Föstudagur 21.02.2014 - 21:45 - FB ummæli ()

ESB og þjóðarvilji

Ég hafði hugsað mér að blogga um Evrópusambandið. Hugsunin var að fjalla á málefnalegan hátt um hvers vegna ég er þeirrar skoðunar að Ísland eigi ekki að ganga í ESB. Núna er allt upp í loft í samfélaginu vegna ESB. Framsóknarflokkurinn hefur haft í frammi fullyrðingar um ESB sem er erfitt að flokka sem málefnalega umræðu, frekar upphrópanir. Núna ætlar Ríkisstjórnin  að draga til baka umsókn Íslands um aðild að ESB.

Að sjálfsögðu ætti ég að vera ofsa kátur yfir því sem sannur ESB andstæðingur. Það var nú einu sinni þessir Samfylkinga”landráðamenn” sem kengbeygðu Vinstrigræna til að sækja um aðild, snúið var upp á handleggi þannig að brakaði í. Vandamálið er að ég er ekki kátur. Núverndi stjórnarflokkar höfðu gefið kosningaloforð, ”ef ég man rétt”, að almenningur fengi að kjósa um hvort halda ætti aðaildaviðræðum áfram eða ekki.

Ég minnist þess ekki að Samfylkingin hafi lofað kjósendum neinum valmöguleikum áður en sótt var um aðild að ESB, hvað þá þjóðaratkvæðagreiðslu, þannig að þeir sviku ekki neitt…

Kannski er ég of mikill smáborgari en mér finnst loforð alltaf vera loforð og það sama gildir um kosningaloforð, orð skulu standa eða hvað? Reyndar hefur þessi Ríkisstjórn ekki staðið við nein kosningaloforð ennþá(nema fyrir þá ríku), þannig ef staðið væri við þetta þá væri það stílbrot.

Ég vil að þjóðin ákveði og ráði, jafnvel þó ég sé ekki sammála niðurstöðu hennar. Ég óttast ekki umræðuna en mun frekar þá sem vilja ekki umræðuna.

Ég held að ég bíði með málefnalegt blogg um hvers vegna ég tel að ESB sé ekki góður kostur fyrir Ísland þangað til upphrópanir og sleggjudómar hafa horfið af sviðinu.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur