Sunnudagur 17.02.2013 - 00:04 - FB ummæli ()

Verðtryggingin og mannréttindi þegnanna

Núna er hart tekist á um verðtrygginguna. Elvira(Maria Elvira Mendez-Pinedo, prófessors í Evrópurétti við Háskóla Íslands) hefur fært mjög sterk rök fyrir ólögmæti hennar á Íslandi. Hún hefur fengið röksemdir frá sérfræðingum hjá framkvæmdastjórn ESB sem styrkja skoðun hennar. Eins og venjulega á Íslandi er málið afgreitt í íslenskum miðlum með áliti íslenskra lögmanna sem hljóta vita meir, eða mest ef því er að skipta.

Í raun er um sjálfstæðisbaráttu hluta almennings gegn fjármálavaldinu að ræða. Það sorglega er að þeir sem eru skuldlausir eða nánast svo fylkja sér um fjármálavaldið þrátt fyrir að það sé búið að hafa af þeim stórpening án stoðar í lögum. Almenningur hefur eingöngu leið dómstóla til að farið sé að lögum, löggjafarvaldið hefur algjörlega brugðist þrátt fyrir fögur loforð á fjögurra ára fresti.

Þegar fræðimenn vilja vegna þekkingar sinnar á bókinni ekki afnema verðtrygginu heldur viðhalda henni í einu eða öðru formi má spyrja sig hvort almenningur eða bókin sé mikilvægari. Þegar fræðasamfélagið vill ekki halla hlut aðila er þá ekki verið að taka undir málstað lögbrjóta? Það má draga í efa að fjárfesting almennings í háskólum sé að borga sig.

Verðtryggingin leggur fjárskuldbindingar á lántakandann til framtíðar þar sem heildarskuld eða afborganir eru í algjörri óvissu. Samsvarandi væri að vera dæmdur í fangelsi þar sem fjöldi svipuhögga eða lengd fangelsisvistarinnar réðist af verði bensíns eða áfengis. Þess vegna getur enginn sem er andsnúinn mannréttindarbrotum eða hlynntur réttinum til að lifa með reisn verið stuðningsmaður verðtryggingarinnar í nokkurri mynd.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur