Færslur fyrir apríl, 2012

Þriðjudagur 17.04 2012 - 22:32

Vorið komið og ég farinn!

Þótt það sé pólitískur fimbulvetur þá er að koma vor. Hjá okkur hinum. Mig langar að njóta vorsins. Er ekki í skapi að fylgjast með niðurdrepandi og vonlausum stjórnmálamönnum Íslands. Nenni ekki í augnablikinu að benda á vanhugsuð frumvörp sem þingmenn illa að sér munu hvort eð er hleypa í gegnum þingið hvað sem ég […]

Þriðjudagur 17.04 2012 - 17:29

Skemmdarverk Steingríms J.

Fjármálaráðuneytið hefur alla tíð verið valdagírugt og talið sig yfir önnur ráðuneyti hafið. Fjármálaráðherrar hafa iðulega fallið inn í þennan sérkennilega fjármálaráðuneytiskúltúr. Nú síðast Steingrímur J. sem fékk það í gegn að sölsa efnahagsmálunum undir fjármálaráðuneytið. Sem er galin hugmynd. En svolítið „pútínsk“. Steingrímur J. varð reyndar að fórna fjármálaráðyuneytisstólnum til að koma eina ráðherranum frá sem […]

Mánudagur 16.04 2012 - 07:53

10 milljarða lýtaaðgerð!

Það stefnir í 10 milljarða bruðl íslenska ríkisins en svo virðist sem fjármálaráðuneytið ætli að veita fjármagni sem nemur kostnaði við Norðfjarðargöng í óþarfa lýtaaðgerð á Íbúðalánasjóði. Það sorglegasta er að engin haldbær rök hafa komið fram sem styðja þetta rugl. Það er engin ástæða til að bæta krónu við eigið fé Íbúðalánasjóðs úr ríkissjóði. […]

Laugardagur 14.04 2012 - 20:00

Mér líkar Ögmundur!

Mér líkar Ögmundur Jónasson og hef gert í áratugi. Ekki af því að ég sé sammála honum – sem reyndar gerist einstaka sinnum þótt oftar sé ég honum ósammála – heldur vegna þess að hann segir það sem honum finnst. Hversu „heimskuleg“ mér kann að finnast afstaða hans. Því maðurinn er langt frá því að […]

Fimmtudagur 12.04 2012 - 22:16

Tilraun til gambíts

Mögulegt forsetaframboð hins ágæta sjónvarpsmanns, vinstri manns og fyrrum jarðfræðikennara, Ara Trausta Guðmundssonar er greinilega tilraun til gambíts. Ari Trausti og þjóðin veit að hann mun ekki verða næsti forseti lýðveldisins. Spurningin er því – hver leggur upp gambítinn með Ara Trausta?

Fimmtudagur 12.04 2012 - 08:17

Óttast menn stuðning ESB við Ísland?

Af hverju fara andstæðingar aðildarviðræðna að Evrópusambandinu alltaf af límingunum þegar Evrópusambandið beitir sér í að verja hagsmuni aðildarríkja sinna gagnvart Íslandi af fullum krafti? Þola þeir ekki að Íslendingar sjái það afl sem standa mun að baki hagsmunum Íslands gagnvart ríkjum utan Evrópusambandsins ef íslenska þjóðin tekur þá ákvörðun að gang í ESB?

Miðvikudagur 11.04 2012 - 09:02

Rangur fjármálaráðherra

Stórgóðar greinar Árna Páls Árnasonar í Fréttablaðinu undirstrika að það er rangur fjármálaráðherra.

Þriðjudagur 10.04 2012 - 11:47

Framsókn Þóru Arnórsdóttur

Framsókn Þóru Arnórsdóttur sem öflugur forsetaframbjóðandi hefur verið kröftug og hröð. Staða hennar er sterk gagnvart sitjandi forseta og þá hefur hún náð öruggu forskoti á annan glæsilegan forsetaframbjóðanda – Herdísi Þorgeirsdóttur. Nú er svo komið að ekki er lengur pláss fyrir fleiri öfluga forsetaframbjóðendur. Það er annað athyglisvert við framsókn Þóru Arnórsdóttur. Það er sá […]

Sunnudagur 08.04 2012 - 20:30

Fjórðungi bregður til fósturs

Fjórðungi bregður til fósturs. Það eru gömul sannindi og ný. Því blóðbönd eru ekki allt. Ég er svo ríkur að hafa átt þau „Hönnu ömmu“ hans afa Bóbós í Hafnarfirðinum og „Afa Braga“ hennar ömmu Þóru.  Öðlingsfólk sem löngu fyrir mína tíð urðu stjúpforeldrar hennar mömmu minnar.  Afi Bragi með því að kvænast móðurömmu minni […]

Þriðjudagur 03.04 2012 - 07:57

ÍLS þarf ekki krónu frá ríki!

Það er engin ástæða til að bæta krónu við eigið fé Íbúðalánasjóðs úr ríkissjóði. Núverandi 2,3% CAD hlutfall er alveg glimrandi gott og er í takt við það sem sérfræðingar Deutsche Bank töldu hæfilegt fyrir ríkistryggðan sjóð þegar breytingar voru gerðar á skuldabréfaútgáfu sjóðsins árið 2004. Fyrir þann tíma voru engar kröfur um eigið fé […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur