Þriðjudagur 27.03.2012 - 21:14 - FB ummæli ()

Teningnum er kastað

Við getum lesið skýrslur hagfræðinga frá ýmsum löndum um það að þeir ríku verða alltaf ríkari og þeir fátæku fátækari. Mjög algengt er að auðsöfnunin gerist á löglegan hátt eftir að lögum viðkomandi ríkja hefur verið breytt til hagsbótar fyrir hina ríku. Margir þekkja til skattalækkana Bush forseta handa auðstéttinni í Ameríku. Auk þess þekkjum við til að þegar kreppan kom yfir Rússland á sínum tíma þá eignuðust vissir einstaklingar miklar auðlindir eins og olíu og urðu feikna ríkir.

Við á Íslandi búum svo vel að eiga einstakling sem skákar bæði Bush og Jeltsín svo um munar. Núverandi Sjávarúvegsráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hefur ákveðið að toppa þá karlana. Hann semur núna frumvarp þar sem hann afhendir kvótagreifunum sjávarauðlind þjóðarinnar næstu 20 árin. Hann er svo ólýðræðislegur að hann bindur hendur næstu 5 ríkisstjórna þannig að það er ekki fyrr en sjötta ríkisstjórn héðan í frá talið sem getur breytt stjórn fiskiveiða á Íslandi.

Með þessum verknaði bindur hann hendur þjóðarinnar til að ráðstafa sinni eigin auðlind. Hann færir auðlindina til þeirra ríkustu eins og Bush og Jeltsín gerðu. Hann svíkur kosningaloforð sín án þess að blikna. Það er því augljóst að Steingrímur hangir í samskonar spotta og þeir gerðu.

Íslensk pólitík inniheldur ekkert sem heitir vinstri eða hægri, bara hagsmunagæsla.

Þar að auki er megin hvatinn sá að toppa Dabba, mér tókst það sem hann aldrei þorði.

Davíð hafði þó vit á því að grafa stíðsöxina.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur