert innihald aðildarsamnings verður. Aðildarsamningurinn er af hinu illa hvernig sem hann verður . Trúarleiðtogarnir berjast gegn mögulegum jákvæðum niðurstöðum á sama hátt og í öðrum trúarbrögðum. […]
Í dag hefst fastan. Sú skemmtilega hefð hefur skapast á Íslandi að á föstunni eru Passíusálmar Hallgríms Péturssonar lesnir. Það er hollt fyrir okkur nútímafólkið að lesa þennan merka skáldskap og margir viskumolar sem ættu að vekja okkur til umhugsunar. Í tilefni dagsins ákvað ég að birta fyrsta sálm Passíusálmanna – „Um herrans Kristí útgang […]
Evrópuvettvangurinn – EVA – verður heiti nýs þverpólitísks samstarfsvettvangs áhugafólks sem vilja opna og lýðræðislega umræðu í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu. Boðað var til fyrsta undirbúningsfundar þann 22. febrúar og mættu þá á fjórða tug fólks sem lagði línurnar fyrir framhaldið. Undirbúningshópar voru myndaðir og hafa þeir unnið ötullega að undirbúningi stofnunar samstarfsvettvangsins. Niðurstaða […]
Egypskar konur voru áberandi í baráttunni fyrir alvöru lýðræði í Egyptalandi – baráttu sem varð til þess að Mubarak hrökklaðist frá völdum og ný ríkisstjórn tók við völdum – til bráðabirgða þó. Það er áhyggjuefni að í nýju ríkisstjórninni er einungis ein kona – og embætti hennar er ráðuneyti alþjóðlegra þróunarmála. Á alþjóðadegi kvenna er ljóst að „stóru strákarnir“ […]
Alveg er það frábært að fylgjast með hraðri þróun kvennafótboltans á Íslandi – og ekki hvað síst sterku landsliði sem hefur á nokkrum dögum lagt nokkrar sterkustu knattspyrnuþjóðir heims. Nú er það úrslitaleikurinn við Bandaríkin á miðvikudag! Silfrið á Algarver mótinu er tryggt. Gullið möguleiki! Frábær árangur.
Það er eðlilegt og nauðsynlegt að bændur og samtök þeirra hafi efasemdir um mögulega inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að bændur og samtök þeirra leggi áherslu á að staða og framtíð íslensks landbúnaðar sé tryggð – hvort sem Ísland gengur í Evrópusambandið eða ekki. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að bændur byggi […]
„Sjálfhverfir júristar og sægreifar hafa verið áberandi í líflegri umræðu um sameign þjóðarinnar á auðlindum Íslands. Sægreifarnir sjálfhverfu hafa látið sem fiskurinn í sjónum sé eina náttúruauðlind Íslendinga og að þeir hafi nánast yfir að ráða þinglýstu afsali af hverri einustu styrtlu innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Sjálfhverfu júristarnir hafa látið sem þeir ættu sjórnarskránna. Hvoru tveggja er […]