Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 30.01 2014 - 17:26

Verðtryggingarafnámið

Ég er kannski of seinn, svona í ljósi íslenskar umræðuhefðar að býsnast mikið yfir einhverju í stuttan tíma og snúa sér svo að einhverju öðru, til þess að fjalla um skýrslu Afnámsnefndarinnar í síðustu viku. En ég ætla samt að fjalla örlítið um skýrsluna, sérstaklega því ég sagði það „grátbroslegt“ að sjá réttlætingarnar fyrir því […]

Þriðjudagur 14.01 2014 - 19:32

Íslenska lífeyriskerfið í stofnanalegu ljósi

Gunnar Tómasson er með stutta en skorinorta grein um hvernig íslenska lífeyrissjóðakerfið leiðir til þess að skuldsetning íslenskra heimila eykst. Í framhaldinu langaði mig til að bæta örlitlu við. „Extractive“ og „inclusive“ Hægt er að horfa á íslenska lífeyrissjóðakerfið í stofnanalegu (e. institutional) ljósi, þ.e. hvernig uppbygging þess og skipulag leiða til ákveðinnar þróunar. Í […]

Mánudagur 16.12 2013 - 16:14

Verðtrygging 201

Í febrúar 2012 skrifaði ég pistil sem nefndist „Verðtryggð lán eru með hærri vexti„. Nú þegar „Verðtrygging 101“ sérrit Seðlabankans er komið út finnst mér tilvalið að uppfæra þann pistil. Ástæðan er að í Verðtryggingu 101 er eftirfarandi texti í samantektinni á fyrstu blaðsíðu (mín feitletrun og undirstrikun): Full ástæða er til að rifja upp […]

Sunnudagur 15.12 2013 - 14:50

Verðbólgan og ofmælingin á henni

Ég sá að Vilhjálmur Birgisson vísaði í orð mín þess efnis að verðbólga væri ofmetin á Íslandi með þeim afleiðingum að verðtryggð lán hækka í raun hraðar en verðbólgan (virðisrýrnun gjaldmiðils) er í raun og veru. Ekki er minnst á neinar heimildir sem er óneitanlega eitthvað sem væri betra þegar svona löguðu er haldið fram, […]

Fimmtudagur 21.11 2013 - 14:04

Kjarasamningarnir og stóra myndin

Finna má gögn um hitt og þetta þegar kemur að efnahagsmálum. Hér er dæmi um gögn sem kannski er vert að hafa í huga þegar kemur að kjarasamningum, en svo virðist sem einhver harka sé að færast í þann leik – hafi það gerst áður. Laun og framleiðsla Gögnin bakvið þessa mynd koma frá OECD […]

Sunnudagur 20.10 2013 - 15:43

Launahækkanir og þversögn kostnaðar

Það virðist vera þó nokkur umræða um að í komandi kjarasamningum verði launahækkanir að vera hóflegar, ella endi allt hagkerfið í tómu rugli þegar fjárhagslega veik fyrirtæki Íslands lenda í launakostnaðarhækkunum. Þá er líka talað um að of miklar launahækkanir muni drepa niður fjárfestingu, þá litlu sem er til staðar í hagkerfinu, og seinka því […]

Mánudagur 07.10 2013 - 12:45

Það sem við hefðum átt að vita

Ég er kannski fullseinn að bætast í hóp þeirra sem hafa skrifað „fyrir fimm árum…“ pistla. Ég ætla samt að gera það, sérstaklega vegna þess að Stefán Ólafsson minnist örstutt á þann hagfræðing sem ég hef lært mest af. Fyrir fimm árum síðan, nýbúinn með BSc nám í hagfræði, hafði ég hins vegar ekki hugmynd […]

Fimmtudagur 03.10 2013 - 17:49

Ríkissjóður, Seðlabankinn og vextir

RÚV var með innslag um 172 milljarða skuldabréfið sem var búið til, með því einu að skrifa það niður á blað, árið 2008 til að „endurfjármagna“ seðlabankann. Nú á að spara 11 milljarða króna með því að breyta bréfinu (sem er alls ekki ný hugmynd) m.a. með því að fella niður vextina af bréfinu. Einhverjir […]

Þriðjudagur 10.09 2013 - 12:24

Heimilin, tekjur, skuldir

Mbl.is er með stutt innslag um skuldavanda heimila, segir hann í rénum. Nýjustu tölur Hagstofunnar um fjárhagsstöðu einstaklinga eru frá lok ágúst. Ég fletti þeim upp og fór á „myndafyllerí“ til að grafa dýpra ofan í skuldavandann sem er í rénum. Tölur Hagstofunnar flokkast eftir tíundum í hvert sinn, þ.e. þegar horft er á atriði […]

Fimmtudagur 22.08 2013 - 07:48

Íslenskar kreppur – framhald

Örstutt framhald af síðasta pósti þar sem ég bar saman þróun vergrar þjóðarframleiðslu í kreppum Íslands síðan 1900. Í tilefni af útgáfu Peningamála setti ég inn spá Seðlabankans um þróun hagkerfisins fyrir árin 2013, 2014 og 2015. Rétt að taka það fram að SÍ spáir fyrir um landsframleiðslu en ekki þjóðarframleiðslu svo strangt til tekið […]

Höfundur

Olafur Margeirsson
Einn af þessum með doktorsgráðu í hagfræði. Skrifar bækur og greinar um efnahagsmál fyrir íslenskan almenning. Þú getur styrkt mína vinnu á Patreon.
RSS straumur: RSS straumur