Fimmtudagur 28.10.2010 - 20:52 - FB ummæli ()

..en ekkert gerist

Það er fátækt á Íslandi í dag. Þetta vita allir og lausnin er einnig þekkt. Þrátt fyrir það gerist ekkert, þeir fátæku eru enn fátækir, svangir og bíða í biðröðum eftir mat. Það á að skera niður hér og þar, menn halda fundi, ráðherrar mæta og hlusta en ekkert gerist. Stjórnvöld ræða um að leiðrétta lán heimilanna, nefndin fundar og fundar, en ekkert gerist. Þjóðin er óánægð, kvartar, röflar og bölsótast en ekkert gerist.

Hver vill að eitthvað gerist og hver vill að ekkert gerist? Hvor vill meira? Ég bara spyr.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur