Föstudagur 26.08.2016 - 23:34 - FB ummæli ()

Draumurinn um réttláta framtíð

Núna stefnir í kosningar í lok október. Stjórnmálasamtökin Dögun ætla að bjóða fram í öllum kjördæmum. Stefna okkar er að skapa réttlæti til framtíðar. Við teljum okkur hafa lausnir sem munu virka ef við fáum aðstöðu til að koma þeim í framkvæmd.

Eitt mikilvægasta atriðið er að koma böndum á bankana og fjárfesta sem moka til sín gróða sem væri mun betur kominn við að jafna kjör í landinu. Með stofnun samfélagsbanka mun almenningi og fyrirtækjum gefast kostur á viðskiptum við stofnun sem ekki hefur það að markmiði að græða heldur vera samfélagslega ábyrgur.

Við ætlum að lögleiða framfærsluviðmið sem duga til mannsæmandi framfærslu og við munum einfalda lífeyrissjóðakerfið og minnka kostnað sjóðsfélaga.

Húsnæðismarkaðurinn á að vera þannig að auðvelt sé að fá öruggt þak yfir höfuðið. Munum skapa raunverulegan leigumarkað/húsnæðissamvinnufélög sem dansa ekki eftir geðþótta fárra fjárfesta.

Markmið okkar í stjórnskrármálinu er að koma völdum til almennings þar sem þau eiga í raun heima.

Arðurinn af auðlindum okkar á að renna til almennings en ekki í vasa örfárra.

Við viljum gjaldfrjálst heilbrigðis- og menntakerfi og stórefla bæði kerfin.

Við munum afnema þá einokun sem er í sjávarútvegsmálum og koma á jafnræði þar.

Þá er bara að skella sér inná heimasíðu okkar xdogun.is og kynna sér málin.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur