Mánudagur 28.01.2013 - 08:55 - 6 ummæli

Framtíðarforysta Sjálfstæðisflokksins

Ég sé ekki betur en að framtíðarforystusveit Sjálfstæðisflokksins sé komin fram.  Bjarni Benendiktsson mun aldrei geta náð sér á það strik sem hann þarf til þess að verða sterkur leiðtogi í Sjálfstæðisflokknum. Þar vefst fortíð Bjarna í viðskiptum fyrir honum. Þá skiptir ekki máli hvort fjölmiðlaumfjöllun um Vafningsmálið er réttmæt eða réttmæt ekki.

Hanna Birna Kristjánsdóttir mun að sjálfsögðu taka við af Bjarna Benediktssyni fyrr en síðar. Öflug sem hún er. Með henni í forystu Sjálfstæðisflokksins verður Kristján Þór Júlíusson sem sýndi fádæma styrk í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi um helgina. Norðfirðingurinn sem skoraði Kristján á hólm í prófkjörinu fékk háðulega útreið og er hættur í pólitík. Kristján Þór er nú annar tveggja varaformanna Sjálfstæðisflokksins. Stórsigur hans tryggir honum áfram þá stöðu. Hanna Birna mun taka við sem hinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins á næsta Landsfundi. Þau eru klár þegar Bjarni segir af sér.

Þau Kristján Þór og Hanna Birna eiga það sameiginlegt að hafa mikla og góða stjórnunarreynslu í pólitík. Kristján Þór sem farsæll sveitarstjóri. Hanna Birna sem farsæll borgarstjóri.  Þau þekkja því grasrótina í pólitíkinni gegnum sveitarstjórnarmálin afar vel.  Það er dýrmæt reynsla.

Tíminn mun síðan leiða í ljós hvort þau verða farsæl í forystu Sjálfstæðisflokksins.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Farsæl?

  • Hallur Magnússon

    🙂

  • Er ekki bein lína frá fyrri tíð milli Davíðs Oddssonar og Hönnu Birnu?

  • Jón Ingi

    Farsæl ??

  • Leifur A. Benediktsson

    Vart er ferill Hönnu Birnu sem borgarstjóri ,,farsæll“. Hann er þyrnum stráður.

  • Grétar Einarsson

    Sjálfstæðisflokkrinn getur státað af mörgum afbragðs leiðtogum. En Bjarni er svo sanarlega sá allra aumasti og var þó tíð Geirs aum. Mér finnst hann nú eiginlega bara vera tuskudúkka. Þar að auki er hann alveg fyrirtaks tækifærispólítíkus eins og umræðan í kjölfar Icesave málsins sannar. Það er enga framtíðarsín að hafa á þeim bænum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur