Miðvikudagur 19.12.2012 - 15:32 - 1 ummæli

Bjartur pólitískur hugsuður

Einn af öflugri pólitísku hugsuðum Íslands er nú loksins kominn í framboð í alvöru sæti á lista. Borinn og barnfæddur á Skagaströnd, menntaður á Bifröst, starfandi í Borgarnesi um skeið, tómstundabóndi í Straumfirði á Mýrum með tengdafjölskyldu sinni. Eðlilega tekur slíkur maður sæti á lista í kjördæminu þar sem ræturnar liggja og hjartað slær.

G. Valdimar Valdemarsson. GVald. Vinur minn og pólitískur samherji undanfarin 20 ár skipar 2. sætið á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi. Ég segi pólitískur samherji þótt ég hafi líklega ekki deilt meira við nokkurn mann um pólitík en hann. En þær umræður hafa að minnst kosti grófpússað mína eigin pólitísku sýn.

2. sætið á lista Bjartrar framtíðar gæti skilað GVald á þing ef uppbótarþingsæti Bjartrar framtíðar lendir þar. Það yrði gott fyrir Alþingi og þjóðina.

Ég sagði og stend við það. Einn af öflugri pólitísku hugsuðum Íslands er nú loksins kominn í framboð í alvöru sæti á lista fyrir Alþingiskosningar. Það vantar sárlega pólitíska hugsuði á Alþingi. Pólitíska hugsuði með misjafna sýn á samfélagið. En vandamálið er að flestir flokkarnir tefla ekki fram slíku fólki. Þeir tefla frekar fram hagsmunagæsluliði. Það hefur verið vandamálið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur