Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 14.02 2016 - 11:35

Meira um meinta hagkvæmni verðtryggðra lána

Það er oft tuggið á því að verðtryggð lán eigi að vera hagkvæmari en óverðtryggð. Skemmst er að minnast sérrits Seðlabankans Verðtrygging 101 þar sem m.a. segir í inngangi: …meginkostnaður við verðbólgu er ekki rýrnun kaupmáttar heldur handahófskennd tilfærsla eigna milli skuldara og sparifjáreigenda sem stafar af óvæntri verðbólgu. Verðtrygging eyðir þessari áhættu og gagnast […]

Föstudagur 14.08 2015 - 15:38

Aftur að vöxtum, eftirspurn og verðbólgu

Fyrst vil ég þakka Ásgeiri fyrir svargrein hans þann 27. júlí. Því miður er það ekki nógu oft sem hagfræði og módel hennar eru rædd hreinskilnislega á opinberum vettvangi á Íslandi. Því vil ég þakka Ásgeiri fyrir hans framlag. Grein Ásgeirs vakti margar spurningar hjá mér. Þá finnst mér einnig nauðsynlegt að skerpa á atriðum […]

Fimmtudagur 23.07 2015 - 13:15

Stýrivextir, eftirspurn og verðbólga

Ásgeir Daníelsson, vafalaust með brosi út í annað munnvikið, skrifaði eftirfarandi athugasemd við síðustu grein mína, „Seðlabankaleg hagfræði“: Í grein sem ég skrifaði og birtist í Fréttablaðinu 1. júlí benti ég á að vaxtahækkanir hefðu vissulega áhrif á kostnað fyrirtækja en að þær hefðu einnig áhrif á eftirspurn. Ég benti einnig á að þau hagfræðilíkön […]

Miðvikudagur 15.07 2015 - 18:15

Seðlabankaleg hagfræði

Þann 1. júlí síðastliðinn ritaði Ásgeir Daníelsson grein í Fréttablaðið – greinin birtist einnig á Visi.is – sem bar heitið „Skjóðuleg hagfræði“. Þar skýtur Ásgeir föstum skotum að ónafngreindum höfundi „Skjóðunnar“ en „Skjóðan“ hafði, þann 17. júní, ritað grein sem Ásgeir svaraði með sinni. Grein Ásgeirs vakti athygli mína og vil ég leggja orð í […]

Föstudagur 05.06 2015 - 05:55

„Ónýtur gjaldmiðill“ og verðtrygging

Við heyrum stundum að krónan sé „ónýtur gjaldmiðill“ og vegna þess þurfi að notast við verðtryggingu á Íslandi: orsakasamhengið er því túlkað sem svo að „ónýtur gjaldmiðill“ leiði af sér notkun verðtryggingar. En þetta er rangt. Orsakasamhengið er þveröfugt: það er vegna þess að notast er við verðtryggingu, eins og notast er við hana á […]

Fimmtudagur 26.03 2015 - 23:52

Verðtryggð lán eru toppurinn!

Einstein á að hafa sagt að skilgreiningin á geðveiki væri að reyna sama hlutinn aftur og aftur og vonast, eða búast við því, að niðurstaðan yrði önnur. Hvort sem kallinn sagði þetta eða ekki varð mér þessi hugsun mér ofarlega í huga þegar ég las „frétt“ á visi.is þess efnis að „Verðtryggð lán [væru] betri […]

Miðvikudagur 11.03 2015 - 15:22

Launahækkanir og verðbólga

Það er mikið rætt um samband launa og verðbólgu vegna kjarasamninga og hvernig „launahækkunum er ýtt út í verðlagið“ eins og stundum er komist að orði. Þannig mælir SA með 3-4% nafnlaunahækkunum, tala sem er komin frá Seðlabanka Íslands. Fulltrúar launþega vilja meira, ca. 15-20% að því er virðist og vilja launahækkanir vegna þess hversu […]

Þriðjudagur 09.12 2014 - 12:21

Lágmarkslaun og atvinnuleysi

Í síðasta pistli skrifaði ég örstutt um launaþróun. Ein athugasemdanna við greinina var eftirfarandi: Laun eiga að ráðast á markaðsverði. Framboð og eftirspurn á að ráða verð á vinnuafli einsog hvað annað. Þetta köllum við frjáls markaður. Menn sem eru með verðmætar gráður (tölvunarfræði, verkfræði) fá hærri laun og þar með er hvati fyrir Íslendinga að […]

Laugardagur 06.12 2014 - 14:40

Launaþróun og komandi kjarasamningar

Það er þó nokkuð rætt um launahækkanir og þörfina á þeim, að ógleymdri sanngirnina að baki þeim. Einnig er varað við því að hækka laun of mikið, betra sé að hækka þau hægt og rólega og forðast með því verðbólgu og viðlíka efnahagsleg leiðindi. Það er þó nokkuð til í því að launahækkanir geti leitt […]

Mánudagur 17.11 2014 - 13:06

Sparnaður, lán og vextir

Eftir að hafa horft á fund peningastefnunefndar Seðlabankans með efnahags- og viðskiptanefnd fannst mér ég vera neyddur til að skrifa þennan pistil. Ástæðan var að oftsinnis á meðan fundinum stóð var vísað til eða ákveðin hagfræðikenning notuð sem kallast á ensku „loanable funds“ kenningin sem á íslensku mætti e.t.v. þýða sem „kenningin um framboð lánsfjár“. […]

Höfundur

Olafur Margeirsson
Einn af þessum með doktorsgráðu í hagfræði. Skrifar bækur og greinar um efnahagsmál fyrir íslenskan almenning. Þú getur styrkt mína vinnu á Patreon.
RSS straumur: RSS straumur