Fimmtudagur 02.02.2012 - 00:11 - FB ummæli ()

Afnám lýðræðis í Evrópusambandinu

30. janúar voru leiðtogar ESB að samþykkja reglur um fjármálastjórn ESB og væntanlegan sjóð til styrktar skuldsettum þjóðum innan ESB. Kynnum okkur aðeins nánar reglurnar um ríkisfjármálin.

TREATY ON STABILITY, COORDINATION AND GOVERNANCE
IN THE ECONOMIC AND MONETARY UNION
http://www.european-council.europa.eu/media/579087/treaty.pdf

Megin hugsunin í þessum nýja samningi milli evru þóða er að skuldir verði greiddar án sérstakrar aðkomu kjörinna fulltrúa í hverju ríki fyrir sig. Engin umræða á að geta átt sér stað meðal kjörinna fulltrúa viðkomandi þjóðríkja hvort viðkomandi skuld sé lögmæt. Hvort skuldin sé til komin vegna byggingar sjúkrahúss eða mistaka banakakerfisins í fjárhættuspili sínu. Könnum þetta aðeins nánar:

„The Contracting Parties shall ensure rapid convergence towards their respective medium-term objective. The time frame for such convergence will be proposed by the Commission taking into consideration country-specific sustainability risks“.
Þau ríki sem samþykkja þennan samning verða að fylgja reglum hans. Það sem ræður hvernig þau ríki fylgja honum fer eftir ákvörðunum framkvæmdavalds ESB(Commission).

„In the event of significant observed deviations from the medium-term objective or the adjustment path towards it, a correction mechanism shall be triggered automatically. The mechanism shall include the obligation of the Contracting Party concerned to implement measures to correct the deviations over a defined period of time“.
Hugmyndin er að ef brugðið er út af reglum samþykktarinnar eða þegar fyrirmælum hennar er ekki fylgt eftir muni sjálvirkt kerfi fara í gang. Þ.e.a.s. það mun ekki verða nein þörf á umræðu heldur mun einhverskonar bankaforrit sjá um niðurskuð og aðlögun að kröfum ESB. Þar með er sú spurning áleitin hvað eiga þjóðþingin eða Evrópuþingið að taka afstöðu til þegar tölvuforrit sér um fjármálin.

“The rules mentioned under paragraph 1 shall take effect in the national law of the Contracting Parties at the latest one year after the entry into force of this Treaty through provisions of binding force and permanent character, preferably constitutional, or otherwise guaranteed to be fully respected and adhered to throughout the national budgetary processes”.
“The Contracting Parties shall put in place at national level the correction mechanism mentioned in paragraph 1.e) on the basis of common principles to be proposed by the European Commission”,
Reglum samningsins á að vera breytt í lög viðkomandi ríkja þannig að ekki sé hægt að komast hjá að fylgja honum. Mjög skiljanlegt ef hann á að virka. Krafa Þjóðverja og sumra annarra var að reglur samningsins væru settar inn í stjórnarkrá viðkomandi ríkja. Horfið var frá því vegna þess að þá hefði orðið þörf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur. Þess vegna snérist orðalagið mikið um að forðast álit almennings.

„The Contracting Parties that are subject to an excessive deficit procedure under the European Union Treaties shall put in place a budgetary and economic partnership programme including a detailed description of the structural reforms which must be put in place and implemented to ensure an effective and durable correction of their excessive deficits. The content and format of these programmes shall be defined in European Union law. Their submission to the European Commission and the Council for endorsement and their monitoring will take place within the context of the existing surveillance procedures of the Stability and Growth Pact“.
„The implementation of the programme, and the yearly budgetary plans consistent with it, will be monitored by the Commission and by the Council“.
Þarna er greinilega gefið til kynna að þjóðríki verði að fylgja reglunum og skera niður útgjöld sín. Auk þess verður framkvæmdavald ESB að samþykkja áætlun hvers þjóðríkis fyrir sig og getur fylgst með framkvæmd hennar.

„With a view to better coordinating the planning of their national debt issuance, the Contracting Parties shall report ex-ante on their public debt issuance plans to the European Commission and to the Council“.
Hér er tekið fram að þjóðríkin verði að gera grein fyrir áætlunum sínum í fjármálum til framtíðar hvað viðkemur skuldastöðu. Það segir okkur að viðkomandi þjóðríki verði að leita samþykkis fyrir sínum áætlunum fyrirfram. Þar með er sjálfstæði viðkomandi þjóðríkja mjög takmarkað.

„In both cases, the judgment of the Court of Justice shall be binding on the parties in the procedure, which shall take the necessary measures to comply with the judgment within a period to be decided by the Court“. Framkvæmdavald ESB getur ákært þjóðríki fyrir vanefndir á samningnum og er niðurstaða réttarins bindandi fyrir þjóðríkin. Síðan getur framkvæmdavald ESB eða önnur ríki ESB klagað ríki fyrir réttinum ef þau fara ekki að niðurstöðu hans. Þá getur rétturinn dæmt viðkomandi lönd í bætur í allt að 0,1% af þjóðarframleiðslu viðkomandi ríkis.
„With a view to benchmarking best practices and working towards a more closely coordinated economic policy, the Contracting Parties ensure that all major economic policy reforms that they plan to undertake will be discussed ex-ante and, where appropriate, coordinated among themselves. This coordination shall involve the institutions of the European Union as required by European Union law“.  Hér er endurtekið að allar hugmyndir þjóðríkja um eigin fjármálastjórn eða hvernig þjóðríki hyggist stjórna sínum fjármálum skulu kynntar og ræddar í Brussel fyrirfram.

Til að vinna að þessum málum og greina vandamálin á að stofna svokallað „Euro Summit“ samsett af forystumönnum þjóðríkjanna sem hafa evru. Seðlabankastjóri Evrópu skal mæta en forseta Evrópuþingsins eru ætluð önnur örlög;  „The President of the European Parliament may be invited to be heard“.

Það er augljóst við lestur þessa samnings að vald er flutt frá þjóðríkjunum til Brussel. Þjóðkjörnir fulltrúar sem hafa vald sitt frá almenningi sem hefur kosið þá vegna ákveðinnar pólitískrar stefnu munu hafa mun minni völd. Það má draga þá ályktun að þegar kemur að fjármálum þjóðríkja muni ólík pólitísk sjónarmið, vinstri eða hægri, ekki hafa neitt með það að gera hvernig viðkomandi þjóðríki stjórna sínum fjármálum. Þar sem fjármál eru afgerandi hvernig pólitískri stefnu er framfylgt er um mikið valdafsal að ræða. Ef ég fæ full yfirráð yfir veskinu þínu þá er ekki mikið sem þú ákveður sjálfur. Stefna ESB er að fjármálum einstakra þjóðríkja sé stjórnað frá Brussel, þ.e. fjármálastjórnunin sé miðstýrð. Þar sem stefna ESB hefur hingað til gengið út á það að dæla peningum í vonlaust bankakerfi er ekki von á öðru í framtíðinni. Því munu þjóðríki þurfa, að kröfu ESB,  setja mun meiri fjármuni í svart gímald bankakerfisins af raunframleiðslu sinni án þess að geta mótmælt því á lýðræðislegan hátt.
Það sem vakti athygli mína var að algjört skilyrði Svía fyrir því að styðja viðkomandi samning var að þeir væru algjörlega undanþegnir allri stjórn Brussel yfir sínum fjármálum og engin hætta væri á því að þeir þyrftu að taka upp evruna, sem þeir vilja ekki sjá.
Um langt árabil hafa margir einstaklingar og stjórnmálaöfl mótmælt því hástöfum að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi gengið fram með offorsi gagnvart fátækum þjóðum heimsins. Þar hefur verið gagnrýnt að þjóðir hafi verið knúnar í mikla fátækt til að hámarka gróða einkafyrirtækja og banka.
Við Íslendingar fengum að kynnast þessu þegar tap þriggja einkabanka var gert að skuld skattgreiðenda á Íslandi. Þessu kom AGS í kring með samningi sínum við stjórnvöld á Íslandi. Framkvæmdavald Íslands gerði slíkan samning fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Þar kemur fram og í flest öllum öðrum samingum sem AGS gerir við þjóðir, sjá eftirfarandi;

„We stand ready to take any further measures that may become
appropriate for this purpose. We will consult with the Fund on the adoption of any such
measures and in advance of revisions to the policies contained in this letter, in accordancewith the Fund’s policies on such consultation“.

Með þessari grein í samningum afhendir framkvæmdavaldið á Íslandi, og aðrar þjóðir sem gera viðlíka samning, fullveldi sitt til AGS. Núna er búið að koma á svipuðu kerfi innan ESB. Fullvalda þjóðir innan ESB eru komnar undir stjórn og eftirlit miðstýrðs valds í Brussel þegar kemur að fjármálum þjóða.

Þegar horft er til þess að almenningur í Evrópu eru; vitleysingar og keyptu sér flatskjá, flutu áfram á bólunni og tóku fullt af lánum, samþykktu þar með hugmyndafræði peningaaflanna, gerðu sér ekki grein fyrir því að það sem fer upp fer einnig niður, að það kæmi að skuldadögum. Slíkt fólk á ekkert gott skilið og því síður einhvern snefil af lýðræði til að leysa sín vandamál. Þess vegna styðja allr, sem vilja að draumurinn um Evrópu lifi, þessar hugmyndir sem fram koma í þessum samningi sem var samþykktur á mánudaginn.

Spurningin er áleitin hvers vegna svipuð kúgun á fátækum þjóðum er fordæmd en sama aðferðafræði er samþykkt ef ESB rekur slíka stefnu. Er hugsanlegt að ódýr skinka sé svona mikils virði?

Þar sem flest allar ráðstafanir AGS og ESB hingað til snúast um hag banka, þar sem flest allar ráðstafanir AGS og ESB í tengslum við bankakreppuna valda almenningi og fyrirtækjum búsifjum eða gjaldþroti er það augljóst að þeir sem vilja að draumurinn um Evrópu lifi styðja velgegni banka fram yfir hag almennings og lýðræðisins. Það sýnir sig hvar hjartað slær hjá forystumönnum ESB í þessari frétt FT. Þar kemur fram í vinnuskjali forystumanna ESB að skuldir Grikklands skulu ganga fyrir nauðþurftum Grikkja, þ.e. velferð. Þar kemur fram að greiðsla skulda skuli sett í grísk lög þannig að Grikkir geti ekki lýst sig gjaldþrota og sloppið þannig við að greiða skuldir sínar né hótað í samningum við lánadrottna að lýsa sig gjaldþrota.

Þess vegna er það nokkuð ljóst að  ESB-sinnar eru líka Banka-sinnar.

Staðreyndin er nefnilega sú að evrópska draumnum var rænt frá almenningi af fjármálaöflunum. Í dag er ESB verkfæri stóru bankanna. Það virkar innan Evrópu á sama hátt og AGS virkaði á Íslandi. Við höfum notað 64% af þjóðarframleiðslu okkar til að endurreisa bankakerfið sem hagaði sér glæpsamlega í aðdraganda hrunsins. Í dag mergsýgur bankakerfið okkur sem við endurreistum. Þar að auki sýnir það mikinn hagnað sér og sínum til hagsbóta, en ekki okkur. Ef einhver er í vafa þá unnu ESB og AGS saman í Írlandi og Grikklandi og uppskriftin er alltaf sú sama.

Næsta skref innan ESB er að stofna nýjan neyðasjóð. Þegar áhrifum lýðræðislegra kjörinna fulltrúa í þjóðríkjum innan ESB hefur verið ýtt til hliðar mun fjármunum ESB verða stjórnað af fámennum hópi manna. Þar sem stærsti hluti skulda er vegna fjárhættuspils banka mun raunhagkerfi Evrópu dæla peningum þangað án þess að nokkur lýðræðisleg umræða fari fram.

Það sem gerir ESB og Evrópu sérstaka er sú staðreynd að Evrópa er eitt af síðustu stóru svæðunum þar sem einhver vottur af jöfnuði hefur verið. Þar sem velferðarkerfi hefur verið til staðar. Núna er verið að leggja slíkt í rúst í Evrópu. Þegar því hefur verið lokið þá munu velferðarríki vera sem einstaka eyjar á jarðarkringlunni. Það er þetta sem baráttan snýst um, eiga 99% að ráða eða 1% sem öllu vill ráða?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur