Miðvikudagur 30.03.2011 - 10:54 - 1 ummæli

Utangarðsfólk leitar í Herinn

Utangarðsfólk í Reykjavík gengur að vísu húsaskjóli í dagsetri Hjálpræðishersins að Eyjarslóð í Örfyrisey. Þar býðst fólkinu heitur matur í hádeginu, rúm til að hvílast yfir daginn, þar eru þvegin föt þeirra sem þess óska, félagsráðgjöf veitt og meira að segja boðið upp á fótsnyrtingu.

Utangarðsfólk þarf því ekki að mæla götur Reykjavík í kuldanum frá því gistiskýli utangarðsmanna lokar klukkan 10 á morgnanna til klukkan 17 á daginn, eins og haldið var fram í frétt DV af aðstæðum utangarðsmanna fyrr í vikunni.

Ég vænti þess að DV láðst að leita sér upplýsinga hjá þeim sem til þekkja – frekar en að blaðið hafi ákveðið að sleppa umfjöllun um dagsetrið svo fréttinn yrði „betri“

Starf Hjálpræðishersins í þágu utangarðsfólks er til fyrirmyndar og ber að þakka. Sjálfboðaliðar á vegum Hersins ferja utangarðsfólk úr miðbænum út í Örfyrisey þar sem dagsetrið er staðsett – og aftur til baka þegar dagsetrinu lokar klukkan 17.

Ég hvet fólk til að styðja þetta frábæra framtak Hjálpræðishersins í þágu utangarðsfólks með fjárframlögum.

Bankareikningur hjálpræðishersins vegna þessa er 513-26-11314. Kennitala Hersins er 620169-1539.

Þá er ekki úr vegi að renna vestur í Örfyrirsey með nytjahluti sem við erum hætt að nota – eða til að versla í nytjaverslun Hjálpræðishersins á Eyjarslóð.  Hagnaður af nytjaversluninni rennur til dagseturs utangarðsmanna

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Velferðaráð Reykjavíkur gaf fyrirmæli um að takmarka opnunartíma Gistisskýlisins, samkvæmt beinum upplýsingum sem ég hef frá notanda þjónustunnar.

    Af hverju er verið að flokka fólk yfirhöfuð í samfélaginu ?

    Það eru tvær kirkjur við Austurvöll. Sitthvorumegin við Alþingishúsið, báðar telja sig þjóna Jesú Kristi, Dómkirkjan og Herinn .

    Súpan á þeim bæjum er í sitthvorum verðflokknum. – Ég spyr hvers vegna ?

    Skyldi Djúsús Kræst vita að þessu, ætli hann sé fylgjandi stéttskiptingunni við Austurvöll ?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur