Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 04.05 2014 - 17:06

Misskilningurinn með Bjarta framtíð

Það er með ólíkindum hversu víðtækur misskilningur er í gangi með Bjarta framtíð. Óskhyggja frústreraðra vinstri sinna virðist ofaná í umræðunni. Þá langar svo mikið að Björt framtíð sé vinstri flokkur. Trúa áróðri hefðbundinna miðhægrimanna sem reyna að telja fólki trú um að Björt framtíð sé útibú frá Samfylkingunni. Það er bara misskilningur. Ef kafað […]

Föstudagur 07.03 2014 - 18:57

Möguleg fjármögnun húsnæðiskerfisins

Á vormánuðum árið 2010 skilaði starfshópur á vegum félagsmálaráðherra tillögum að umræðuskjali um framtíð íslenska húsnæðiskerfisins. Þeim ráðherra var reyndar sparkað uppá við til að losna við hann úr félagsmálaráðuneytinu og síðan út úr ríkisstjórninni.  Umræðuskjalinu var jafnframt hent í ruslið af arftakanum og embættismanni í félagsmálaráðuneytinu sem var því ekki alveg sammála. En tillögurnar […]

Föstudagur 07.02 2014 - 14:36

Afnám þrepaskiptingar?

Hvenær ætlar Bjarni Ben að afnema þrepaskiptinguna í skattakerfinu?

Miðvikudagur 05.02 2014 - 22:33

Ég vil konur!

Mér finnst að hið opinbera eigi að setja það skilyrði að á næstu fjórum árum verði að minnsta kosti önnur hver stjórnendastaða sem skilgreind er sem opinbert embætti skipuð konu.

Mánudagur 03.02 2014 - 22:01

Inn í ESB eða út úr EES?

Núverandi staða Íslands gagnvart Evrópu er klúður. Þótt EES samningurinn hafi verið okkur lengst af góður þá gengur ekki að Alþingi sé áhrifalaus afgreiðslustofnun fyrir tilskipanir frá Evrópusambandinu. EES samningurinn skerti fullveldi Íslands þótt hann hafi veitt þegnum landsins miklar réttabætur á mörgum sviðum og tryggt efnahagslega stöðu þess! Íslendingar þurfa að velja hvora leiðina […]

Laugardagur 01.02 2014 - 15:26

Árlegar þjóðaratkvæðagreiðslur!

Það á að kjósa einu sinni á ári. Að vori. Til Alþingis á 4 ára fresti. Alþingi á ekki að vera unnt að rjúfa frekar en bæjarstjórnir. Þess vegna er unnt að hafa Alþingiskosningar og sveitarstjórnarkosningar á fastsettri dagsetningu. Samhliða Alþingiskosningum og samhliða sveitarstjórnarkosningum á að gefa kost á þjóðaratkvæðagreiðslum um hin mismunandi mál. Nú […]

Miðvikudagur 29.01 2014 - 20:10

Traust Samfylkingarfólk!

Mér finnst Dagur B. Eggertsson tvímælalaust eiga að leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ég veit að hann getur orðið góður borgarstjóri. Reyndar finnst mér hann nú vera orðinn fullþroska stjórnmálamaður sem getur tekið að sér hvaða hlutverk sem er á sviði stórnmálanna. Það er ekki þar með sagt að ég ætli að kjósa hann eða […]

Miðvikudagur 29.01 2014 - 18:56

RÚV og afar góðir menn!

Það er mikil eftirsjá af Pétri Gunnarssyni úr útvarpsráði.   Það að gagnrýna Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn fyrir að breyta samsetningu útvarpsráðs á þennan hátt sem gert var er réttmætt.  Það má fella þetta undir valdníðslu. Þeir sem telja þenan gjörning rangan eiga að sjálfsögðu að gagnrýna þann gjörning. En ráðast að þeim sem tekur sæti […]

Sunnudagur 26.01 2014 - 20:54

Verðtryggjum launin!

Það er einfalt að verðtryggja launin gagnvart húsnæðislánum. Með því að taka upp evru.

Föstudagur 24.01 2014 - 20:04

Ólögmætt uppgreiðslugjald

Húsnæðislán eru neytendalán. Það kemur margoft fram í umfjöllun um verðtryggingu húsnæðislána. Enda skilgreindi Alþingi húsnæðislán sem neytendalán á sínum tíma þegar Evróputilskipun um slík lán var útfærð á Alþingi.  Uppgreiðslugjald á neytendalán er því óheimilt nema á því sé sérstaklega tekið í sérlögum.  Sem gert er sérstaklega um heimild félagsmálaráðherra til að setja á […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur