Þriðjudagur 20.05.2014 - 23:03 - FB ummæli ()

Borgarbankinn

Þegar frambjóðendur okkar í Dögun hafa verið á ferðinni og rætt við fólk hefur það komið í ljós að fólki finnst hugmynd okkar um Borgarbanka mjög góð. Það er mikill samhljómur meðal þeirra sem rætt hefur verið við að hagnaðurinn eigi frekar að fara til almennings en fárra útvaldra.
Hugmyndin er ekki flókin en hún gengur út á það að Reykjavíkurborg stofni sinn eigin banka. Hagnaður bankans gangi síðan til eigenda sinna, þ.e. borgarbúa. Þannig eykst geta borgarinnar til að sinna borgarbúum. Þar setjum við í Dögun megin áhersluna á að hjálpa þeim sem minnst hafa.
Það sem gerir þennan banka sérstakan er að hann yrði mun gagnsærri og borgarbúar gætu haft mun meira um starfshætti hans að segja en aðra banka. Eins og við vitum eru venjulegir bankar ósnertanlegir fílabeinsturnar. Auk þess væri lánastefna borgarbankans þröng, þ.e. hún væri mjög samfélagsmiðuð og ekki væri leyfilegt að taka þátt í því sem stundum er kallað ”spilavítishegðun”. Bankinn mætti lána til verkefna sem búa til raunveruleg verðmæti og ekki fjárfesta í froðuhagnaði.
Það má leiða sterkar líkur að því að ef allir bankar á Íslandi hefðu verið reknir eftir þessari hugmyndafræði þá hefðum við sloppið við bankakreppuna 2008. Samfélagslega rekinn banki hefði ekki mátt taka veð í óveiddum fiski. Auk þess er það dæmi um spilavítishegðun að þiggja óveiddan fisk sem veð sem er eign þjóðarinnar en ekki lántakandans.
Dögun vill að Borgarbankinn styrki borgarsjóð og gefi gott fordæmi um hvernig góð bankastarfsemi geti verið. Mjög mikilvægt er að umræðan um Borgarbanka komist á dagskrá því það er augljóst að við erum enn að kljást við afleiðingar af fjárfestingastefnu einkabankanna.

 

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur