Fimmtudagur 25.11.2010 - 16:50 - 15 ummæli

Afnemum Jón Gnarr!

Stjórnlagaþing á að afnema Jón Gnarr. Ekki sem persónu og listamann. Heldur sem borgarstjóra. Stjórnlagaþing á að leggja niður Borgarstjórn Reykjavíkur. Eins og aðrar núverandi sveitarstjórnir í landinu.

Þess í stað á stjórnlagaþing að leggja til ákvæði í stjórnarskrá sem gerir ráð fyrir að grunnstjórnsýslueiningar landsins verði í formi 6 til 8 lýðræðislegra héraðsþinga og héraðsstjórna sem taki við eins stórum hluta núverandi ríkisvalds og unnt er. Ríkisvaldið sjái þannig einungis um þau verkefni sem nauðsynlegt er að vinna miðlægt fyrir landið í heild.

Með slíkri breytingu yrði Reykjavík ekki ein stjórnsýslueining á sveitarstjórnarstigi heldur hluti af afar öflugri stjórnsýslueiningu höfuðborgarsvæðisins sem stýrt væri af lýðræðislega kjörnu héraðsþingi og héraðsstjórn. Héraðsþingi sem kosið væri til með persónukosningu og þar sem iðkað yrði beint lýðræði.

Á sama hátt væri 5 til 7 aðrar stjórnsýslueininingar á landsbyggðinni sem gegndu sama hlutverki.

Með þessu er dregið úr miðstýringarvaldi Reykjavíkurvalds ríksisins.  

Höfuðborgarsvæðið eflist gagnvart ríkisvaldinu og landsbyggðin styrkist gagnvart höfuðborgarsvæðin og ríkisvaldinu. Eðlilegu jafnvægi og dreifstýringu náð.

Já, afnemum Jón Gnarr!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Leggjum líka niður spillta og óþarfa stjórnmálaflokka eins og Framsónarflokkinn.

  • Hallur Magnússon

    Ef þjóðin vill leggja niður Framsóknarflokkinn – þá gerir hún það á lýðræðislegan hátt með því að hafna flokknum í kosningum.

    Með persónukjöri bæði til Alþingis og héraðssjórna mun flokksræði og ráðherraræði væntanlega minnka.

    Efast reyndar um að það sé meiri spilling í Framsókn en öðrum flokkum. Undanfarnar vikur og mánuðir hafa einmitt sýnt okkur að þeir sem áður þóttust ekki vera spilltir – eru ekki eins heilagir og þeir vildu vera láta.

    Það er aftur á móti annað mál.

    Það sem skiptir máli er lýðræðið – og það mun væntanlega stjórna því hvort Framsóknarflokkurinn – og aðrir flokkar – eigi framtíð fyrir sér. Á meðan flokkur fær 14% – 18% fylgi í kosningum þá á hann rétt á sér. Hvað sem okkur kann að finnast um hann.

  • Siggi Silly

    Einn sem er í fílu af því að Jón Gnarr er meira töff en hann 🙂

  • Hallur Magnússon

    Nei Sigga Silly!

    Þetta snýr ekki að Jóni Gnarr – heldur því fyrirkomulagi sem við búum við. Held meira að segja að Jón Gnarr kunni að vera sammála mér í þessu!

    Viltu ekki lesa pistilinn aftur með opnum huga.

    Gnarrinn gæti vel orðið héraðsstjóri höfuðborgarsvæðisins eftir breytingu! Ef kjósendur kjósa svo!

    … svo er ég líka voða töff 🙂

  • stefán benediktsson

    Miðstýringarvald Reykjavíkurvalds? Dæmi?

  • Siggi Silly

    Ég var bara að fíflast

    En enginn sem er í Framsókn, Sjálfstflokk, Samfó eða VG er einu sinni nálægt því að vera töff

    Hugsanlega eru þeir frekar úrtak af mestu lúðum, fílupúkum og ókreatívu fólki á íslandi

    Einu sinni stúdentapólitíkuss – alltaf stúdentapólitíkuss

    Pólitíkussar sem koma úr stúdentapólitík, ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkana eða félögum þeim tengdum – gætu alveg eins verið í Scientology – svo kengbiluð er heimsýn þeirra

    Þetta eru og hafa alltaf verið Cult

    Kkv. Fly guy

  • Steinarr Kr.

    Búinn að krossa þig út. Færð ekki mitt atkvæði út á svona vitleysu.

    Af hverju ætti að skilgreina sveitarstjórnarstigið eitthvað í grundvallarskipan ríkisins?

  • Hallur Magnússon

    Steinarr.

    Það verður að hafa það þótt þú krossir mig út.

    Þetta snýst nákvæmlega um grundvallarskipan ríkisins. Valdmörk ríkisins og miðstjórnarvaldsins annars vegar og héraðsstjórna hins vegar.

    Lítum á Þýskaland. Þýskaland er sambandsríki. Þar eru skilgreind valdmörk þýska ríkisins annars vegar og einstakra sambandsríkja hins vegar.

    Lítum á Bandaríkin. Þar eru skilgreind valdmörk alríkisins ananrs vegar og fylkjanna hins vegar.

    Það má einnig líta á Noreg. Þar eru skilgreind ákveðin mörk milli norska ríkisins annars vegar og fylkjanna hins vegar.

    Þetta er í raun sama grundvallaratriðið sem þarf að skilgreina í stjórnarskrá.

    Þá verður að halda til haga að innan sambandsríkjanna – fylkjanna – eru sveitarstjórnirnar. Þannig eru í framangreindu dæmunu 3 stjórnsýslustig.

    Það sem ég er að segja er að vegna fámennis Íslands – þá er galið að hafa þrjú stjórnsýslustig – sem samt eru að myndast á Íslandi um þessar mundir í formi samvinnuráða sveitarfélaga – sem eru nauðsynleg til að taka td. við málefnum fatlaðra. Það er ekki góð þróun.

    Þess vegna eigum við að hafa áfram 2 alvöru stjórnsýslustig á Íslandi. En ekki örsveitarfélög eins og nú sem ekki geta tekið við fleiri verkefnum og þurfa alfarið að reiða sig á náð ríkisvaldsins – heldur stærri einingum sem liggja mitt á milli sveitarstjórna og sambandsríkja/ fylkja í dæmunum að framan.

    Þannig fáum við sterkar, lýðræðislegar einingar – héraðsþing og héraðsstjórnir – sem geta tekið við stórum hluta verkefna miðstýrða ríkisvaldsins – svo fremi sem skatttekjurnur renni gegnum þá einingu, en verði ekki áfram steytt úr hnefa frá Reykjavík.

    Það má segja að tillaga mín felist í að sveitarstjórnir og fylki/sambandsríkja í dæmunum hér að framan renni saman í eitt á Íslandi.

    Þannig að Steinarr – það verður að skilgreina þetta stig í grundvallarskipan ríkisins. Annars á héruðin ekki það sjálfstæði og þá stöðu sem þeim ber gagnvart ríkisvaldinu.

    Stefán.

    Eitt dæmi er heilbrigðiskerfið.

    Þá má benda að innan sambandsríkjanna og fylkjanna eru minni stjórnsýslueiningar – sveitarstjórnir.

  • Hallur Magnússon

    Steinarr.

    Það verður að hafa það þótt þú krossir mig út.

    Þetta snýst nákvæmlega um grundvallarskipan ríkisins. Valdmörk ríkisins og miðstjórnarvaldsins annars vegar og héraðsstjórna hins vegar.

    Lítum á Þýskaland. Þýskaland er sambandsríki. Þar eru skilgreind valdmörk þýska ríkisins annars vegar og einstakra sambandsríkja hins vegar.

    Lítum á Bandaríkin. Þar eru skilgreind valdmörk alríkisins ananrs vegar og fylkjanna hins vegar.

    Það má einnig líta á Noreg. Þar eru skilgreind ákveðin mörk milli norska ríkisins annars vegar og fylkjanna hins vegar.

    Þetta er í raun sama grundvallaratriðið sem þarf að skilgreina í stjórnarskrá.

    Þá verður að halda til haga að innan sambandsríkjanna – fylkjanna – eru sveitarstjórnirnar. Þannig eru í framangreindu dæmunu 3 stjórnsýslustig.

    Það sem ég er að segja er að vegna fámennis Íslands – þá er galið að hafa þrjú stjórnsýslustig – sem samt eru að myndast á Íslandi um þessar mundir í formi samvinnuráða sveitarfélaga – sem eru nauðsynleg til að taka td. við málefnum fatlaðra. Það er ekki góð þróun.

    Þess vegna eigum við að hafa áfram 2 alvöru stjórnsýslustig á Íslandi. En ekki örsveitarfélög eins og nú sem ekki geta tekið við fleiri verkefnum og þurfa alfarið að reiða sig á náð ríkisvaldsins – heldur stærri einingum sem liggja mitt á milli sveitarstjórna og sambandsríkja/ fylkja í dæmunum að framan.

    Þannig fáum við sterkar, lýðræðislegar einingar – héraðsþing og héraðsstjórnir – sem geta tekið við stórum hluta verkefna miðstýrða ríkisvaldsins – svo fremi sem skatttekjurnur renni gegnum þá einingu, en verði ekki áfram steytt úr hnefa frá Reykjavík.

    Það má segja að tillaga mín felist í að sveitarstjórnir og fylki/sambandsríkja í dæmunum hér að framan renni saman í eitt á Íslandi.

    Þannig að Steinarr – það verður að skilgreina þetta stig í grundvallarskipan ríkisins. Annars á héruðin ekki það sjálfstæði og þá stöðu sem þeim ber gagnvart ríkisvaldinu.

    Stefán.

    Eitt dæmi er heilbrigðiskerfið.

  • Hallur, þú ert eitt besta dæmið af gjörspilltum handónýtum pólitískum ,,bitlingi“ !

    Framsóknarflokkurinn kom þér fyrir inn í íbúðarlánakerfinu !

    Hvað ertu núna ?

  • Hallur Magnússon

    Nei, heill og sæll JR!

    Hef lítið orðið var við þig síðan ég var á Moggablogginu!

    Þú ert alltaf jafn málefnalegur og rökfastur!

    Við erum mörgum sinnum búnir að fara yfir það að Framsóknarflokkurinn kom hvergi nærri þegar ég var ráðinn yfirmaður gæða- og markaðsmála Íbúðalánasjóðs sumarið 1999 í kjölfar meistaranáms í stjórnun og stefnumótun.

    Ég sótti um til Capacent – sem þá var Gallup – þar sem ég var að klára námið í Verslunarháskólanum í Kaupmannahöfn – CBS.

    Capacent mat mig hæfasta umsækjandann og mælti með því að ég yrði ráðinn. Tveir aðrir töldust einnig koma til greina – en þeir báðir með minni menntun og reynslu.

    Reyndar var reynt að koma í veg fyrir ráðningu mína á þeim forsendum að ég hefði tekið þátt í pólitík nokkrum árum áður. En niðurstaða Gallup var skýr – og ég ráðinn á grundvelli hennar.

    Ég er nokkrum sinnum búinn að óska eftir rökstuðningi þínum fyrir dylgjum á þeim nótum sem þú setur fram hér að ég sé „eitt besta dæmið af gjörspilltum handónýtum pólitískum ,,bitlingi“.

    Þætti vænt um að þú rökstyðjir það með dæmum og staðreyndum – og bendir mér á þá pólitísku bitlinga sem ég á að hafa fengið.

    Ef þú telur að varaformennska í Velferðarráði Reykjavíkurborgar – sem ég féllst á að gegna haustið 2008 eftir að hafa ekki takið virkan þátt í stjórnmálum frá árinu 1995 – sé „bitlingur“ þá misskilur þú starf Velferðarráðs.

    Reyndar var leitað til mín í það verkefni vegna víðtækrara reynslu minnar sem nær yfir nánast alla málaflokka Velferðarráðs, félagsþjónustu, öldrunarþjónustu, málefni fatlaðra, reksturs hjúkrunarheimila og húsnæðismál.

    Bendi þér á ferilskrá mína til að kynna þér aðkomu mína að þeim málaflokki – meðal annars sem félagsmálastjóri á Hornafirði – þar sem ég var ráðinn og starfaði undir meirihluta Sjálfstæðisflokks og Kríunnar – en Framsókn í minnihluta.

    Að lokum vil ég minn þig á auðkennisnúmerið mitt vegna stjórnlagaþings #9541.

    Megir þú eiga friðsælan dag.

  • Hallur.

    Skemmtilegt að þú hafir saknað mín !

    Vil bara í upphafi segja þér, ég hef ekki misskilið eitt né neitt í pólitísku stafi manna , einnig þínu pólitíska starfi !

    Ég fann ekki upp handónýta gjörspillta íslenska stjórnsýslu !
    Það eru og voru íslenskir stjórnmálaflokkar.
    Þú varst valin í gegnum hana !

    Þú ert búin að vera hluti af þessu gjörspillta handónýta opinbera stjórnsýslukerfi allt of lengi, í boði framsóknarflokksins !

    Þið spilltu pólitísku handvöldu fulltrúar viljið alltaf fara fram á eitthvað sérstakt þegar kemur að ykkur sjálfum !

    Rökstuðningur fyrir spillingu framsóknaflokksins , ertu að byðja um þann rökstuðning ?

    Þú segist hafa verið innan framsóknarflokksins þegar samstarfið var búið til með sjálfstæðisflokknum í borginni ?

    Framsóknaflokkurinn og byggingarnar á Höfðatorgi ?

    Klíkuskapurinn og spllingin í gegnum pólitík í þessu landi eru svo svakalega ógeðsleg , en þú ert enn að reyna að telja fólki trú um allt annað !

  • Hallur Magnússon

    JR.

    Hélt þú kæmi með rök – en ekki sömu sleggjudómana og áður.

    Ætla ekki að endurtaka ráðningarferlið þegar ég var metin hæfastur umsækjanda af Gallup. Þú getur lesið það aftur hér að framan.

    Bið enn og aftur – eins og forðum – rök fyrir dylgjum þínum um spillingu í starfi.

    Hvað hefur Framsóknarflokkurinn með byggingar á Höfðatorgi að gera?

    Ákvörðun um að byggja á staðnum voru teknar af Ingibjörgu Sólrúnu, ákvörðun um stækkun byggingarmagnsins af Steinunni Valdísi, ákvörðun um leigu Reykjavíkurborgar á húsnæði af Vilhjálmi Þ., viðmið við vísitölu í leigusamningi og aukið leigumagn af Degi B og staðfest af Ólafi F!

    Hingað til hefur ekkert af þessu fólki verið talið hluti Framsóknarflokksins!

  • Ekki vera að gera þig að meira ,,pólitísku fífli“ en þú ert þegar !

    Það er alveg sama hvaða rök eru notuð þú munt alltaf segja allt annað, þannig virkar handónýta gjörspillta pólitíska flokkakerfið !

    Hallur, þú ert enn þá meiri hluti af þessu gjörspillta handónýta pólitískakerfi en ég hélt !

    Það er alveg sama hvar þú starfaa í dag, þú verður að borga til baka . Annars eyðileggja þeir þig !

  • Hallur Magnússon

    JR, elsku kallinn.

    Alltaf sömu órökstuddu sleggjudómarnir.
    Aldrei rök – sjaldnast staðreyndir.
    Aldrei raunverulega svör þegar ég bið um rökstuðning.

    Er ekki svolítið þreytandi að vera svona bitur?

    Vona að þú eigir góðan dag!

    Minni á auðkennisnúmerið mitt #9541.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur