Fimmtudagur 11.08.2016 - 14:41 - FB ummæli ()

Auðveld leið til leiðréttingar á röngu fiskverði

Það þarf ekki stórkostlega fyrirhöfn til að breyta fyrirkomulagi sjávarútvegsmála til hins betra. Í raun mjög einfalt.

Það eru til tvö verð á fiski í dag. Venjulegt markaðsverð sem ræðst af framboði og eftirspurn. Hitt verðið er ákveðið í “Kreml” og kallast landsambandsverð. Það verð er lægra en markaðsverðið.  Lága verðið nota þeir sem eiga bæði veiðiskipið og verksmiðjuna sem vinnur fiskinn.

Að nota lága verðið lækkar laun sjómanna, minnkar skatttekjur okkar, minnkar hafnargjöld og útsvarstekjur. Við erum að tala um haug af milljörðum á ári. Þessir peningar fara inní svart hol “kvótaelítunnar” og enda sennilega í skattaparadísum.

Ef allur fiskur færi á markað þá ríkti meira jafnræði og hið raunverulega verð kæmi fram. Þannig gætu fiskverkunarfyrirtæki víðsvegar um landið keypt til sín fisk jafnvel þrátt fyrir að kvóti hafi verið fluttur úr byggðarlaginu.

Þetta er einföld aðgerð og er eitt af meginstefnumálum stjórnmálasamtakanna Dögunar. Þar sem við erum ekki háð sérhagsmunaaðilum munum við koma þessari breytingu á. Það hefur sýnt sig að fjórflokkurinn er allt of tengdur hagsmunum sjávarútvegsins til að geta breytt þessu og skiptir þá engu máli hvað hann lofar fyrir kosningar. Það hefur sagan kennt okkur.

Svo að sjálfsögðu eiga krókaveiðar að vera frjálsar.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur