Föstudagur 26.11.2010 - 01:42 - 2 ummæli

Tabula rasa stjórnlagaþings

Í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings hafa margir beint sjónum sínum að því hvaða greinum stjórnarskrárinnar ætti að breyta og hversu mikið. Sumar spurningar sem við frambjóðendur til stjórnlagaþings höfum fengið frá ýmsum hagsmunasamstökum hafa einmitt beinst að einstökum greinum núverandi stjórnarskrá.

Eðlilega.

Stjórnarskráin okkar er að mörgu leiti góð. Þar er að finna margar góðar greinar. Greinar sem mér þykir vænt um.

En ég er ekki á því að stjórnlagaþing eigi að nálgast verkefnið á þennan hátt þótt þessi aðferðarfræði eigi fullan rétt á sér.

Stjórnlagaþingið á að hefjast tabula rasa. Sem autt blað. Eins og hugur barns sem reynslan fyllir út. Umræðurnar á stjórnlagaþinginu eru ígildi reynslu barnsins sem fyllir út hugann  með tímanum og auknum þroska.

Fulltrúar á stjórnlagaþingi munu vissulega koma hver og einn með sínar skoðanir og áherslur í umræðuna og vinnuna. Og fylla út tabula rasa  – hið auða blað – hinn ómótaða hug stjórnlagaþingsins – og skila þjóðinni tillögu að nýrri stjórnarskrá.

Margar áherslur og margar skoðanir byggja á núverandi stjórnarskrá. Aðrar áherslur og aðrar skoðanir hafa ekkert með núverandi stjórnarskrá að gera. Umræðan skapar nýja stjórnarskrá.

Við eigum að nálgast verkefnið algerlega frá grunni. Við eigum að vinna skýra og einfalda stjórnarskrá fyrir 21.öldina, með áherslum fyrir 21. öldina og á tungutaki fyrir 21. öldina. Það er verkefnið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • ,,Það er verkefnið.“

    Ætlar þú að vera fulltrúi framsóknaflokksins á þessu þingi ?

  • Hallur Magnússon

    JR, kæri vin!

    Minni á auðkennisnúmerið #9541 !

    … og ekki gleyma að skoða áherslurnar mínar inn í Tabula rasa stjórnlagaþingsins.

    Eigðu góðan dag!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur