Laugardagur 04.06.2016 - 18:08 - Rita ummæli

Oddný er sigur Viðreisnar!

Oddný Harðardóttir hafði sigur í formannskjöri Samfylkingarinnar. Sá sigur er einnig sigur Viðreisnar og einnig sigur VG. En ósigur Samfylkingarinnar sem stjórnmálaafls en sigur fyrir hugmyndafræði vinstri hluta þeirra ágætu stjórnmálasamtaka!

Ég held við stöndum frammi fyrir nýjum veruleika í íslenskum stjórnmálum með þessari niðurstöðu. Vinstrið styrkist. Og hægri miðjan styrkist. Og Oddný er Auðhumla Viðreisnar!

Það að Samfylkingin hafi valið til vinstri í þessu formannskjöri gerir að að verkum að afar stór hópur hægri krata mun ekki kjósa þau samtök. Þeir munu margir kjósa Viðreisn.

Sigríður Ingibjörg sá um Hara Kiri Samfylkingarinnar með rýtingsstungu í bak fráfarandi formanns Samfylkingarinnar Árna Páls Árnasonar. Hara Kirir sem breytti Samfylkingunni frá mikilvægu pólitísku afli yfir í smáflokk. En kannske gerði Sigríður Brútus það sem gera þurfti! Draga línuna milli vinstrisins og hinnar hófsömu miðju Árna Páls. Lagði grunn fyrir aðskilnaði bins mikilvæga tiltölulega hófsömu vinstris Kötu Jak og hægri kratismans. Allavega þá hafa hægri kratar ekkert lengur neitt sameiginlegt með Samfó.

Og þar liggur sóknarfæri Viðreisnar!

„I told you so“ er soldið klént 🙂  En „I told you so“ er barasta að gerast. Ég byrjaði að spá uppstokkun íslenskra „stéttar“ stjórnmála fyrir áratug eða svo. Og enn einu sinni þá sé ég spádóma mína rætast…  

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur