Föstudagur 07.12.2012 - 07:53 - 12 ummæli

Bjargar ESB Bretlandi?

Það er kaldhæðnislegt að Evrópusambandið kynni að bjarga Bretlandi frá því að klofna í frumeindir sínar. Skotar sem hafa fengið sífellt meiri stjórn á eigin málum – ekki síst vegna stefnu Evrópusambandsins um sjálfstjórn þjóða innan sambandsins – kynnu að falla út úr Evrópusambandinu ef þeir samþykkja sjálfstætt Skotland í þjóðaratkvæðagreiðslu og segja sig úr lögum við Bretland.

Skotar yrðu þá ekki einungis utan ESB og þyrftu að sækja um aðilda að nýju – heldur myndu þeir falla utan evrusamstarfsins – en aðild að evrunni og ESB er í raun forsenda þess að það borgi sig fyrir Skota að vera sjálfstætt ríki og skilja Englendinga, Walesverja og Norður-Íra eftir með breska pundið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Þetta er ekki rétt, Skotar munu ekki ,,falla út úr Evrópusambandinu“ á nokkurn hátt meðan þeir semja uppá nýtt og þá sem sjálfstætt Skotland.

    Samningaviðræðurnar verða formsatriði og ekkert breytist meðan verið er að uppfyllla það.

  • Hallur Magnússon

    Vonandi – en það eru vísbendingar um annað!

  • Ómar Kristjánsson

    Jú, það er í raun eðlilegt lagalega séð að ef Skotland ákveður að skilja sig frá UK – að þá sé það formlega í stöðu þriðja lands sem kallað er. Og þurfi að endursemja um aðild að EU. það er bara eðlilegt. það væri ekki eðlilegt ef svæði sem skildi sig frá ríki gæti haldið stöðunni sem ríkið sem það var partur af hafði.

    Í tilfelli Skotlands kemur strax uppí hugann Schengen svæðið.

    Eg hef hinsvegar litla sem enga trú á að Skotar samþyggi aðskilnað frá Bretlandi. þetta er tóm vitleysa held eg og þegar líður að slíkri atkvæðagreiðslu verða kaldir hagsmunir sífellt mikilvægari. þetta er svona eitthvað sem allt í lagi er að ræða í kaffitímum og í pólitískum leik en þegar kemur að alvöru máls þá er allt annað uppá tengingnum. þetta er ekki eins og á Íslandi þar sem allskyns sérhagsmunaklíkur geta æst kjánaþjóðrembing uppí innbyggjurum eins þeir væru að spila á eldgamla hnappaharmonikku.

  • Spánn mun ekki samþykkja inngöngu sjálfstæðs Skotlands inn í EU. Þeir gera það vegna stöðu Katalóníu. En öll ríki EU þurfa að samþykkja inngöngu ríkis í EU til að það fái að komast þar inn.

    Ef Skotar lýsa yfir sjálfstæði þá liggja þeirra möguleikar hugsanlega í inngöngu í EFTA og þá er einnig spurning um að víkka út Norðurlandasamstarfið með því að bjóða þeim aðgang að því og efla það í leiðinni.

    Þessi þróun í EU á eftir að halda áfram ef einstök héröð, eins og t.d. Katalónía á Spáni, norðurhluti Belgíu (Flæmingjahlutinn) og fleiri svæði, geta lýst yfir sjálfstæði og fengið aðild að EU án vandræða. Þetta snýst allt um hvar verðmætasköpunin á sér stað og hvernig „ríku“ hlutar ríkja geta losað sig við þá sem þeir telja taka til sín verðmæti án neins framlags.

    Það væri til dæmis hugmynd fyrir Ísland að úthverfi höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðin lýsti yfir sjálfstæði og skildi miðborgarliðið eftir sem vill taka til sín arð af vinnu fólks án þess að leggja neitt að mörkum. Austur- og norðurland gætu einnig lýst yfir sjálfstæði en sá hluti landsins býr til lang mest útflutningsverðmæti og borgar mest til nýlenduherranna í miðborg Reykjavíkur. Er ekki að segja að þetta sé endilega málið en það er millifærsla á verðmætum og arði af vinnu fólks sem er rótin á bak við sjálfstæðispælinguna sem er í gangi í Skotlandi og sérstaklega á Spáni.

  • Ætti fyrirsögnin ekki frekar að vera: ,,Hindrar ESB sjálfstæði Skota?“

  • Ef ég man rétt hjöluðu Eyjamenn einhvern tíma um þetta. Svo var farið að reikna og síðan hefur ekkert heyrst.

  • Haukur Kristinsson

    @Ómar Kristjánsson: „Þetta er ekki eins og á Íslandi þar sem allskyns sérhagsmunaklíkur geta æst kjánaþjóðrembing uppí innbyggjurum eins þeir væru að spila á eldgamla hnappaharmonikku“.

    Nákvæmlega!

  • Óðinn Þórisson

    Uppgjöf ESB – JÁ manna liggur fyrir í Noregi.

    Krafan um ESB – þjóðaratkvæðagreiðslu eyst í Bretlandi og ef marka má skoðanakannair þá eru þeir á leðinni út úr ESB

    Það er tíma og peningaeyðsla fyrir Ísland að halda ESB – viðræðunum og réttast væri að hætta þeim núþegar.

  • Ehem, ef þ.e. rétt sem höfundur stingur upp á. Þá á það sama við um Spán. En ekki síður heldur Belgíu. Þarna er lagaleg óvissa.

    Persónulega hef ég ekki trú á öðru, en að ESB tryggi að þessi svæði haldist innan sambandsins, ef þau svæði hafa áhuga á því.

    Ekki síst vegna Belgíu, sem virkilega getur klofnað í Vallóníu og Flæmingjaland.

  • Það er skoplegt að Skotland vill vera sjálfstætt en samt lúta boðum og bönnum frá Brussel.

    Það væri auðvitað hið besta mál ef Skotland ákveður að aðskilja sig frá Bretlandi en minni miðstýring er alltaf af hinu góða. Ég er ekki mjög bjartsýnn á að það gerist en skuldirnar sem þeir yrðu að taka með sér verða væntanlega gríðarlegar.

    • Sigurður Helgi Helgason

      Skotland vill verða frjálst og fullvalda ríki innan ESB og það skil ég mæta vel, losna undan valdi stóra Bretlands og þeirra ranglátu og misvitru lagabálkum.Sama ástæða ræður því að ég vil að Ísland verði frjálst og fullvalda innan ESB og að almenningur losni með því undan valdi fámennrar yfirstéttar á Íslandi sem öllu hefur stjórnað vitlaust hér á landi og bara skarað eld að eigin köku undanfarna áratugi Fullveldishugsjónina gef ég lítið fyrir því því eins og sakir standa er landið hvorki efnahagslega faglega né félagslega fullvalda eftir þessa fádæma óstjórn að undanförnu

      • “ losna undan valdi stóra Bretlands og þeirra ranglátu og misvitru lagabálkum“

        Bíddu, eru lög ESB eitthvað betri?

        Ég er sammála þér að almenningur eigi að berjast gegn valdi yfirstéttar, þess vegna er nauðsynlegt að draga úr og stórlega minnka ríkisvaldið. Það er engin lausn að ganga inn í ríkjabandalag og borga undir bjúrókratanna þar.

        „ég vil að Ísland verði frjálst og fullvalda innan ESB“

        Yves Thibault de Silguy sagði í Silfri Egils að ríki verða afhenda fullveldið sitt til að gangast inn í ESB.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur