Miðvikudagur 25.01.2012 - 23:27 - 9 ummæli

Króatía og fullveldisskert Ísland

Króatar eru afar stoltir og þjóðernissinnaðir. Króatar náðu langþráðu fullveldi sínu fyrir örfáum árum eftir blóðug átök við nágrannaþjóð sína eftir að hafa verið hluti ríkjasambands lungann úr 20. öldinni. Króatar eru því afar meðvitaðir um fullveldi sitt.

Það kom því ekki á óvart að í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Króata að Evrópusambandinu væri mest áberandi umræða um óhjákvæmilegt afsal ákveðins hluta fullveldis Króatu kysu þeir að ganga í Evrópusambandið. Þessi umræða var hörð og fæstum þeirra sem gengu að kjörborðinu til að kjósa um aðildarsamning Króatíu og Evrópusambandsins duldist að um ákveðið framsal fullveldis yrði að ræða. 

Ólíkt Íslandi sem framseldi hluta fullveldis síns með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið á sínum tíma þá höfðu Króatar ekki framselt neitt af fullveldi sínu.  Á meðan innganga Íslands í Evrópusambandið mun skila Íslendingum til baka hluta þess fullveldis sem þeir töpuðu við inngöngu í Evrópska efnahagssvæðið þá mun innganga Króata í Evrópusambandið skerða fullveldi Króata að hluta.

Hinir stoltu og þjóðernissinnuðu Króatar ákváðu samt að greiða atkvæði með inngöngu Króata í Evrópusambandið. Þrátt fyrir að Evrópusambandið sé að ganga í gegnum erfiðustu efnahagsþrengingar sem það hefur staðið frammi fyrir til þessa.  Vilji þjóðarinnar er afar skýr þar sem rúmlega 2/3 hluti kjósenda kaus inngöngu.

Á næstunni munu Króatar hafa miklu meiri áhrif á marga mikilvæga þætti er snúa að Íslandi og íslensku regluverki en Íslendingar sjálfir. Króatar munu vera þátttakendur í ákvörðunum í Evrópusambandinu sem Íslendingar hafa ekkert um að segja en verða að láta yfir sig ganga vegna þess valdaframsals sem þátttaka Íslands í Evrópska efnahagssvæðinu felur í sér. 

Líklega var það þetta sem 2/3 króatískra kjósenda sáu. Þeir voru reiðubúnir að afsala sér hluta fullveldis Króatíu til að tryggja raunveruleg áhrif Króata á nánasta umhverfi sitt – Evrópu – í stað þess að sitja áhrifalausir hjá.  Þeir mátu fullveldi sínu betur borgið innan Evrópusambandsins en utan þess.

Fullveldisskertir Íslendingar ættu að velta þessu vali Króata vel fyrir sér.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Það ótrúlegasta er að esb-sinnar séu virkilega að reyna þennan sauðheimska áróður:

    „Á meðan innganga Íslands í Evrópusambandið mun skila Íslendingum til baka hluta þess fullveldis sem þeir töpuðu við inngöngu í Evrópska efnahagssvæðið…“

    Taktu þetta kjaftæði og troddu því.
    Það er enginn sem hlustar á þessa þvælu nema þeir lang-heilaþvegnustu trúboðar esb-sinna.

    Ég trúi því ekki einu sinni að þú sjálfur, Hallur, trúir þessari dellu.

    Það er aldeilis fokið í öll skjól hjá esb-sinnum.

    Hlægilegt og sorglegt lið.

  • Kristján Elís

    Góður pistill hjá þér Hallur, þetta er kjarni málsins

  • Ég gæti ekki verið meira sammála þér. Það er þetta sem umræðan á íslandi ætti að snúast um. Hvað vilja íslendingar í framtíðinni. Það er varla til umræðu að segja sig úr evrópska efnahagssvæðinu án þess að hafa annan og betri valkost. Og hvaða valkostur er betri (og á sama tíma raunsær) enn að ganga í Evrópusambandið?

  • Leifur A. Benediktsson

    Palli,

    Láttu kíkja á þig!

  • Leifur, taktu lyfin þín.

  • Hreint afbragð!

    Á þá ekki að fara ákæra einhvern fyrir landráð?

    Ef einhver heldur að þjóðerniskennd sé kjarni málsins, þá er hann á stórkostlegum villigötum.

    Held að þú verðir að gera betur en að nota leikskólafræðina 😉

  • Kosningaþáttaka Króata var aðeins 44% í þessu stóra máli. ESB hafði eytt milljörðum í áróður fyrir ESB aðild. Þjóðinn var hótað að ef ESB aðild yrði felld þá yrð bara gamla bragðið dregið fram það yrði kosið aftur og aftur.
    Samt voru aðeins 28,9% Króata sem sögðu JÁ við ESB aðild. Hinir eða 71,1% þjóðarinnar voru annaðhvort á móti ESB aðild eða sátu heima. Þetta kalla ég ekki lýðræðislega niðurstöðu.

    Eftir að þið ESB sinnar hafið nú hrakist úr hverju áróðurs vígi ykkar á fætur öðru og alltaf nær bjargbrúninni, þá reynið þið nú í örvæntingu ykkar að beita því lúalega áróðursbragði fyrir ykkur að fullveldi þjóðarinnar muni stóraukast við ESB aðild, vegna þess hvað EES samningurinn var vondur.

    Þessi Norska nefnd sem skilaði af sér um daginn var að uppistöðu til skipuð landsþekktum Evrópufræðingum og ESB aftaníossum. Meira að segja Eiríkur Bergmann sjálfur ESB sinni Íslands númer eitt sat í nefndinni. Þess vegna reyna þeir nú í örvæntingu sinni að ljúga þessu að Norsku þjóðinni.

    En það tekst ekki því að Norska þjóðin trúir þeim auðvitað ekki og Norska þjóðin vill ekkert með ESB aðild hafa og eru nær því að segja EES samningnum upp heldur en að fara að ganga í ESB. Þetta voru sömu aðilar sem beittu þeim hræðsluáróöðri í Noregi 1994, síðast þegar kosið var um ESB aðild í Noregi að allt færi til fjandans í Norsku atvinnulífi, landið myndi einangrast og atvinnuleysi stórvaxa ef ekki yrði gengið í ESB. Ekkert af þessum hræðsluáróðri þessara Norsku ESB aftaníossa gekk eftir.

    Við ættum því ekki heldur að leggja trúnað á svona ísmeygilega lymskulegan ESB lygaáróður !

  • Gunnlaugur, Norska þjóðinni er nokk sama um að vera ekki í ESB vegna þess að meirihluti hennar getur auðveldlega skroppið yfir til ESB landsins Svíþjóðar og fengið þar neysluvörur á eðlilegu verði.

    Því miður er þetta ekki valkostur fyrir íslenska neytendur.

  • Gunnlaugur, taka 2.

    Þessi skýrsla segir til um að margt hefur staðist sem sagt var 1994 varðandi pólitíska einangrun og lýðræðishalla. Þróun á orkuverði og skynsöm stefna í fjármálum Noregs hefur hins vegar valdið því að efnahagur Noregs hefur ekki farið aftur.

    Enda þarf Noregur ekki á erlendum fjárfestingum í atvinnulífinu að halda ólíkt Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð sem voru í sömu sporunum 1994.

    Þegar þú ert með meira en nóg af peningum, ert með esb búðina við hliðina á þér þá er ekki skrítið að menni vilji ekki breyta til.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur