Þriðjudagur 09.08.2016 - 16:19 - FB ummæli ()

Íslensk okurlánastarfsemi

Það er öllum hollt að lesa þessa grein í Fréttatímanum um mismunandi lánakjör á Íslandi og Svíþjóð. Í Svíþjóð verður 7 milljón ISK lán að 8.3 milljónum þegar það er að fullu greitt. Á Íslandi verður sama lán að 18 milljónum þegar upp er staðið. Þegar verðbólgan gaus upp á tíunda áratugnum í Svíþjóð þá lögðust ALLIR á eitt að ná henni niður því lánastofnanir töpuðu peningum í hverjum mánuði. Þær lánuðu ekki verðtryggt eins og þeir á Íslandi. Á Íslandi er almenningur arðrændur með lögum.

Hluti fjórflokksins hefur endurtekið lofað kjósendum að afnema verðtrygginguna og svikið það jafn oft. Því miður hafa kjósendur tekið fjórflokkinn trúanlegan og veitt þar með fjórflokknum brautargengi.

Það virðist sem breyting sé í vændum, fjórflokkurinn minnkar á kostnað Pírata, sem er vel. Einn sterkasti hvatinn að stofnun stjórnmálasamtakanna Dögunar fyrir síðustu kosningar var afnám verðtryggingarinnar. Þegar Dögun kemst til valda verður verðtryggingin afnumin á sama hátt og henni var komið á-með lögum. Við munum standa við það því við erum ekki háð neinum sérhagsmunahópum og ég þekki ekki neinn frambjóðenda Dögunar sem er sérstaklega að leita sér að þægilegri innivinnu til áratuga.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur