Miðvikudagur 4.9.2013 - 21:35 - 42 ummæli

R-lista lím í ríkisstjórnina?

Ríkisstjórnin er ekki eins þétt og menn kannske halda. Ekki frekar en R-listinn á sínum tíma. En ríkisstjórnin getur staðið þétt saman ef rétt er haldi á málum. Eins og R-listinn á sínum tíma. Ríkisstjórnin getur orðið sterk í tvö kjörtímabil. Eins og R-listinn á sínum tíma.

En til þess þarf sterkt lím. R-lista lím.

Er ekki rétt að nota R-lista límið í ríkisstjórnina?

Það vita það allir að Sigrún Magnúsdóttir var límið í R-listanum. Enda féll R-listinn eftir að hún hætti.

Dettur einhverjum heilvita Framsóknarmanni sem enn starfar að gera Sigrúnu Magnúsdóttur EKKI að næsta ráðherra Framsóknarflokksins í ríkisstjórn?

Ef Framsókn vill halda ríkisstjórninni saman þá leiða þeir Sigrúnu Magnúsdóttir inn í ríkisstjórn. Hvað sem hún sjálf segir.

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 22.8.2013 - 23:36 - 4 ummæli

Norsk sýn á félagslegt frjálslyndi

Í áratugi hef ég aðhyllst félagslegt frjálslyndi. Mitt grunnstef í stjórnmálum lagði ég árið 1986 í setningu sem ég hef ekki kvikað frá: „Frelsi með félagslegri ábyrgð“. Þetta grunnstef er einnig að finna í grunnsáttmála hins frjálslynda miðjuflokks Venstre í Noregi sem nú er í miðri kosningabaráttu í Noregi. Hjá þeim er það svona:

1. Friheten skal gjelde overalt, for alle

Liberalismens mål er enkeltmenneskets frihet. Venstre vil utvide den enkeltes mulighet til å ha makten i eget liv – uavhengig av kjønn, livssituasjon og bakgrunn. Vi hviler først når friheten gjelder overalt, for alle.

2. Det personlige ansvaret er ufravikelig

Alle har ansvar for egne valg. For Venstre er dette like grunnleggende som retten til frihet. Vi er overbevist om at den som gis anledning til å ta ansvar, griper muligheten – og gjennom det vinner økt verdighet og frihet. De som trenger samfunnets hjelp til å leve et verdig liv, skal få det.

3. Alle har ansvar for hverandre, for miljøet og for kommende generasjoner

Alle har ansvar for hverandre og for å sikre at kommende ge­nerasjoner har samme muligheter til frihetsutfoldelse som oss. Vi plikter å hjelpe andre med å sikre forutsetningene for frie liv, blant annet gjennom å bygge sterke felles institusjoner, ved å bekjempe fattigdom og ved å respektere naturens egenverdi og bærekraft.

4. Virkelig frihet forutsetter felleskap og rettferdighet

En fri verden kjennetegnes av rettferdighet, verdighet og muligheter for alle. Frie samfunn har lokale, nasjonale og globale felleskapsinstitusjoner og et godt sikkerhetsnett for alle. Frie samfunn er rettferdige og åpne – der enhver person med de nødvendige evner og innsatsvilje skal kunne nå enhver posisjon i samfunnet.

5. Alle er likeverdige, men ingen er like

Liberalismen er raus. For Venstre er det en verdi i seg selv at mennesker er ulike og tar ulike valg. Respekten for ulikhet inkluderer fordi den innebærer nysgjerrighet i møte med det ukjente, og toleranse for at det gode liv ikke er likt for alle. Toleranse betyr respekt, ikke likegyldighet eller feighet.

6. Politikk skal fremme livskvalitet og menneskelig vekst

Det liberale engasjementet for frihet går lengre enn å sikre alle materiell trygghet og velstand. Overalt i verden kjennetegnes det gode liv av mer enn det materielle – av kultur og åndsliv, frivillig arbeid og læring. Liberal politikk skal sikre dette som reelle muligheter for alle i et samfunn.

7. Politisk makt skal komme nedenfra

Politisk makt og styring skal forankres i demokratiske institusjoner med stemmerett for alle. Demokrati, ytringsfrihet, organisasjonsfrihet, og trosfrihet er grunnleggende liberale rettigheter. De viktigste avgjørelsene som gjelder fellesskapet, skal tas av folkevalgte organer.

8. Makt skal spres og balanseres

Et liberalt samfunnssystem består av fire bærebjelker:

Demokratiet, rettsstaten, det sivile samfunn og markedsøkonomien. Venstre er opptatt av å sikre disse institusjonenes åpenhet, uavhengighet og samspill. Spredning av makt og åpenhet om maktutøvelse er nødvendig for å hindre autoritær politikk, maktmisbruk og korrupsjon.

9. Den liberale staten er upartisk, sterk og begrenset

Den liberale staten må bygge sterke fellesskapsinstitusjoner for å sikre frihet og muligheter for alle, uten å frata den enkelte ansvar. Staten må være nøytral overfor livssyn.

Den liberale statsmakten må respektere begrensninger i egen makt, og dens systemer skal være enkle og tilgjengelige for borgeren. Staten har et spesielt ansvar for å verne om mind­retallets rettigheter. For liberale er det forskjell på det vi ikke liker og det vi vil forby.

10. Liberalismen er optimistisk og alltid underveis

Det liberale samfunnet er alltid underveis og åpent for bedre løsninger, skapt gjennom kraften i de bedre argumenter og gjennom mennesker som får brukt evnene sine. Venstres opti­misme er grunnlagt på en sterk tillit til menneskenes skaperkraft og en tro på at det i fellesskap er mulig å leg for frie liv, overalt ­ for alle.

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 20.8.2013 - 15:56 - 16 ummæli

Að sjálfsögðu þjóðaratkvæði

Að sjálfsögðu á að vera þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald eða áframhald ekki á aðildarviðræðum að Evrópusambandinu.

Að sjálfsögðu á sú atkvæðagreiðsla að fara fram samhliða komandi sveitarstjórnarkosningum.

Að sjálfsögðu á að halda áfram aðildarviðræðum ef sú verður niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Að sjálfsögðu á að slíta aðildarviðræðum að Evrópusambandinu verði það niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Að sjálfsögðu þarf að fá niðurstöðu í málið ekki seinna en næsta vor.

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 19.8.2013 - 18:29 - 8 ummæli

Gunnar Bragi í gapastokknum

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra situr nú í gapastokknum eftir að Árni Páll Árnason beindi að honum fáeinum spurningum um stöðu aðildarviðræðna að Evrópusambandinu!

Ekki vegna þess hvaða skoðanir Gunnar Bragi hefur á aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þær hafa alla tíð verið skýrar. Hann vill bara alls ekki ganga í Evrópusambandið og vill gera allt til þess að koma í veg fyrir slíkt.

Ekki vegna þess að Gunnar Bragi gangi gegn stefnu eigin flokks í Evrópumálum nú eins og hann gerði sem þingmaður 2009 – 2011 þegar stefna Framsóknarsflokksins var að ganga til aðildarviðræðna og að þjóðin tæki ákvörðun um aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Því stefna Framsóknarflokksins frá því 2013 er skýr:

“ Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“

Ekki vegna þess að Gunnar Bragi túlkar stefnuna um að „Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu“  þannig að það þurfi ekkert að halda þjóðaratkvæðagreiðslu – heldur að ef flokkurinn ætli að taka þátt í því að ganga lengra í aðildarviðræðum þá verði fyrst að halda þjóðaratkvæðagreiðslu – sem reyndar var ekki skilningur þúsunda kjósenda Framsóknarflokksins sem hélt að slíka þjóðaratkvæðagreiðslu ætti að halda og það við fyrsta tækifæri.

Nei.

Gunnar Bragi er í gapastokknum vegna þess að spurningar Árna Páls undirstrika að mikill vafi leikur á að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hafi haft lögformlegt umboð til þess að stöðva aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þann hátt sem Gunnar Bragi hefur gert að eigin sögn – og viðbrögð Evrópusambandsins með afturköllun hinna mikilvægu IPA styrkja virðist staðfesta.

Staða Gunnars Braga er því ekki góð – nema meðal heittrúuðustu andstæðinga aðildarumsóknar Íslands að ESB.

Því þangað til annað kemur í ljós þá virðist Gunnar Bragi annað hvort hafa farið langt út fyrir valdheimildir sínar sem utanríkisráðherra og er í klípu þess vegna – eða þá að hann segir ekki rétt frá því hver eiginlega staða aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu er.

En eins og á öldum áður þar sem gapastokksdvöl þeirra sem þar sátu vegna skoðanna sinna gat styrkt baráttuanda þeirra sem voru sama sinnis – þá er hætt við að gapastokksdvölin styrki stöðu Gunnars Braga meðal þeirra sem eru honum sama sinnis í hatrammri baráttu gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Þannig að þótt Árni Páll hafi komið Gunnari Braga í gapastokkinn þar sem hluti almúgans mun hæðast að honum – þá er Gunnari Braga að líkindum alveg sama. Og hatrömm barátta Gunnars Braga gegn því að þjóðin fái að taka afstöðu til þess í þjóðaratkvæðagreiðslu á grundvelli aðildarsamings mun væntanlega einungis harðna í kjölfarið.

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 15.8.2013 - 09:22 - 17 ummæli

Skerum niður RÚV

Það á að skera verulega niður í rekstri RÚV og endurskipuleggja fyrirkomulag við gerð dagskrárefnis fjámögnuðu af opinberu fé. Ekki vegna þess að Vigdís Hauksdóttir er ekki sátt við fréttaflutning Ríkisútvarpsins og umfjöllun Spegilsins. Heldur vegna þess að Ríkisútvarpið getur uppfyllt hlutverk sitt með miklu minni umsvifum en nú eru hjá þessari ágætu ríkisstofnun.

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 14.8.2013 - 19:29 - 4 ummæli

Bezti og Næstbestiflokkurinn

Það kemur ekki á óvart að Bezti flokkurinn bjóði aftur fram í næstu borgarstjórnarkosningum. Fólkið sem í honum starfar hefur sýnt það og sannað að það á fullt erindi í íslensk stjórnmál.  Það hefur staðið sig vel.

Borgarstjórinn hefur náð fram markmiðum sýnum um að nýta stöðu sína fyrir mikilvæga samfélagsgagnrýni sína eins og ég lýsti í pistli mínum „Hirðfíflið Jón Gnarr“.

Reyndar hafa flest óháð framboð sem náðu fulltrúum í sveitarstjórnir vítt og breytt um landið staðið sig vel.

Því er það sorglegt að horfa upp á lélega eftirhermu Bezta flokksins – „Næst besta flokkinn“ í Kópavogi.

Ólíkt Bezta flokknum í Reykjavík þá eru litlar líkur á að „Næst besti flokkurinn“ nái manni inn í bæjarstjórn Kópavogs að óbreyttu.  Enda ber eftirherman í oddvitasætinu skuldlaust ábyrgð á núverandi meirihluta í Kópavogi. Sem reyndar er hinn ágætasti meirihluti sem staðið hefur sig vel!

Þannig að kannske hefur „Næst besti flokkurinn“ áorkað einhverju – þrátt fyrir allt …

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 10.8.2013 - 23:06 - 40 ummæli

Aðlögun Sviss að ESB

Sviss ákvað að taka ekki þátt í EES.  Sviss ákvað að taka ekki þátt í  ESB. Sviss hefur hins vegar nánast aðlagað allt sitt regluverk að ESB. Án IPA styrkja.

Ísland er í EES. Ísland hefur ekki aðlagað regluverk sitt að regluverki ESB.Og vill ekki IPA styrki til þess.

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 7.8.2013 - 09:50 - 15 ummæli

Vanstilltir „vinir“ Gnarr

Vanstilltir „vinir“ Jóns Gnarr borgarstjóra hafa verið að missa sig yfir pistlakorni sem ég skrifaði á dögunum.  Í pistlinum er ég að hrósa borgarstjóranum fyrir það hvernig honum hefur tekist að brjótast út úr hefðbundnu hlutverki borgarstjóra til að koma mikilvægum og umdeildum skoðunum sínum á framfæri til að vekja afar nauðsynlega umræðu um margvísleg málefni sem oftar en ekki hafa verið tabú.  Og það án þess að setja niður hefðbundið hlutverk borgarstjóra.

Í pistlinum hrósa ég Jón Gnarr einnig fyrir stjórnunarstíl sinn sem byggir á útdeilingu verkefna borgarstjóra til öflugs samstarfsfólks síns þegar það á við. Einnig undirstrika ég í pistlinum að Jón Gnarr standi sig einnig sem „hefðbundinn“ borgarstjóri.

Þetta geri ég með einfaldri myndlikingu sem meira að segja er útskýrð í pistlinum.

En sumir vanstilltir vinir „Gnarr“ virðast nánast froðufella yfir þessum hróspistli mínum og hella skálum reiði sinnar með sérkennilegum, nánast hatursfullum athugasemdum, rangfærslum og persónulegu skítkasti. Fyrir utan grófum rangfærslum um mál sem koma Jóni Gnarr og borgarmálum ekkert við. Þetta á einnig við athugasemdir við pistilinn á fésbókinni.

Í tilfellum var ljóst að fólk hafði ekki lesið pistilinn – einungis lokkandi fyrirsögnina.

Því ákvað ég að svara hinum vanstilltu „vinum“ Gnarr – kanna hvort þeir hefðu lesið pistilinn – og í dáraskap mínum svaraði síðan sumum hinum forhertu í sömu mynt.

Ég er dálítið hugsi yfir þessum ofsafengnu viðbrögðum. Ekki það að ég hef séð ýmislegt í athugasemdakerfum samfélagsmiðlanna. En ég er hugsi yfir því með hvaða hætti margir virðast lesa pistlana mína. Þeir gera það eins og skrattinn les Biblíuna.  Sumt fólk les ekki það sem stendur. Heldur er það með fyrirfram ákveðna, neikvæða skoðun á því sem ég hef fram að færa og velur að túlka skrif mín á eins neikvæðan hátt og unnt er jafnframt því að gera mér upp skoðanir.  Sem reyndar er ekkert nýtt.

Ég er að reyna að finna hvernig draga skal lærdóm af þessu – en gengur illa …

En yfir til Jóns Gnarr borgarstjóra og raunverulegra vina hans – þess stóra hóps afar hæfs fólks sem hefur staðið sig vonum framar í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar og víðar.

Ég hef stundum gagnrýnt verk embættismanna og meirihlutans í borgarstórn og persónugert það í Jóni Gnarr – þar sem hann er jú borgarstjóri .  Á sama hátt og ég gagnrýndi það sem miður fór hjá borginni undir fyrri borgarstjórum.  Meira að segja þegar ég sjálfur var hluti stjórnkerfisins sem varaformaður og formaður nefnda.

En á sama hátt þá hef ég líka hrósað því sem vel hefur verið gert – og persónugert það í Jóni Gnarr – þar sem hann er jú borgarstjóri.

Ég fjallað um það fyrir kosningar að ekki mætti vanmeta Bezta flokkinn.  Hann væri hópur hæfs fólks með hugmyndir sem fyllilega ættu rétt á sér. Á það bæri að hlusta.

Og ég fjallaði um það eftir kosningar að til valda væri komin hópur öflugs fólks sem alla burði hefði til að standa sig vel og verða öflugir stjórnmálamenn. Tiltók þá sérstaklega Óttarr Proppé og Einar Örn Benediktsson. Þá fékk ég reyndar athugasemdir frá öðrum aðiljum en vanstilltum „vinum“ Jóns Gnarr – en það er annað mál 🙂

Nú er Óttar Proppé kominn á þing 🙂

 

Hróspistillinn um Jón Gnarr

 

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 2.8.2013 - 17:46 - 54 ummæli

Hirðfíflið Jón Gnarr

Jón Gnarr er ekki hefðbundinn borgarstjóri þótt hann beri það starfsheiti. Jón Gnarr er miklu frekar hefðbundið hriðfífl eins og þau gerðust best við hirðir einvalda fortíðar. Það er stærsti kosturinn við borgarstjóran Jón Gnarr.

Sem betur fer fyrir Reykvíkinga þá er fullt af hæfu fólki kring um borgarstjórann Jón Gnarr til að sjá um hinar hefðbundu skyldur borgarstjóra. Ekki síst hinn „eiginlegi“ borgarstjóri Björn  Blöndal. Sem er algerlega á réttum  stað sem slíkur titlaður aðstoðarmaður borgarstjórna. Við hefðum aldrei kosið hann í þá stöðu þótt hann sé góður í henni J

Það gefur Jón Gnarr mikilvægt frelsi því hann getur þannig einbeitt sér að því sem hann er bestur í.  Að vera hirðfífl í stöðu kóngs!

Málið er nefnilega að hirðfífl við hirðir einvalda fortíðar voru að líkindum oft mikilvægustu málsvarar almennings og hugmynda þeirra. Ekki síst nýrra hugmynda þeirra  Og meira en það. Þau voru þeir einu sem gátu gagnrýnt viðurkennd viðhorf án þess að missa höfuðið – þótt það henti reyndar stundum!

Því hirðfíflin gátu sagt og gert það sem aðrir gátu ekki. Þau gátu gagnrýnt og þau gátu stundum gengið of langt í gagnrýninni.  Í „fíflaskap“.

Hirðfíflið Jón Gnarr gerir einmitt það. Hann gagnrýnir og skapar umræðu. Hann gengur stundum of langt – en það er betra en að þegja. Hann gerir það í ham hirðfíflsins.  Ekki í ham borgarstjórans.

Því  hvað sem menn segja um hirðfíflið Jón Gnarr – þá stendur hann sig einnig þegar hann er í ham hins hefðbundna borgarstjóra þegar þess er þörf. Þess á milli sér Björn Blöndal um hefðbunda borgarstjórastarfið sem fellur honum betur en Jóni Gnarr

Hirðfíflið Jón Gnarr er því algerlega á réttum stað á réttum tíma. Borgastjóri Reykjavíkur.  Jón Gnarr hefur þannig toppað mikilvæg hirðfífl fyrri tíma og aukið þannig áhrif sín sem slíkur.  Hann er hirðfífl í stöðu kóngs!

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 24.7.2013 - 22:53 - 12 ummæli

RÚV á að vera pólitískt útvarp!

Ríkisútvarpið á að vera pólitískt útvarp.  Ekki í fréttaflutning eða vali á „fréttum“ eins og stundum hefur tíðkast. Heldur á það – sem „útvarp allra landsmanna“ – að vera trygg rás pólitískra samtaka til landsmanna.

Staðreyndin er sú að „óháðir fjölmiðlar“ – sem eru bara alls ekki óháðir – eru miklu verri pólitískir fjölmiðlar en til dæmis gömlu pólitísku blöðin:  Mogginn, Alþýðublaðið, Tíminn og Þjóðviljinn. Ekki flokkspólitískir beint – heldur pólitískir á annan og að sumu leyti óheiðarlegri hátt en „gömlu“ blöðin.

Það vissu allir með hvaða gleraugum ætti að lesa Moggann, Alþýðublaðið, Tímann og Þjóðviljann. Hver og einn gat tekið eigin afstöðu til umfjöllunar þessara frábæru blaða – vegna þess að þeir vissu hvaðan þau komu og fyrir hvern þeir voru að skrifa. Það er pólitískt.

Í gömlu góðu dagana var Ríkisútvarpið hlutlægt . Þótt þar væru fréttamenn eins og Alþýðuflokksmennirnir Eiður Guðnason og Árni Gunnarsson, Framsóknarmaðurinn Magnús Bjarnfreðsson, Sjálfstæðismennirnir Jón Hákon Magnússon og Hallur Hallsson, vinstri maðurinn Ögmundur Jónasson – svo ég taki nokkur dæmi. Það var pólitískt jafnvægi.

Það jafnvægi er löngu horfið í nafni „Óháðs, hlutlags (sic) Ríkisútvarps“.

Og í dag reyna Mogginn og 365 að þykjast vera „óháðir“ fjöllmiðlar og´“ópólitískir“.  Líka RÚV 🙂

Ætla ekki að ræða DV – sem er þekkt fyrir algerlega ópólitískt níð um sérvalda stjórnmálamenn.

En eins og ég sagði í upphafi. Ríkisútvarpið á að vera pólitískt útvarp.  Ekki í fréttaflutning eða vali á „fréttum“ eins og stundum hefur tíðkast. Heldur á það – sem „útvarp allra landsmanna“ – að vera trygg rás pólitískra samtaka til landsmanna.

Auðvitað eiga að vera fastir dagskrárliðir í RÚV þar sem stjórnmálaflokkar hafa skilgreindan tíma til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Undir „nafni og kennitölu“ svo allir viti að útvarpsefnið sé pólitískt.

Það er hlutverk RÚV – í stað dulbúins pólitísks útvarpsefnis sem Speglar viðhorf ákveðinna stjórnmálafla gegn viðhorfum annarra – undir illa tættu „hlutleysisflaggi“ RÚV!

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur