Fimmtudagur 30.04.2015 - 18:26 - 13 ummæli

Frú forseti, Katrín Jakobsdóttir

Ég ætla bara að segja það sem tugþúsundir Íslendinga hugsa. Ég vil Katrínu Jakobsdóttur sem forseta Íslands.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Nei takk.

  • Ég kann betur við afturendann á henni

  • Í nýlegri skoðanakönnun MMR skoraði Katrín Jakobsdóttir hátt og skákaði sjálfum forsetanum í gjöfulum persónueinkennum. Uppveðraður af þeirri niðurstöðu fellur Hallur fram og lýsir yfir stuðningi við forsetaframboð Katrínar. Í hans huga er hún ekkert gluggaskraut heldur svo afgerandi persónuleiki að ástæðulaust er að bíða eftir öðrum kandídötum.
    Ef þessi afstaða byggist á skoðanakönnun MMR er fljótfærnin nokkur því skoðankannanir þess fyrirtækis eru blendnar að margra mati. Þar er byggt á föstum hópi álitsgjafa, sérvaldir og nokkuð um sjálfboðaliða um þúsund manns og því haldið fram, að hópurinn spegli andann í samfélaginu og gefi því haldgóðar vísbendingar um álit þjóðarinnar.
    Nú er það viðurkennd staðreynd, að í skoðanakönnunum um stjórnmál og stjórnmálamenn fer afstaða almennings eftir flokkslínum. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur flokka og Bjarni Benediktsson, formaður flokksins talinn öflugur foringi í sínum ranni en það endurspeglast ekki í þessari skoðanakönnun. Álitsgjafarnir hrífast hins vegar af Katrínu og Degi B Eggertssyni. Hvernig ætli standi á því? Eru kannski fáir sjálfstæðismenn í þessum sjálfvalda hópi MMR? Fáránleiki þessarar skoðanakönnunar birtist í ýmsum myndum. Aðeins 9% telja Sigmund Davíð forsætisráðherra heiðarlegan. Það segir að 91% þjóðarinnar telji forsætisráðherrann vera óheiðarlegan. Hver trúir svona bulli.
    MMR er þó vorkunn. Rekstur fyrirtækisins byggist á því að búa til söluvöru og stendur svo og fellur með ginnkeyptum fjölmiðlum sem sjá sér hag í að kaupa vöruna. Hyggindi og hagsýni bjuggu til sérvalda álitsgjafahópinn og niðurstaðan í umræddri skoðanakönnun segir allt sem segja þarf. Hvað um það er Katrín Jakobsdóttir alls góðs makleg með alla sína sannfæringu, heiðarleika og persónutöfra. Guð blessi Ísland.

    • Hallur Magnússon

      Ekki er þetta rétt greining hjá þér GSS. Ég hef séð forsetaefni í Katrínu Jakobsdóttur MJÖG lengi. Það hefur með mannseskjuna og kosti hennar að gera en ekki einhverja skoðanakönnun. Hef sagt þetta áður á opinberum vettvangi. EN að sjálfsögðu árétta ég þetta núna vegna skoðanakönnunarinnar Svo það sá á hreinu. Ég hef þekkt Katrínu í áratugi og veit vel hvaða kosti hún hefur að bera …

  • Þetta á eflaust að vera fyndið, ekki satt? Af hverju í ósköpunum ætti fólk að kjósa hana til forseta og please, nefndu eina haldgóða ástæðu. Þá á ég ekki við að hún sé með svona og svona rass, eða að hún sé ung og ekki meðlimur í íhaldsflokki. Ég meina, góðar ástæður!

  • Það er alveg ljóst að það er ekki hægt að kjósa einn einasta af þeim sem sóttu um inngöngu í ESB sem Forseta.

  • Elín Sigurðardóttir

    Þetta er alveg rétt hjá Jens. Manneskja sem sækir um inngöngu í ESB sækist varla eftir því að verða þjóðhöfðingi. Þjóðremban uppmáluð 🙂

  • Engan úr pólitík á Bessastaði!

  • Nei takk!

    Engan pólitíkus.

  • Gunnbjörn

    Má ekki spara og leggja embættið niður

  • Við erum ófá sem munum alveg ágætlega hvernig Katrín starfaði meðan ríkisstjórn Jóhönnu & Steingríms var við völd. Hún hegðaði sér þá eins og þægur og hlýðinn hermaður, sat og stóð eins og Steingrímur fyrirskipaði, bakkaði flokksforystuna undantekningarlaust upp í blindri hlýðni og virtist gæta þess vandlega að afhjúpa ekki sjálfstæða skoðun á neinu einasta máli.

    Ekki beint kostnirnir sem við viljum sjá í forseta, er það?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur