Föstudagur 30.12.2011 - 11:53 - 5 ummæli

Meðmæli með Árna Páli!

Árni Páll Árnason hefur staðið sig vel sem efnahags-og  viðskiptaráðherra.  Árni hefur verið gagnrýninn á ýmsa þá vitleysu sem ríkisstjórnin sem hann situr í hefur staðið fyrir. Það fer fyrir brjóstið á Steingrími J. „Skattmann“ sem vill Árna Pál burtu. Jóhanna Sigurðardóttir óttast aukinn styrk Árna Páls og vill hann líka burtu.

Þetta eru meðmæli með Árna Páli.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Haukur Kristinsson

    Árni Páll hefur staðið sig vel, fullyrðir Hallur. Má vel vera, hefur hinsvegar farið fram hjá mér. Hallur mætti undirstrika sína fyllyrðingu með einhverjum dæmum. Að mínu mati er Árni Páll enginn Social Democrat eða jafnaðarmaður, ætti frekar heima í Valhöll.

  • Sigurður Pálsson

    Árni Páll hefur aðeins verið að stíga upp á undanförnum mánuðum, það er staðreynd. Hann hefur hins vegar unnið með fjármálafyrirtækum á kostnað almennings, sérstaklega með hinum ótrúlegu vaxtalögum. Sá gjörningur gleymist seint.

  • Yfirborðskennd aukaatriði er það eina sem þessi ríkisstjórn snýst orðið um og mannavalið í samræmi við það.

  • Halldór Agnarsson

    Hæhæ.

    Munið þið ekki eftir því þegar Árni Páll birtist aftur og aftur í fjölmiðlum boðandi aðgerðir í skuldamálum heimilinna sem ekkert. JÁ EKKERT varð úr?

    Samt sammála hann hann hefur verið vaxandi í seinni tíð og því kannski eftirsjá af honum. Hefði frekar viljað að Jóhhana og Steingrímur yfirgæfu vetvanginn. Því fyrr því betra.

    Sagan á eftir að fara yfir orð Steingríms og Jóhönnu fyrir og eftir kosningar og kosningaloforð þeirra, sjá og dæma þau marklausa aumingja. Versta ríkisstjórn í sögu lýðveldis á Íslandi. Ríkisstjórn hinna glötuðu tækifæra.

    Hér var tækifæri til að breyta til. Taka upp gegnsærri vinnubrögð í meiri sátt við þjóðina. Þau gersamlega féllu. T.d. þegar átti að keyra fyrsta ICESAVE samninginn í gegnum þingið ÓLESINN!!!!!!!!

    Bestu kveðjur

  • Árni Páll leysti skuldavandmál heimilann með afbrigðum vel. Vandmálið er að þeir sem áttu að fylgja þeim eftir var að þeir litu og líta niðru á skuldara.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur