Miðvikudagur 22.06.2011 - 00:08 - 14 ummæli

Grín Gnarrs nær nýjum hæðum!

„Meirihlutinn í borgarstjórn leitar nú leiða til að skilja á milli stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur og eigenda hennar, en í framtíðinni sjá menn fyrir sér að til stjórnarsetu veljist þeir sem hæfastir eru í stað pólitískt kjörinna fulltrúa eins og hingað til hefur tíðkast.“

Þetta las ég á Eyjunni í gær.

Þótti þetta spennandi hugmynd og pældi í því hvaða fagmann – en ekki pólitíkus – Gnarr og Dagur myndu setja í stjórn Orkuveitunnar.

Væri ég lúsugur þá hefðu allar lýs dottið dauðar af höfði mínu þegar „fagmaðurinn“ en ekki „pólitíkusinn“ kom í ljós:

„Gylfi Magnússon, fyrrverandi ráðherra, var í dag kosinn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur“.

 Grín Gnarrs nær nýjum hæðum með þessari skipan! 

Ekki pólitíkus?  

Grín Gnarrsins er algjört – nema Gnarrinn hafi í alvöru EKKERT fylgst með pólitík í ráðherratíð Gylfa Magnússonar.

Þá er aðalgrínisti Reykjavíkur ekki Jón Gnarr – heldur Dagur B.!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • Gylfi Magnússon var fenginn sem fagráðherra í sinni tíð en ekki pólítíkus enda var hann ekki pólítíkus heldur háskólamaður, það hlýtur því enn að vera litið á hann þannig jafnvel þó að hann hafi starfað sem pólítíkus?

  • Var Guðlaugur Sverrisson utan þjónustusvæðis?

  • Hallur Magnússon

    Aron.
    Gylfi Magnússon var einmitt fenginn semfagráðherra – en það varð minna úr faglegheitunum en þvi meira úr pólitíkinni. Reyndar var pólitískt stæki Gylfa meira en flestra annarra ráðherra.

    Algjör andstaða Gylfa var hins vegar Ragna Árnadóttir – sem var fenginn sem faglegur ráðherra og starfaði sem faglegur ráðherra.

  • Og á hvaða hátt starfaði Gylfi Magnússon ekki faglega?

    Hvenær var hann meira í pólitíkinni en faglegheitunum?

    Og á hvaða hátt er Gylfi ekki nógu góður sem fagmaður í stjórn OR?

    Við hvað miðar þú að menn séu faglegir ráðherrar eða pólitískir?

    Væri t.d. Halldór Ásgrímsson fageglur ráðherra?

  • Sigurjón Ólafss.

    Já, og mesti grínistinn, Dagur B. er alls ekki fyndinn.

  • Hafþór Örn

    Tek undir með Agnari, á hvaða hátt starfaði Gylfi Magnússon ekki faglega?

  • Kommon… Ef þið mynduð koma niður úr stúkunni, þá væri augljóst í hvaða búning Gylfi er.

    Ágætis fulltrúi í stjórnina…

    en faglegur smaglegur…

  • Hallur Magnússon

    Halldór Ásgrímsson væri – eins og Gylfi Magnússon – pólitískur ráðherra með faglegan bakgrunn.

    Eins væri Halldór Ásgrímsson – eins og Gylfi Magnússon – pólitískur stjórnarmaður ú OR með faglegan bakgrunn.

  • Að hvaða leiti var Gylfi pólitískur ráðherra? Því hann hafði skoðanir?

    Endilega komdu með dæmi!

  • Svarið við þessu er nú augljóst.

    Gylfi var einn vinsælasti ráðherrann og talinn algjörlega ópólítískur lengi.

    Svo vildi hann ekki flata niðurfellingu húsnæðisskulda.

    Þá er hann orðinn kommi og óvinsæll.’

    Svo einfalt er nú það.

  • Þorstinn 11.24

    Var ástæðan ekki aðallega sú að fyrstu eftir hrun var Gylfi ræðumaður á Austurvelli þar sem hann fór mörgum orðum um að taka yrði á bankakerfinu og afskrfa skuldir heimilia.

    Svo settist hann í ríkisstjórn og tók 180 gráðu beygju.

  • Hann hefur líklega komist að því, þegar hann hafði allt fyrir framan sig, að sú leið var ekki fær. Sem hann og sagði sjálfur. En það er ekki tekið til greina, þar sem fyrirframgefin skoðun skuldugra er að það sé hægt að létta af þeim skuldunum – þegar þeim er tjáð annað hlýtur viðkomandi að vera að ljúga.

  • Sigurður Pálsson

    Spurning til Halls

    Ef þú Hallur Magnússon hefðir tekið sæti í stjórn Orkuveitunar að beini Jóns Gnarr hefði það verið fagleg eða pólitísk ráðnig?

  • Hallur Magnússon

    Sigurður. Það hefði verið pólitísk ráðning á manni með faglegan bakgrunn. Svona eins og kjör Gylfa. Og Halldórs ef hann hefði verið fenginn.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur