Sunnudagur 18.05.2014 - 00:07 - FB ummæli ()

Réttlæti

Rauði kross Íslands kynnti núna rannsókn á þeim í samfélagi okkar sem eru félagslega berskjaldaðir eða það sem oft er kallað fátækt. Fátækt hefur aldrei verið vinsælt umræðuefni á Íslandi en hefur þó komist meira í umræðuna í seinni tíð, aðalega vegna aukinna rannsókna. Menn geta ekki neitað tilvist fátæktar í dag.
Að fátækt sé fylgifiskur samfélags okkar er merki þess að við erum ekki að gera hlutina rétt. Það vill örugglega enginn verða fátækur og þess vegna getur það ekki verið rétt að við sættum okkur við það að aðrir séu það. Framkoma okkar gagnvart fátækum í samfélagi okkar er ekki merki um réttlæti. Við erum því að breyta rangt og fremja óréttlæti.
Við verðum því öll að taka okkur á og ekki að linna látum fyrr en við höfum útrýmt fátækt því erfitt er að afsaka aðgerðaleysi í landi þar sem margir eru þó enn aflögufærir. Bankar og útgerðafyrirtæki græða vel að minnsta kosti. Fyrst og fremst þurfum við að viðurkenna fyrir okkur að þennan vanda verði að leysa strax og forgangsraða í þágu þeirra sem búa við fátækt.
Dögun í Reykjavík viðurkennir vandann og krefst þess að Reykjavíkurborg standi við lagalegar skyldur sínar við að framfleyta þeim sem geta ekki gert það sjálfir. Okkur finnst þetta vera mannréttindarmál og Ísland hefur ritað undir Barnasáttmála SÞ. Við teljum okkur ekki stætt á því að veita afslátt á mannréttindum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur