Færslur fyrir ágúst, 2011

Miðvikudagur 31.08 2011 - 20:06

Vilji er allt sem þarf

„Sá vægir sem vitið hefur meira“. Upp á síðkastið hef ég velt því fyrir mér hvaða vitleysingur sagði þetta fyrst. Öll lífsreynsla mannsins mælir gegn þessu. Tilvist dýra er í hróplegu ósamræmi við þessa fullyrðingu. Án þess að ég viti hverjir það eru sem barið hafa þetta inn í hausinn á okkur þá tel ég […]

Föstudagur 26.08 2011 - 21:30

Hver er sinnar gæfu smiður

Peningar eru búnir til af bönkunum, þeir hafa einkaleyfi á því. Þeir geta búið til eins mikið af þeim og þeim sýnist. Þess vegna er ekki skrítið að þeir ráði öllu. Bankarnir stjórna þess vegna ríkisstjórninni og öllu heila klabbinu. Á netinu má finna óteljandi sögur um hrakfarir einstaklinga í samskiptum sínum við lánastofnanir. Í […]

Fimmtudagur 18.08 2011 - 19:17

Það segir sig sjálft..

Það er skelfilegt að hlusta og lesa hvað merkir aðilar, hagfræðingar eða ráðherrar, segja um fjármögnun. Rætt er um að það hversu auðvelt eða erfitt er að fjármagna hitt eða þetta. Það er eins og enginn geri sér grein fyrir því að peningar eru ávísun á verðmæti. Hvort slíkir fjármunir beri einhverja rentur á í […]

Þriðjudagur 16.08 2011 - 17:51

Við vitum það

Það er sérkennilegt að allir vita sannleikann en hlaupa í hringinn í kringum hann eins og köttur í kringum heitan graut. Þegar eru til margar svartar lýsingar á framferði banka og innheimtustofnana. Við vitum öll að þær stofnanir ganga fram af algjöru miskunnarleysi til að fullnægja eigendum sínum. Við vitum að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er fulltrúi innheimtustofnana […]

Mánudagur 15.08 2011 - 18:47

Eða hvað Björn Valur

Björn Valur Gíslason tjáir sig á Smugunni í dag um fjármál heilbrigðiskerfisins. Björn Valur vill reka heilbrigðiskerfið með minni fjármunum en nú er gert. Björn Zoega andmælir því á heimasíðu Landspítalans. Björn Valur er ósáttur við skoðanir Björns Zoega. Björn Valur telur að endurskipuleggja megi heilbrigðiskerfið þannig að meiri þjónusta fáist fyrir jafnmikið eða minna […]

Laugardagur 13.08 2011 - 21:53

Skortur á jarðsprengjum

Það er mjög sérkennilegt að skynja jarðsprengjubelti, reyna að varast það og samtímis horfa á fjöldann ganga beint af augum og springa í tætlur. Það er í raun mun sérkennilegra að fá ekki hljómgrunn fyrir því að það sé kerfislæg villa að framleiða jarðsprengjubelti og þurfa að hlusta á það sem stóra sannleik í sífellu […]

Miðvikudagur 10.08 2011 - 22:38

Samsleikjur elítunnar

Óeirðirnar í Englandi eru um margt lærdómsríkar. Þeir sem hafa kynnt sér málin vel, hafa jafnvel búið í viðkomandi hverfum áratugum saman, kenna um fátækt. Fátækt sem gengur í erfðir, atvinnuleysi sem erfist frá kynslóð til kynslóðar. Ungir einstaklingar sem ekki hafa getað menntað sig og hafa enga von um atvinnu um alla framtíð. Algjört […]

Þriðjudagur 09.08 2011 - 19:08

Önnur heimsmynd er valkostur

Það er hugsanleg að íslenka þjóðin sé að rumska. Það gætir sívaxandi óánægju og vantrú á fjórflokkinn. Það er þessi tilfinning; þeir og við. Það er klofningur, það er engin tiltrú á því að stjórnmálastéttin geti breytt neinu þó hún vildi. Sú tilfinning hefur heltekið London núna. Mikil ólæti er afrakstur áralangrar kúgunar og niðurlægingar […]

Sunnudagur 07.08 2011 - 11:13

Hvort hefur Ögmundur efni á göngum eða bönkum

Ögmundur ráðherra sagðist ekki getað grafið ný Norðfjarðargöng vegna þess að hann skorti peninga. Ef hann hefði sagt að hann gæti ekki grafið göngin vegna þess að hann hefði ekki skóflur þá hefðu margir talið hann svolítið klikk-ekki satt? Ögmundur hefur allt til alls til að grafa göng, s.s. mannafla, tækni, tól og kunnáttu. Auk […]

Miðvikudagur 03.08 2011 - 22:07

Fyrir hverju börðust afi og amma

Stráin nuddast varla saman í logninu. Sólin skín og vermir húðina, þorstanum er svalað með hreinu ómenguðu vatni. Dóttirin kallar frá sjónum, pabbi sjáðu, það er frí og allir njóta. Konan ofhitnar og fleygir sér í sjóinn til kælingar, nokkur öldugangur en ekki meiri umhverfisspjöll að sinni. Áratuga barátta foreldra okkar og foreldra þeirra endurspeglast […]

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur