Miðvikudagur 21.03.2012 - 12:36 - 4 ummæli

Birgi Guðmundsson sem forseta?

Af hverju ekki að gerbreyta forsetaembættinu og fá hin snjalla stjórnmálafræðing Birgi Guðmundsson sem forseta? Hann hefur alla burði til þess að skilja til hlýtar undirliggjandi pólitíska strauma við stjórnarmyndanir.

Birgir er í ofanálag vel menntaður venjulegur Íslendingur sem á meira að segja ákveðnar rætur inn í Vestur-Íslendingasamfélagið í Kanada – og yrði því forseti Íslendinga í Kanada einnig 🙂

Þá er Birgir eftir því sem ég best veit kvæntur geðhjúkrunarfræðingi – sem er gott „baköpp“ fyrir forseta Íslands bæði innanlands og utan! Ekki hvað síst þegar leita skal ráða hjá spúsu sinni í samskiptum við íslenska stjórnmálamenn!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur