Miðvikudagur 06.12.2017 - 20:48 - 2 ummæli

Jerúsalem höfuðborg Palestínu og Ísraels!

Jerúsalem á að sjálfsögðu að vera höfuðborg Palestínu og Ísraels! Tveggja sjálfstæðra ríkja. Nú hefur forseti Bandaríkjanna ákveðið að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Sem væri í lagi ef hann hefði jafnframt viðurkennt Jerúsalem höfuðborg sjálfstæðs ríkis Palestínu.

Í þessari stöðu getur Ísland haft mikilvægt hlutverk. Viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Palestínu og Ísraels.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Ólafur Egilsson

    Uppnám margra yfir að forseti Bandaríkjanna skuli hafa staðið við kosningaloforð og hrint í framkvæmd ákvörðun, sem tekin var þar í landi 1995, um viðurkenningu á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels er vert umhugsunar. Sagt er að með ákvörðuninni sé verið að koma í veg fyrir samkomulag í Mið-Austurlöndum. Þrennt í því sambandi: 1. Þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) samþykkti með rúmlega 2/3 atkvæða í nóvember 1947, í kjölfar nefndarálits sem kom í hlut fastafulltrúa Íslands, Thor Thors, að fylgja úr hlaði, að rétt væri að stefna að stofnun 2ja ríkja á svæðinu, byggðist það á því að þrautreynt væri um samkomulag milli Palestínumanna og Ísraelsmanna. Í þau 70 ár sem síðan eru liðin hefur margsinnis verið reynt að koma á varanlegum sáttum en ekki tekist. Það er því ekki eins og samkomulag hafi nú verið handan við hornið en því spillt með ákvörðun forsetans. 2. Ekki hafði fyrr verið lýst yfir stofnun Ísraelsríkis vorið 1948 á grundvelli samþykktar SÞ en nokkur Arabaríki réðust á það. Virtu þau þannig afstöðu SÞ að vettugi. Miklu veldur sá sem upphafinu veldur, segir máltækið. 3. Þegar Ísraelsmenn hafa lagt undir sig landsvæði utan upphaflegra landamæra hefur það langoftast – ef ekki alltaf – átt rætur í árásum á Ísrael af hálfu nágranna sem hafa viljað og reynt að þurrka ríkið út af landakortinu. Það eru ýmis vandkvæði á því fyrir aðra að meta rétt aðgerðir sem þjóð ræðst í til að tryggja tilveru sína.

  • Vel mælt hér hjá Ólafi Egilssyni.
    Aldrei hafa neinir arabar átt Jerúsalem að höfuðborg, ólíkt Ísraelsmönnum.
    Arabarnir geta þá allt eins valið sé einhverja aðra borg sem sinn höfuðstað, í stað þess að nota Jerúsalem til þess eins að halda áfram að agnúast út í þá þjóð sem fyrir var á svæðinu og átt hafði þessa höfuðborg og meginhelgistað í 3.000 ár.
    Og Austur-Jerúsalem tilheyrir alls ekki Palestínu-aröbum. Talað var um að gera hana að alþjóðlegri borg, en þriðjungur hennar væri kristinn, þriðjungur borg Gyðinga og þriðjungur palestínumanna. Arabarnir hafa hins vegar streitzt gegn þessu eins og öðru sem til friðar heyrði. En sé sá vilji Guðs, að borgin öll verði hluti af Ísraelsríki, getur ekkert mannlegt afl hamlað gegn því.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur