Þriðjudagur 10.06.2014 - 11:19 - FB ummæli ()

Mótkvæði

Mönnum er tíðrætt um áhugaleysi almennings á kosningunum og sitt sýnist hverjum. Talsvert hefur verið um ákall um eitthvað nýtt, hip og cool osfrv. Sjálfstæðisflokkurinn spilaði út Halldóri frá Ísafirði, BF útrunnum brandara og Samfylking bauð góðan Dag. Framsókn skar sig úr og bauð fram eitthvað alveg nýtt en ekki cool.

Án þess að undirritaður hafi lagst í leikjafræðilega útreikninga á hugmyndinni, en hvernig væri að glæða kosningaáhuga með ,,mótkvæðum“ í stað atkvæða? Margir af þeim sem ekki geta hugsað sér að greiða neinum flokki atkvæði, gætu haft skoðun á hver sé allra versti kosturinn og viljað þannig núlla út eitt atkvæði með einu mótkvæði.

Til að forðast pólitískann skotgrafahernað mætti alveg gleyma nýliðnum kosningum en segjum sem svo að ný framboð myndu spretta upp sem hefðu að markmiði að berjast fyrir dauðarefsingum eða að sharia lög væru tekin upp svo dæmi séu tekin af handahófi. Væri ekki lýðræðislegt ef kjósendur gætu sýnt hug sinn í verki og hafnað slíkum framboðum alfarið?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur