Fimmtudagur 18.10.2012 - 17:20 - 6 ummæli

Nær 30% forskot Árna Páls

Árni Páll Árnason er með 28% meira fylgi meðal þjóðarinnar til að verða formaður Samfylkingarinnar en keppinautar hans. Næstur honum er hinn geðþekki Guðbjartur Hannesson og fast á hæla honum hin knáa Katrín Júlíusdóttir. Allt flott fólk!

Þetta er eitt af því merkilega við niðurstöðu skoðanakönnunar MMR og Viðskiptablaðsins um hvern þjóðin vill fá sem formann Samfylkingarinnnar þegar Jóhanna Sigurðardóttir stígur til hliðar. Hins vegar er munurinn minni þegar skoðað er viðhorf núverandi kjósenda Samfylkingarinnar. Þar leiðir Árni Páll klárlega en Katrín komin í annað sæti.

Þessi niðurstaða sýnir að ef Samfylkinginn vill ná til nýrra kjósenda þá er Árni Páll maðurinn til þess.  Ef Samfylkingin vill styrkja innviði sýna án þess að bæta við sig fylgi þá eru valkostirnir fleiri. Þetta er í takt við pistil sem ég skrifaði nýlega undir heitinu „Mikilvægt val Samfylkingarfólks“.

En það sem athyglisverðast er við viðhorfskönnun Viðskikptablaðsins er það sem ekki hefur komið fram.  Það er niðurstaðan um fylgi stjórnmálaflokka og nýrra framboða á Íslandi. Því fyrst könnun sýnir umtalsvert forskot Árna Páls Árnasonar í formannskjöri Samfylkingarinnar meðal þjóðarinnar en minna forskot hans meðal kjósenda Samfylkingarinnar þá er ljóst að samhliða hefur verið gerð könnun um fylgi stjórnmálaflokkanna.

Af hverju hefur sú niðurstaða ekki verið birt?  Er það kannske ekki í hag þeirra sem keyptu könnunina?  Var fylgi nýs framboðs eins og til dæmis Bjartrar framtíðar of mikið til að sýna þjóðinni?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Á meðal almennings nýtur Árni Páll fylgis 19,7%, Guðbjartur 15,4%, Katrín 15% og Dagur B. Eggertsson 10,9%. Ekkert þeirra nýtur afgerandi fylgis, og það verður að taka með í reikninginn að Árni Páll er sá eini sem hefur lýst yfir framboði.

    Varðandi þær hugmyndir að Árni Páll sé líklegri til þess að ná til fleiri kjósenda með því að fara með flokkinn til hægri eða á miðjuna, er rétt að benda á eftirfarandi. Samfylkingin hefur á þessu ári mælst í kringum 20% í skoðanakönnunum, en hún var stærst rúmlega 30% eftir kosningarnar 2003 og 28,8% í síðustu kosningum undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur.

    Menn reyndu þetta með hægri/miðju jafnaðarmannaflokk þegar Alþýðuflokkurinn var og hét, en kjörfylgi hans var oftast í kringum 15%. Mest fékk Alþýðuflokkurinn 22% fylgi, sem er þó talsvert minna en minnsta kjörfylgi Samfylkingarinnar til þessa.

  • Hæstarétti fannst allavega ekki mikið til koma um lög (151/2010) sem Árni Páll beitti sér fyrir á þingi sem ráðherra.

    „Að framan var getið um lög nr. 151/2010, sem stefndi vísar til, en þau hafa meðal annars að geyma ákvæði sem lúta að ákvörðun vaxta aftur í tímann af skuldabréfum þar sem samningsákvæði um gengistryggingu hafa verið talin andstæð lögum. Með almennum lögum er ekki unnt með íþyngjandi hætti að hrófla á afturvirkan veg við réttarreglum um efni skuldbindinga og greiðslu skulda frá því sem gilti þegar til þeirra var stofnað og af þeim greitt, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 600/2011. Færi slíkt í bága við þá vernd eignarréttinda sem leiðir af 72. gr. stjórnarskrárinnar. Af þessum sökum fá nefnd lög ekki haggað þeirri niðurstöðu sem komist var að hér að framan.“

  • Forskot á hvern? Hann hefur einn tilkynnt framboð. Hvaða bull er þetta? Það verður aldrei sátt um Árna Pál sem formann. Hann er einfaldlega ekki nógu klár.

  • Mikið rétt, margar „óæskilegar“ niðurstöður skoðanakannana fara í ruslakörfuna.

  • Gunnar Sigfusson

    Skil ekki alveg af hverju það þarf endilega Árna Pál til að vera frjálslyndur, Katrín og Guðbjartur geta sjálfsagt verið það líka

  • Sigurjón

    Tölurnar staðfesta forystukreppu Samf. Formaður verður kjörinn en við fremur litlar vinsældir og fær fá tækifæri til að sanna sig fyrir kosningar. Þingmönnum Samf. fækkar – en hver græðir á því?

    Útibúið í Bjartri framtíð á kannski mesta möguleika að hreppa laus atkvæði þarna. Höfðar mest til kjósenda sem annars myndu kjósa Samf.

    Þá er óráðið hvort nokkur af þingmönnum Hreyfingar fer fram. Þau gætu tekið óánægða.

    Dögun er líklegri til að verða niðurstaða óánægðra Sjálfstæðismanna.

    Það getur vel farið svo að nýju famboðin lendi í oddaaðstöðu eftir kosningar – annað hvort eitt eða tvö. Mesti vandi þessara framboða er að þau skjóta sig í fótinn eitt af öðru. Endalausar illdeilur – nema hjá BF enn sem komið er.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur