Nú hefur ríkisstjórn Íslands spilað út því sem hún lofaði bæði fyrir og eftir kosningar og snýr að viðamiklum leiðréttingum skulda sem almenningur tók á sínum tíma og hækkuðu vegna verðbólguskots eftir hrun fjármálakerfisins árið 2008. Hér er um sanngirnisgjörning að ræða. Þeir sem tóku gengistryggð lán og veðsettu heimilin sín hafa með dómum fengið […]
Við Íslendingar þekkjum það frá því fyrir hrun að það var umtalsvert mikið logið að öldruðum, börnum og búaliði þessarar þjóðar um margvísleg hagsmunamál þjóðarinnar, fjármál heimila, velferð og þann gríðarlega vöxt sem bankar og margar innlendar samsteypur sýndu. Svo þegar hinir ,,alþjóðlegu“ lánamarkaðir þurrkuðust upp voru margir snillingar kallaðir til við að rita skýrslur […]
Óhætt er að segja að eitt ástsælasta gamanleikjaskáld okkar tíma sé ítalska skáldið Dario Fo. Í júní 2009, í miðri Búsáhaldabyltingu á Íslandi, setti leikhópurinn Nýja Ísland upp leikverkið ,,Við borgum ekki! Við borgum ekki!“ (í. Non Si Paga! Non Si Paga!) í Borgarleikhúsinu við mikinn fögnuð landsmanna sem höfðu staðið út í kuldanum […]
Fjölmargir hafa gagnrýnt forsætisráðherra Íslands að undanförnu. Eftir að hann hafi mótast við að benda á fjölmörg þjóðþrifamál á nýlega afstöðnu Viðskiptaþingi pikka andstæðingar hans aðeins upp eitt mál, þ.e. afstöðu hans til inngöngu í ESB og samningaviðræðna. Sjálfur er pistlahöfundur á því að ljúka eigi viðræðum og leggja samning þann er fæst úr þeim […]
Í pistli mínum í mars á þessu ári fjallaði ég um endalausar árásir á gjaldmiðil Íslands og stöðu kröfuhafa og Íslendinga undir snjósaflinum sem sumir kölluðu snjóhengjuna til að hræða líftóruna úr fólki svo þjóna mætti þeirra lélega og mannskemmandi málstað. Jafnframt var þjóðinni ætlað að skipta þessum miðli út og tilsvarandi löggjöf sem nú kemur […]
Í ár eru vel yfir 4 ár liðin frá hruni og í febrúar 2009 áttum við hjónin fund með Ingólfi, þáverandi lögfræðingi Frjálsa fjárfestingarbankans (núverandi forstjóra Dróma og Frjálsa fjárfestingarbankans), og Kristni Bjarnasyni, þáverandi forstjóra. Við sögðum að þeir reiknuðu lánin sín vitlaust. Þeir trúðu því alls ekki að þeir væru að reikna vitlaust. Þeir […]
Í pistli þann 30. apríl sl. fjallaði ég um loforð Framsóknarflokksins og stöðu þjóðarbúsins í samhengi við nýtt hefti um fjármálastöðugleika sem Seðlabanki Íslands gefur út. Í þeim pistli segir m.a.: Talandi um kosningaloforð. Í dag kom t.a.m. berlega í ljós í hefti Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika að leið Framsóknar varðandi skuldaleiðréttingu heimila gengur […]
Margir Íslendingar þekkja til þess að í hruninu og rétt eftir það var haft í flimtingum að Ísland gæti orðið Kúba norðursins eða Norður Kórea. Mikið var skrafað og gert grín með þetta allt saman. Vinstrimenn af hvaða kyni sem er hlógu að og supu af ríkisstyrktum kaffibollum sínum og borðuðu evrópustyrkta súkkulaðisnúða. Sjálfum þykir […]
Eurostat er hagstofa Evrópusambandsins og tekur saman gögn um margvíslega þætti er varðar rekstur sambandsins rétt eins og Hagstofa Íslands. Nýlegar tölur varðandi atvinnuleysi innan sambandsins sýna að aldrei áður hafi atvinnuleysið mælts hærra en nú. Stendur það í 12% innan evrusvæðisins um þessar mundir og öllu hærra á því svæði en í sambandinu í […]
Nú er farið að birta og það er vor í lofti. Börnin eru farin að leika sér úti og gleðjast hér á flötinni í Mosfellsbæ. Það er gleði í loftinu. Þrátt fyrir þetta er drungalegt og dimmt yfir ríkisstjórn Íslands og Alþingi. Ríkisstjórnarflokkarnir, með stuðningi Framsóknar og Hreyfingarinnar (a.m.k. lengi framan af), hafa nú ekki […]