Laugardagur 19.01.2013 - 21:01 - FB ummæli ()

Það sem er í askana látið..

Var í Portúgal um daginn og hitti fólk frá ýmsum löndum. Hef verið á ýmsum fundum í Evrópu og það sem mest er spurt um er nýja stjórnarskráin okkar Íslendinga. Evrópubúum finnst fáranlegt að valdið, Alþingi, skuli hafa eitthvað um stjórnrskrána að segja. Hef þurft að útskýra fyrir þeim ferlið og að hópur þingmanna er að sinna skyldum sínum við auðvaldið og er með öllum ráðum að koma í veg fyrir að ný stjórnarskrá líti dagsins ljós.

Stjórnarskrá snýst um það að setja valdinu skorður og því líkar það illa og berst þess vegna gegn þjóð sinni, að sjálfsögðu. Þeir Evrópubúar sem ég hef hitt á fundum mínum eru grænir af öfund út í nýju stjórnarskránna okkar og bíða spenntir eftir niðurtöðu. Ef íslenska þjóðin sigrar þá mun það verða byr í seglin fyrir álíka umbætur á lýðræðislegum réttindum almennings innan Evrópu. Eitt sterkasta ákallið í Evrópu í dag er aukið lýðræði því upplifun flestra er að bankarnir og stórfyrirtækin stjórni öllu en almenningur blæðir.

Lýðræðisleg réttindi eru mikilvæg og aukið vald almennings skapar réttlæti til framtíðar. Samtímis þurfa að koma til pólitískar hugsjónir og ákvarðanir til að rétta hlut þeirra sem farið hafa halloka. Dögun er nýtt stjórnmálaafl á Íslandi og sameinar þessa valmöguleika. Dögun berst fyrir auknum réttindum borgaranna og að ný stjórnarskrá fái brautargengi. Samtímis þarf að gera grundvallarbreytingar á lánamálum landsmanna. Afnema verður verðtrygginguna og leiðrétta lán þeirra sem veðjuðu ekki á kreppuna. Útrýma verður fátækt hvað sem það kostar og skapa börnum örugg upvaxtarskilyrði. Það er vel hugsanlegt að það hafi í för með sér skertan hlut lánadrottna. Ef kapítalistarnir eru ekki sáttir verður alltaf möguleiki að nýta sér nýja stjórnaskrá og fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur