Sunnudagur 21.12.2014 - 23:31 - FB ummæli ()

Að auka útflutning

Nú hafa fimm sérfræðingar sagt upp á Landspítalnum. Hef heyrt í nokkum og frétt af enn fleirum sem eru að kanna málið. Ég flutti til Svíþjóðar 2011 og hef því fengið  nokkrar fyrirspurninr um lífið hinum megin.

Við skulum setja læknadeiluna í víðara samhengi því bankakreppur eru margendurtekið fyrirbæri. Eftir að einkabankarnir eru farnir á hausinn taka skattgreiðendur á sig skellinn. Þess vegna þarf að spara. Þess vegna er velferðarkerfið skorðið niður. Komugjöld sjúklinga eru aukin og stundum er kerfið einkavætt. Niðurstaðan er að þeir sem eru betur settir fá þjónustu en hinir ekki. Þar með hafa útgjöld til heilbrigðismála verið lækkuð. Árangur heilbrigðiskerfisins á landsvísu versnar. Allt vel skráð á spjöld sögunnar og í rannsóknum.

Spurningin er hvort stjórnvöld nema staðar við læknadeiluna eða halda áfram með þjóðina hina hefðbundnu leið. Hvernig tekst til með læknadeiluna er afgerandi fyrir trú landans á framtíðina hér á landi. Það vita allir að sérhagsmunahóparnir, útgerðin, ferðaþjónustan og bankarnir njóta forgangs. Ef þessum hópum er áfram hyglt á kostnað velferðakerfisins í stað þess að sækja þangað fjármuni er nokkuð ljóst hvert stefnir.

Þá gæti það sama hent okkur sem gerst hefur í mörgum öðrum löndum sem hafa lent í bankakreppum, þ.e. að mennta fólk til útflutnings.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur