Laugardagur 29.12.2012 - 23:45 - FB ummæli ()

Verðtrygginguna burt

Verðtryggingin hefur komið lántakendum illa á liðnum árum. Eftir hrun hafa margir farið illa og sumir misst allt sitt á báli verðtryggingarinnar. Þessi skaðsemi verðtryggingarinnar á hagi einstaklinga gerir hana óréttláta því það getur ekki verið tilgangur okkar með kerfi sem við höfum búið til að það valdi ómældum hörmungum í lífi fólks. Þá er betra að afskrá fyrirbærið.

Verðtryggingin veitir lánveitendum mikið öryggi í lánaviðskiptum og þar með stuðlar að auknum lánveitingum. Þegar kreppir að verður skellurinn stærri og verri að leiðrétta. Þar með er hún óhagstæð út frá þjóðhagslegu tilliti.

Dögun er nýtt stjórnmálaafl sem ætlar að bjóða fram í næstu Alþingiskosningum hefur á stefnuskrá sinni að afnema verðtrygginguna. Til að undirstrika alvöru málsins þá segir í kjarnastefnunni;

Öflugar aðgerðir í þágu heimila
Leysa verður skuldavanda heimilanna með róttækum hætti og bæta aðstöðumun almennings gagnvart fjármálavaldinu. Leita skal lausna á forsendum lántakandans frekar en lánveitandans. Við viljum tafarlaust afnám verðtryggingar á neytendalánum og almenna leiðréttingu húsnæðislána. Þá viljum við að lágmarks framfærsluviðmið verði lögfest og að vextir í landinu verði hóflegir.”

Kjósendur ættu ekki að vera í neinum vafa hver afstaða okkar er í þessu máli og ekki verður möguleiki fyrir okkur að skorast undan þessu loforði ef við fáum vald til að framfylgja þessari stefnu okkar. Sérstaða okkar sést auk þess í því að við leggjum meiri áheyrsla á að gæta hagsmuna lántakandans frekar en lánveitandans og má öruggleg telja það nýmæli ef miðað er við árin eftir hrun.

 

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur