Fimmtudagur 29.03.2012 - 21:11 - FB ummæli ()

Skjaldborgin

Að einstaklingar geti nauðgað ungri konu og kveikt síðan í henni er venjulegu fólki óskiljanlegt. Þar hlýtur að að vera á ferðinni algjör afneitun á tilvistarrétti viðkomandi einstaklings.

Þegar fellibylurinn Helena gekk yfir New Orleanse og lagði allt í rúst voru einstaklingar á pari við Friedman að leggja drög að því að einkavæða alla skóla eftir hamfarirnar. Meðan fólk var að ausa vatni úr híbýlum sínum og bjarga sér og sínum þá var gamla skólakerfið þeirra einkavætt.

Íslenskt bankakerfi skuldsetti sig upp í rjáfur og fór á hausinn haustið 2008. Meðan landsmenn voru að ná áttum knúði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn íslensk stjórnvöld til að endurreisa íslenskt bankakerfi, einkabankakerfi með skatttekjum almennings. Kostnaðurinn varð um 1000 milljarðar.

Meðan Jóhanna Sigurðardóttir gat ekki afnumið verðtrygginguna reyndi hún það en núna þegar hún getur það ver hún verðtrygginguna.

Í skjóli þess að ný stjórnarskrá komist aldrei út úr þinginu hefur verið ákveðið að setja hana í þjóðaratkvæði. Hægt verður að kenna einhverjum um að hún komst aldrei til atkvæða en fjórflokkurinn mun sæll sitja og þakka sínu sæla fyrir að hafa komið í veg fyrir að þjóðin fengi að segja sitt.

Jóhanna og Steingrímur hafa sammælst um að ræna sjávarauðlindinni frá þjóðinni og afhenda hana fáum útvöldum. Þetta gera þau í skjóli svikinna kosningaloforða.

Í misbeitingu valds felst algjör afneitun á rétti eða tilvist þeirra sem eru minni máttar. Andmælaréttur er virtur að vettugi. Oft er bág aðstaða einhvers notuð til að ná sínu fram. Að beita valdi sínu gegn viðkomandi gegn vilja hans er nauðgun. Það sem gerir nauðgaranum kleift að framkvæma nauðgunina er algjör afneitun hans á tilvist fórnarlambsins sem einstaklings sem á rétt á einhverjum lágmarks mannréttindum. Nauðgarinn hefur því heilaþvegið sjálfan sig eða verið heilaþveginn af öðrum.

Núverandi stjórnvöldum hefur tekist að sannfæra sig um réttmæti þess að þúsundir einstaklinga hafi misst fyrirtæki sín og orðið gjaldþrota, misst bílana sína, heimilið, ævistarfið og jafnvel heilsuna og lífið. Þeim hefur tekist að sannfæra sig um að verðtryggingin sé óumflýgjanleg þrátt fyrir að hún gagnist mest lánadrottnum. Stjórnvöld hafa verið eins og hundur í bandi þegar kemur að hagsmunum bankanna og núna eru það bankahagsmunir sem fá stjórnvöld til þess að gefa sjávarauðlindana til kvótagreifanna. Ástæðan er sú að þeir verða að geta endurgreitt öll lánin til baka til bankanna.

Um er að ræða sífellda misbeitingu á valdi gagnvart þjóðinni.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur